Alþýðublaðið - 29.06.1963, Side 13
IWWWMWWM>*WW»HWWWtWWWMWMWI>WWI»iW%mWWWWWIWWW»IMIIW»IH*W»WWW> BWWWWWWMWWWMWMWtWWWWIWMIWMIIIM
LÍNA Krústjovs forsætisrá'ð
herra í hugmyndafræði virðist
liafa hlotið einróma stuðning á
nýafstöðmim fundi miðstjórnar
sovézka kommúnistaflokksins.
Greinilegt er því, að fulltrúar
Rússa á fundinum með kín-
versku „hugmyndafræðingun-
um“, sem hefst í Moskvu 5.
júlí, munu halda fast í sjónar
mið þau, sem Kínverjar álíta
svik við heimshvltinguna.
Miðstjórn kínverska komm
únistaflokksins hafði sent
sovézku miðstjóminni langt
svarbréf áður en fundur henn-
ar hófst. Þar voru talin upp
mörg atriði, sem Kínvérjar
töldu að taka yrði til umræðu
á fyrirhuguðum hugmyndafræði
fundi. Þar var einnig að finna
sömu gagnrýnina og þeir hafa
áður haldið uppi gegn stefnu
Rússa, en tónninn í þessari
gagnrýni var jafnvel enn
hvassari en áður.
Tilgangurinn virðist hafa
verið sá að uppörva þá liópa
manna, sem hafa efasemdir
varðandi stefnu Krústjovs, eða
eru beinlínis andstæðingar
“' hans. Hér var um greinilega
aðvörun til Krústjovs að ræða
og hann minntur á, að hann''
ætti á hættu að missa yöldin.j;
Einnig var bréfið áminningjúm^,
það, hve alvarlegum augum
Kínverjar líta á málið.
Sovézk yfirvöld ákváðu ~ að
birta ekki bréfið og Kínverjar
voru sakaðir um brot á samn- •'
ingum um hugmyndafræðilegt
„vopnahlé" þar til funduriiffi 5. •
júlí hefst. Sagt var af sovSzkri
hálfu, að birting bféfsSfis'
mundi aðeins gera illt veiTa.
Af ræðum helztu ræðumanna
á fundi miðstjórnarinnar má
marka, að engar tilslakgnir
gagnvart Kínverjum eru fyrir
hugaðar. í einróma samþykkt
fundarins voru Kínverjar sagð- .
ir einir bera ábyrgð á klofningn
um innan alþjóðahreyfingar,.
kommúnista. Krústjov var hvatt
ur til að hvika hvergi í væntan-
legum umræðum.
"A — *•
Horfurnar á sáttum með lCfn
verjum og Rússum eru sáralitl.
ar og háværar raddir eru_i*ppi
um, að hugsanlegt sé að sajn* .
búð þeirra eigi eftir að versna
til muna, en jafnframt er, .á--
stæða til að mlnna á það,. að
deilur Rússa og Kínverja eru
í aðalatriðum ekki hugmynda-
fræðilegs eðlis. Hér er um
hrei’na hagsmunadeilu tveggja
.^törvelda að ræða, sem standa
á ólíku þróunarstigi og beita ó-
líkum aðferðum í stjórnmálum.
Einnig. er um að ræða deilu
um ábrifasvæði, því að Kín-
verjar reyna eðlilega að fylkja
kömmúnistaflokkum í Asíu und
ir fána' sinn. Þar við bætist
metnaður um forystustöðuna í
' kommútíistaheiminum. ,
. Afstaðan til vanþróuðu ríkj-
anna er mikilvæg. Kína, sem er
s. sjálft vanþróað ríki að vissu
leyti, hefur gagnrýnt stuðning
-Sovétrikjanna ’við „borgarlega
þjóðemissinna, sem reka er-
indi mýlenduveldanna". Kln-.
