Alþýðublaðið - 29.06.1963, Síða 7

Alþýðublaðið - 29.06.1963, Síða 7
GLÆPUM UNGLINGA FJÖLGAR í JAPAN Heflmingur afbrotanna framinn af sflióflanemum EITT mesía vandamál Japana nú á dögum er hin milcla aukning ú afbrotum unglinga, sem þar á sér nú stað. Yfirvöldum hefur ekki tekizt, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að finna á þessum skyn samlega skýringu né heldur heppn azt að koma í veg fyrir afbrot þessi. AFBROTUM UNGLINGA FJÖLGAR. Árið 1941 komust alls 52.799 japanskir unglingar í kast við refsilöggjöfina. Árið 1946, þegar slyrjöldinni var lokið og upplausn ríkti á öllum sviðum í Japan, óx tala afbrotaunglinganna upp í 111.000. Árið 1962 varð tala af- brotaunglinganna hins vegar orð- in hvorki meira ne minna en 215.446 í öllu Japan, þ. e. a. s. 10,5 af 1000 unglingum var bendlaður við afbrot, en aðeins 7,3 af 1000 fullorðnum. UGGVÆNLEGT ÁSTAND Afbrot japönsku unglinganna voru margs konar árið 1962. 127. 234 voru ákærðir við þjófnaði, 7.808 fyrir morð, rán, íkveikju og nauðganir og 44.503'fyrir ýms önn ur afbrot. 57.572 þessara unglinga voru ekki orðnir fullra 14 ára, er þeir frömdu afbrotin. 75.218 voru úr vinnustéttunum en 114.739 — þ. e. a. s. 53 prósent afbrotaungling anna — voru við einhvers konar nám. UMSÖGN SHIGEMATSU. Prófessor Toshiaki Shigematsu frá Kyoto_hefur manna mest kynnt sér og rannsakað þetta mikla vanda mál. Hann telur útvarp og sjón- varp bera höfuðábyrgðina af öllu saman. — Hinn stöðugi sónn þessara tækja, sem glymur í eyrum nú- tímamannsins frá morgni til kvölds veldur þessu, segir prófess orinn. Börnin læra það, sem fyrir þeim er haft, og það er ekki allt í sómanum. HEGNINGARÁKVÆÐI OG UPPELDISRÁÐSTAFANIR. Sérstakur unglingadómstóll fjallar um lögbrot þeirra ung- menna i Japan, sem enn hafa ekki náð löggaldri sakamanna. Dóm- stólar þessir rannsaka Hvert ein- stakt tilfelli mjög gaumgæfilega og reyna að rekja orsakir þeirra sem gerzt. Þeim unglingum, sem mest brjýta af sér er ráðstafað á upp- eldisheimili og betrunarhæli, en hrnum, sen> gerast sekir um minni Laugardagur 29. júní. 8.00 Morgunútvarp (Bæn.. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.35 Tónl. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. — (15.00 Fréttir). 16.30 Veðurfregnir. Fjör í kringum fóninn: Úlfar Sveinbjörnsson kynnir nýjustu dans- og dægurlögin. 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Rafn Thorarensen velur sér hljómplötur. 18.00 Söngvar í léttum tón. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. 20.00 „Fiorello", útdráttur úr söngleik eftir Jerry Bock um liinn nafnkunna borgarstjóra í New York: Fiorello La Guardia (Tom Bosley, Patricia Wilson, Ellen Hanley, Howard Da Silva o.fl. syngja með kór og hljómsveit undir stjórn Halls Hastings. — Magnús Bjarnfreðsson kynnir). 21.00 Leikrit: „Grallarinn Georg", I. eftir Michael Brett. Þýðandi: Ingibjörg Stephensen. Leikstjóri: Þorsteinn í. Stephensen. 21.40 Fasehingsschwank aus Wien,. op. 26, eftir Schumann (Sviato- slav Richter). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög----- 24.00 Dagskrárlok. Iháttar afbrot, er gefið gott tæki- 'færi til að sjá sig um hönd, með !