Alþýðublaðið - 29.06.1963, Page 10

Alþýðublaðið - 29.06.1963, Page 10
Ritstjóri: ORN EiÐSSON Ágætt kvennamót í fríálsum ík>róttum ji FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD ÍR fefndi til kvennamóts á fimmtudag' nn á Meiavellinum. Þátttakendur 'oru allmargir, keppnin jöfn og ár ; mgur góður. Virðist áhugi fara ' axandi á frjálsum íþróttum hér í : leykjavík, hjá ÍR æfa 15 til 20 : túlkur og nokkru færri hjá KR. Keppt var í fimm greinum á |immtudaginn og mesta athygli yakti langstökkið, en þar sigraði Sigríður Sigurðardóttir. Sigríður or mjög efnileg og stökk 4,84 m., sem er hennar langbezti árangur. Hún hitti illa á plankann og lengsta stökk hennar, mælt frá tá var ca. 9,20 m., sem aðeins er 3 sm., íityttra en íslandsmetið, en það á Margrét Hallgrímsdóttir. Sigríður getur áreiðanlega stokkið um 5,50 m. með góðri æfingu í sumar. FBÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Allgóður árangur náðist einnig í kringiukasti, en þar sigraði Fríð ur Guðmundsdóttir, kastaði lengst 31,86 m. Eftir keppnina átti hún kast, sem mældist ca. 33 m., en ís landsmetið í greininni er 36,14. Fríður kastaði 29,58 m. í fyrra og er því um greinilega framför að ræða. Sigrún Einarsdóttir náði sín um bezta árangri. í 80 m. grindahlaupi náðist þokkalegur árangur, og enn sigr aði Sigríður með yfirburðum. Hún hefur ekki enn náð að hlaupa með þrem skrefum milli grind- anna, en það er skilyrði til þess að ná betri árangri. Áður en keppnin í 80 m. grindahlaupi hófst, hlupu þær Sigríður og Krist ín Kjartansdóttir, sem einnig er mjög efnileg sömu vegalengd, þar sem bilið var haft styttra milli grindanna. Þær hlupu þá vel og með þrem skrefum, en tímarnir voru: Sigríður, 13,5 og Kristín 13,6 sek. Síðar í sumar munu Sig ríður og Kristín báðar ógna íslands meti Rannveigar Laxdal, sem er 13,2. Keppni í 100 m. hlaupi var hin skemmtilegasta, Sigríður sigr- aði örugglega á 13,6, en tvær aðr ar hlupu á 13,9 sek. , 100 m. hlaup: , Sigríður Sigurðardóttir, ÍR 13,6 María Hauksdóttir, ÍR, 13,9. Sigrún Einarsdóttir KR 13,9 Linda Ríkharðsdóttir ÍR 14,4. 80 m. grindahlaup: Sigríður Sigurðardóttir ÍR 14.9 Jytte Moestrup ÍR 16.5 Framh. á 11. síðu ÞIÐ FÁIÐ ÁÐSJÁ NÝJAN FLOYD! NÚ NÁLGAST óðum stórtíð- indi í þungavigtinni aftur, eftir þrjár vikur mætast þeir í annað sinn, heimsmeistar- inn, Sonny Liston og fyrr- verandi heimsmeistari, Floyd Patterson. Lengi vel leit illa út um að hægrt yrði að halda þessa keppni. Fyrst var álitið að Floyd myndi aldrei fara aftur í hringinn, síðan heyrð- ist talað um, að Liston áliti Floyd ekki verðugan keppi- . naut. Næst var keppninni frestað, en nú virðist. allt vera í lagi. Jaek Nilon, maður, sem gef- ur Liston góð ráð, segir að Framh. á 11. síðu Richie Guerin«III. grein ERFIÐUSTU MÓTHERJARNIR NO 3. — Bob Cousy — Boston Celtice — 1962. Leikir 75 — Köfuskot 39,1 — Víteiköst 75.4 — Fráköst 261 — Aðstoð 584 — Stig 1175 — Með- altal. 