Alþýðublaðið - 29.06.1963, Síða 14
ISBLRÐ
FLUG
Flugfélag íslands h.f.
Skýfaxi fer til Bergen, Osló og
Khafnar kl. 10.00 í dag. Væntan
teg aftur til Rvíkur kl. 16.55 á
morgun. Innanlandsflug: í dag
er áætlað að fljúga til Akureyr
ar (2 ferðir), Egilsstaða, ísaf jarð
ar, Sauðárkróks, Skógasands og
Vmeyja (2 ferðir). Á morgun er
áætlað að fljúga til Akureyrar
(2 ferðir), ísafjarðar og Vmeyja
(2 ferðir).
ILoftleiðir h.f.
Eiríkur rauði er væntanlegur
frá New York kl. 09.00. Fer íil
Luxemborgar kl. 10.30. Snorri
Sturluson er væntanlegur frá
Stafangri og Osló kl. 21.00 Fer
til New York kl. 22.00. Snorri
Þorfinnsson er væntanlegur frá
Hamborg, Khöfn og Gautaborg
kl. 22.00. Fer til New York kl.
23.30
Pan American.
Pan American-flugvél er vænt
anleg frá Glasgovv og London
í kvöld og heldur áfram til New
York.
SKIP
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.
Katla er væntanleg til Seyðis-
fjarðar i dag. Askja lestar á
Austfjörðum.
Hafskip h.f.
Laxá fór væntanlega í gær frá-
Gdansk til Nörresundby. Rangá
ér í Ventspils. Zevenberger los
ár á Norður- og Austurlands-
höfnum. Ludvig P. W. fór frá
Stettin 22. þ.m. til íslands.
Eimskipafélag íslands h.f.
Bakkafoss fer frá Turku í dag
28.6 til Kotka Ventspils og Krist
lansands. Brúarfoss fer frá New
York í dag 28.6 til Rvíkur. Detti
foss fer frá Dublin í dag 28.6
til New York Fjallfoss kom til
ftvíkur 16.6 frá Rotterdam. Goða
foss fór frá Rvík 24.6 til Rott
erdam og Hamborgar. Gullf >ss
-fer frá Rvík kl. 15.00 á morgun
29.6 til Leith og Khafnar. Lagar
foss fer frá Siglufirði í dag 28.6
til Ólafsfjarðar, Keflavíkur og
Hafnarfjarðar. Mánafoss fer frá
Vopnafirði í dag 28.o til Norð-
fjarðar. eykjafoss fór frá Ant
werpen 26.6 til Rvíkur. Selfoss
er á Akureyri, fer þaðan til
Siglufjarðar og Faxaflóahafna.
Tröllafoss fór frá Leith í morg
un 28.6 til Rvíkur. Tungufoss
fór frá Keflavík 26.6 til Khafnar
Gdynia og Khafnar. Anni Nubel
er í Hafnarfirði.
Skipaútgerð ríkisins
Hekla fer frá Kristiansand kl.
18.00 í kvöld áleiðis til Thors-
havn og Rvíkur. Esja er væntan
leg til Rvíkur í dag að vestan
úr hringferð. Herjólfur fer frá
Vmeyjum síðdegis í dag til Þor-
lákshafnar, frá Vmeyjum fer
skipið kl. 21.00 annanð kvöld til
Rvíkur. Þyrill er væntanlegur
til Rvíkur kl. 16.00 í dag írá
Austfjörðum. Skjaldbreið er
væntanleg til Rvíkur í dag frá
Breiðafjarðarhöfnum. Herðu-
breið er á Austfjörðum á suður-
leið.
✓ '
Skipadeild S.Í.S.
Hvassafell fer í dag frá Lenin-
grad til íslands. Arnarfell fór
í gær frá Dale til Flekkefjord
og Seyðisfjarðar. Jökulfell er
í Camden, fer þaðan til Glouc-
ester. Dísarfell átti að fara í
gær frá Ventsniis til Horna-
fjarðar. Litlafell er í Rvík.
He'gafell fer væntanlega á morg
un frá Raufarhöfn til Sundsvall.