• verjar segja samvinnu við
- mann eins og Nasser, sem of-
sækir .kommúnista, lýsa stað-
' festuleyti. Kínverjum er hætt
Við að leggja Nasser og Chiang
'Káí shek, sem Rússar studdu
úm árábil, að jöftíu.
Augljóst er, að Kínverjar
finna. góðan hljómgrunn með
gagnrýni sinni. á stuðning
Rússa-við leiðtoga, sem kúga
kommúnistaflokka. Jafnvel
Riústjov hefur .ekki tekizt að
gefa- fullnægjandi skýringu á
því, hvernig hernaðarleg og
efnahagsleg aðstoða við ríkis-
stjórnir, sem kúga kommún-
ista, samræmist lenínskum
grundvallaratriðum. Hann tel-
ur hins vegar, að reynslan hafi
sýnt að stuðningur við stjórn
arandstæðinga í vanþróuðu
löndunum geti gefið slæma
raun. Hann hefur fengið slæma
reynslu í Kongó og Guineu.
Margt bendir til þess, að Kín
verjar telji sig ekki fara hal-
loka í viðskiptunum við Rússa.
Ef til vinslita kæmi mundu
Rússar geta haldið tökunum á
flestum flokkunum, en Kín-
verjar munu geta tryggt sér
mestan stuðning miðað við tölu
óbreyttra flokksmanna. Kín-
verjar hafa stöðugt lagt mikið
kapp á, að efnt verði til nýs
fundar kommúnistaflokka
heimsins, en Rússar hafa færzt
undan á þeirri forsendu, að slík
an fund yrði að undirbúa ná-
kvæmlega.
★
Forvitnilegt í þessu sambandi
eru vandamál þau, sem Rússar
eiga við að stríða í sambandi
við sameininguna í efnahags-
málum austan tjaldsríkjanna.
Ekki hafa allir áhuga á að
hlíta henni, og einkum hefur
Rúmenía verið nefnd.
Rúmenar flytja meira til
Sovétríkjanna en þeir flytja
inn þaðan. Þeir eru ófúsir til að
setja þróun sína í iðnaði undir
utanaðkomandi stjórn. Bréfið
frá kínversku miðstjóminni hef
ur verið birt í Rúmeníu.
WMWWWWWWWWWWWMWMIMMMWMIV ftWWWWWWWMWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWIWWWWWWWM
NÝ KIRKJA VÍGÐ AÐ
LUNDI í
SUNNTJDAGINN 23. júní 1963
var vigð ný kirkja að Lundi í
Lundarreykjadal. Þar er forn
kirkjustaður og var áður prests-
setur en með prestakallasamsteyp-
unni 1907 var kallið sameinao Hest
þingum (Hvanney rarprestakall i).
Kirkjan að Lundi var orðln ail-
gömul, timburkirkja jámvarin,
reist síðla á síðustu öld. Var hún
mjög farin að hrörna. Árið 1955
hófu kvenfélagskonur í sókn-
inni máls á því, að hafizt væri
handa um viðgerð á kirkjunni og
fegrun hennar. Félagið er ekki
fjölmennt, aðeins 15 konur voru
í því, þegar þetta gerðist. Sam-
þykktu þær að beita sér fyrir fiár
öflun til kirkjunnar. Sóknarnefnd-
in tók í sama streng og varð beg-
ar samstaða í sókninni um máiið.
Við athugun á gömlu kirkjunni
þótti sýnt, að ekki mundi svara
kostnaði að gera við hana og á
safnaðarfundi 1960 var eftir ýtar-
legar umræður samþykkt einróma
að reisa nýja kirkju. Hatidbært
fé til framkvæmda hafði söír.uð-
in-inn ekki svo að teljandi væri,
því að hann er fámennur, aðeins
á annað hundrað manns. En for-
göngumenn létu það ekki á sig fá.
hejdur settu sér markið í fullri
trú á framgang góðs máls. Þá
bauð Þorvaldur Brynjólfsson frá
Hrafnabjörgum að taka að sér
umsjón með smíði kirkjunnar og
lána alla vinnu sína fyrst um sinn.