því að þeir fá að ganga lausir und ir eftirliti unglingagæzlunnar. ATIIUGANIR ISHIHARA. Tsutomu Ishihara heitir sá jap anski vísindamaður, sem vakið hef ur einna mcsta athygli meðal landa sinna fyrir ötult starf við rannsóknir afbrotaunglinga í heimaborg sinni Osaka. Ishihara setur afbrotin í sambandi við heila starfsemi hinnar uppvaxandi kyn- slóðar. — Með aðstoð heilarannsókna er fljótt hægt að komast að því, hvort unglingur eða barn hefur glæpsamlegar tilhneigingar, segir Ishihara. Heilabylgjurnar fara sem rafmagnsstraumur um ' líkamann. Ef ástand heilbrigðrar manneskju er í lagi, sendir heilinn frá sér alfa- og betabylgjur. Tala bylgj- anna er regluleg og skýr. — Ef tala heilabylgjanna er hins vegar breytileg — þ.e. a. s. mjög breyti leg — þá er um að ræða að við- komandi aðili hefur annað hvort glæpsamlegar hneigðir — eða er haldinn einhverjum heilasjúk- dómi, t. d. epilepsi (flogaveiki). AFBRIGÐILEG HEILASTARF- SEMI. Frá því í apríl 1960 og þangað til í desember 1962 hafði stofnun sú í Osaka, sem Ishihara starfar við, með hvorki meira né minna en 10.000 unglinga að gera. Ishi- hara framkvæmdi heilarannsókn- ir á 311 þessara unglinga, og næst um því allir reyndust þeir hafa af brigðilega heilastarfsemi. Aðeins 3 af þessum 311 reyndust hafa eðli lega heilastarfsemi. UNNIÐ AÐ LAUSN VANDA- . ANS. í Japan er nú stöðugt unnið af kappi að lausn þessa vandamáls Læknar og lögregla hafa tekið sam an höndum í baráttunni við afbrot unglinga, og menn vona að innan skamms muni einhver árangur koma í ljós. GJÖF TIL KENNEDY Blaöamenn og blaðaljósmynd- arar í Washington tóku sig sam- an um það hér á dögunum, að gefa Kennedy forseta sjálfvirka brauðskurðarvél. Ástæðan til þess- arar kynlega gjafar var sú, að for- setiim hafði skömmu áður mætt á blaðamannafundi með reifað- . an fingur, eftir að hafa skorið. sig illa á brauðhníf. I Prófessor Ishihara -SMÆLKI-SMÆLKI-SMÆIKI — Ég veit ekki hvað ég á af mér að gera, sagði faðirinn við annan föður. Ég á fjórar dætur en bara einn tengdason. — Þfn vandræði eru engin sam anborið við mín, sagði þá hinn. Ég á bara eina dóttur, en hef þegar eignazt fjóra tegndasyni. ★ — Eg er mjög bjartsýnn á fram tíðarhorfur mínar. — Hvers vegna ertu þá svona þunglyndur? — Ég veit ekki hvort bjartsýni mín er á rökum reist. — Þér ættuð ekki að geía manninum yðar sterkt kaffi, sagði' læknirinn við frúna. Hann verður svo æstur á því. — Þér ættuð að sjá hann, þeg. ar kaffið er þunnt, svaraði frúin.. Þá'verður hann helmingi æstarri. ★ — Læknir, mér þykir leitt a® hringja í yður svona seint og biðja* yður að koma alla þessa ieið. — Ó, blessuð,. minnízt ekki á það. Nágrannakona yðar er einnigf veik, svo að ég slæ tvær flugur í einu höggi. KONURSEM BÍLSTJÓRAR í STÓRBÆJUM Vestur— Þýzkalands hefur verið mik- ill hörgrull á karlmönnum til að aka strætisvögnum og stórum vöruflutningabifreið um. Þess vegna hefur það farið mjög í vöxt að konur hafi þar stjórn slíkra farar- tækja með höndum. Atvinnurekendur, er hafa slíka kvenbílstjóra bera þeim nær undantekningarlaust mjög vel söguna. Segja þeir að konurnar kunni cinkar góð skil á öllum mnferðar- reglum og séu mjög Iagnar í umferðinni. Fregnir berast einnig frá Engiandi Svíþjóð og Hol- landi um að það færist mjög í vöxt í þessum löndum að konur stjórni stærri bifreið- um. Skýrslur í öllum þcssmn löndum sýna að það er sjald- gæfara að konur valdi um- ferðartruflunum en karl- menn. Er þetta talið eðlis- borinni varfærni og aðgætni kvenna að þakka. HIN SlÐAN

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.