15.7. Að reyna að segja frá því, hvað, það er að verjast hinum mikla Cousy, raunverulega er, mundi taka mig heila nótt. Hinir ótrú- legu hlutir, sem hann getur gert við körfuboltann, koma hverjum- þeim í vanda, sem reynir hið ó- Kristín Kjartansdóttir og Sigríður Sigurðardóttir, í grindahlaupi. Fram-Akranes á Laugardals- velli í dag í DAG kl. 5 leika Fram og ÍA á Laugardalsvellinum. Enginn vafi verður á því að þetta verður fjörugur leikur. Um síð- ustu helgi léku þessir sömu að- ilar en þá „uppi á Skaga“ og rót bustuðu heimamenn þá Framar ana, svo sem menn muna, með 5 mörkum gegn 2. Nú fá Framarar tækifæri til að ná sér niðri og hefna ófaranna, enda enginn vafi á því að þeir hafa á því fullan hug. Lið Skagamanna verður skip að líkt og siðast, m. a. ýmsum „gömlum kempunum". mögulega, það er að stöðva Cousy í sérgreinum hans, knattreki, send ingum og að skora kröfur. Bob Cousy ræður yfir svo marg víslegum hæfileikum, að það eitt nægir, til að draga kjarkinn úr mótherjum hans. Þér mætti takast að stöðva knattrek hans, aðeins til þér ómögulegt, að koma samherja þínum til hjálpar. Þú einbeittir þ^T'-að því, að stöðva sendingar hans og það eina sem þú upp- skerð, er að hann gerir „Houdlni“ -töfrabrögð með knöttinn, svona rétt tíl að sanna þér getu sína. Að reyna að króa Cousy af úti á leik velli, þýðir aðeins, að þú stend- ur eftir sem þara, en hann er ■Iöngu farinn framhjá og kominn upp æ9 körfu. Ein af bókum Bob Cousy heit- ir: „Lif mitt er körfuknattleik- ur“, og þessi bókartitill segir alla söguna. Hann er alhliða meistari. Þó að hann sé ekki tiltakanlega fljótur, þá hefur hann svo fullkom ið vald á líkamshreyfingum sínum og knettinum, að hraðinn skiptir ekki'máli. Virðing Bob Cousy fyrir íþrótt sinni og fyrir sjálfur sér, sam- fara þrotlausri þjálfun og mark vissri baráttu fyrir því að vera alltaf á toppnum, gera hann að ó- gleymanlegri persónu. Eg gleðst yfir að þurfa ekki að verjast honum lengur, nú er hann farinn — farinn til Boston Coll- egeí-til áð kenna körfuknattleik. 'MÓTTAFRÉjm, tW&FÚTTU MÁÍí “ * > ' W w ¥:>»>ÍSÍ¥ V Á jMÓTI í Búdapest hefur Vil- mos Varju varpað kúlu 19,42 m. tAt DUKLA Prag varð tékkneskur meistari í knattspyrnu 1963, þeir hluti 35 stig. í öðru sæti var Jet nota með 32 stig. ★ PÓLVERJAR gjörsigruðu ítali í frjálsum íþróttum í Krakau með 126 stigum .gegn 85. Badenski, P, hljóp 400 m. á 46,3 sek. Mörg önn- ur góð afrek voru unnin, t. d. kast aði Sidlo spjóti 79,75 m„ Czernik, Pð stökk 2,11 m. í hástökki, Ssmidt, P, stökk 16,39 m. í þrí- stkki og 7,45 m. í langstökki og sigraði í báðum greinunum. Löve:46,99m. í GÆR efndi FRÍ til keppni í kringlukasti vegna landskeppn- innar við Dani. Þorsteinn Löve sigraði með 46.99 m. kasti, en Friðrik Guðmundsson kastaði 43,64 m. Ekki hafði frétzt í gærkvöldi um endanlcgt val FRÍ í kringlu- kastið í landsliðið gegn Dönum. 6,00/n. / stangar- stökki? TREFJASTONGIN marg- umtalaða cr nú brátt úr sög unni í Bandaríkjunum. Þar fara nú fram rannsóknir í sambandi við nýja gerð stál- stangar, sem hefur svo mikið. fjaðurmagn, að hægt verður, að stökkva 6 metra!! Nú spyrja menn aðeins hvaða tilgang þjónar nú þetta allt saman og er hér ekki fulllangt gengið? m 29. júní 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ !íí

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.