Þetta drengilega tilboð var þegið
með þökkum. En nokkur tími
leið þar til búið var að útvega
teikningar. Þegar þær komu frá
teiknistofu húsameistara rikisms
3. júlí 1961 var þegar í stað“öða
7. júlí s.á., byrjað að graf.ú’Tyrir
grunni kirkjunnar og 22. defem-
ber var lokið að steypa véggi
hennar. Síðan var verkinu haldið
áfram viðstöðulítið, unz kiRtjan
var fullgerð á þessu vori og vigð,
eins og fyrr segir, sl. sunnudag,
23. júní.
I Kirkjan er 92 ferm. að flatar-
máli, steinsteypt með járnvSrðu
timburþaki, veggir múrbúðaðir að
innan og einangraðir með varma-
plasti, súð og trétexi. Hún rúmar
95 manns í sæti. Teikning cr gerð
á skrifstofu húsameistara rikis-
ins, jámateikningar gerði -Fáll
Flygenring.
Þorvaldur Brynjólfsson anuað-
ist smiði kirkjunnar að me«iu og
gröft fyrir, grunni og múrvtarki,
Hann hefur lánað mikið ef bygg-
ingarefni og vinnulaun sin öll. —
Hefur þessi fágæti drengskapur
ráðið úrslitum um það, að kirkjan
komst upp svo fljótt og vel sem
varð. Sóknarmenn hafa eTnnig
lagt fram mikla sjálfboðavinnu,
bæði við steinsteypu og máln-
ingu utan. Brugðust þeir ’vel við
jafnan þegar til þeirra var Ieitað
og komu venjulega fleirl en brýn-
asta nauðsyn bar til, að þvT "ier
formaður byggingarnefndar, frú
Sigríður Jónsdóttir sagði á vígslu
degi.
Frú Sigríður er einnig formað-
ur sóknarnefndar, en með henni
í sóknarnefnd eru Jón Guð-
mundsson, Snartarstöðum og Pét- ,
ur Guðmundsson, Skarði. I
Frú Greta Björnsson gerði teikn
ingu að tilhögun í kór og bekkj-
um og hún og maður hennar,
Jón Björnsson, máluðu kirkjuna
að innán.
Eins og fyrr segir, höfðu konur
í Lundarsókn frumkvæði í þessu
iriáli, en óhætt er að segja, nð
frú Sigríður Jónsdóttir, húsfreyja
Framh. á 14. síðu
XJtanríkisráðherra Dana,
Per Hækkerup, býr um þess-
ar mundir í tilraunaskyni
í setrinu Marienborg, sem er
eign ríkisins. Ætlunin er að
nota húsið fyrir erlenda
gesti, ogr danskir ráðherrar
fá kost á að búa þar. Auk
utanrikisráðherra hafa búið
á Marienborg forsætisráð-
herra landsins, Viggo Kamp-
mann og Ben Gurion, for-
sætisráðherra Gyðingalands.
Kona Hækkerups er ekki
allskostar ánægð með nýja
heimilið. Margt er ekki eins
gott þar og skyldi. Mikla að-
stoð þarf að hafa til að þrifa
húsið og halda því við. Svefn
herbergin eru of lítil og ó-
hentug fyrir starfsfólk. —
Marga aðra galla má telja
upp. En hverjir eru þá kost-
irnir? — Þeir eru: Umhverf-
ið fallegt og friðsælt. Mynd-
in: Utanríkisráðherra og frú
hans standa í anddyri Mari-
enhallar og njóta náttúru-
fegurðarinnar við Furuvatn-
ið.
>wwiwwwwwwwwwwww»wtwwwww»
ALÞÝDUBLAÐIÐ — 29. júní 1963 13