Hamrafell fer væntanlega á
morgun frá Rvík tíl Svartahafs.
Stanafell fór í gær frá Rends-
burg til íslands.
Jöklar h.f.
Drangajökull kom væntanlega
til Leningrad í gær. Langjökull
er á leið til Rig'a. Vatnajökull
er í Helsingfors, fer þaðan til
Rotterdam/Antwerpen.
Hafnarfjarðarkirkja; Messa kl.
10 f.h. Garðar og Bessastaða
sókn: Messað að Bessastöðum
kl. 2. Séra Garðar Þorsteinsson.
Neskirkja: Messa kl. 11. Séra
Jón Thorarensen.
Hallgrímskirkja: Messa kl. 11
Séra Sigurjón P. Árnason.
Háteigsprestakall: Messa í há-
tíðasal Sjómannaskólans kl. 11.
Séra Jón Þorvarðarson.
Kirkja Óháða safnaðarins:
Messa fellur niður á morgun.
Séra Emil Björnsson.
Kópavogskirkja: Messa kl. 2.
Aðalsafnaðarfundur verður hald
inn eftir messu. Séra Gunnar
Árnason.
Laugarneskirkja: Messa á sunnu
dag kl. 11 f.h. Séra Magnús Run-
ólfsson.
I IÆKNAR 1
Kvöld- og næturvörður L.R. í
dag: Kvöldvakt kl. 18.00-00.30
Á kvöldvakt: Jón Hannesson. Á
næturvakt: Víkingur Arnórsson
Neyðarvaktin sími 11510 hvern
virkan dag nema laugardaga.
Kvennadeild Verkstjórafélags
Reykjavíkur fer í skemmtiferð
þriðjudaginn 2. júlí kl. 9 f.h.
TJpplýsihgar í símum 17307,
32588 og 10556.
Kvenfélag Háteigssóknar fer i
skemmtiferð í Þjórsárdal, þriðju
daginn 2. júlí. Þátttaka tilky.nn
ist í síma 11813 og 19272.
Sauðfjáreigendur í Reykjavík:
Vorsmalanir í nágrenni iteykja-
víkur hefjast á næstunni með
því að smalað verður að Lög
bergi laugardaginn 29. júní.
Að Hafravatnsrétt sunnudaginn
30. júní og að Hraðastöðum
mánudaginn 1. júlí.
i
Húsmæður í Kópavogi Þær sem
sækja vilja um orlofsdvöl í sum
ar vitji eyðublaða miðvikudag
fimmtudags eða föstudagskvöld
kl. 8-10 í félagsheimilið II. hæð.
Nánar í síma 36790. Orlofsnefnd
in.
i
Kvenfélag Kópavogs' fer í
skemmtiferð sunnudaginn 30.
júní. Upplýsingar í símum:
Austurbær 16424 og 36839,
Vesturbær 16117 og 23619.
Happdrætti blindrafélagsins:
Vinningar eru: Volkswagen stat
ion bifreið að verðmæti 175 þús.
kr. Flugferð til London fyrir tvo
fram og aftur. Hlutir eftir eigin
vali fyrir allt að 10 þús. kr.
Hringferð með Esju fyrir tvo.
Dregið 5. júlí. Vinningar skatt
frjálsir. Unglingar og fullorðið
fólk óskast til að selja m!ða. Góð
sölulaun. — Útsölustaðir: Hress
ingarskálinn við Austurs'ræti,
Sælgætisbúið Lækiargötu 8,
Söluturninn Kirkjustræti. Foss
Bankastræti 6, Söluturninn
Hverfisgötu 74. Sölutuminn
Hlemmtorgi, Biðskvfið við Dal-
braut B!ðskvlið Revkium Sölu
turninn Álfheimum 2, Söluturn
inn Langholtsvegi 17R Sölut.urn
inn Hálogalandi, Nesti við Ell-
iðaár. Ásinn Gremíevp*1. ^ölu-
turninn Sogavegi 1. Sö'ut.urnínn
PÚ^'aðaveg. — t Uatnqrtirði:
Miklubraut og Söluturninn við
R!|*skúlið við Álfatoii Rúkabúð
ORvers S+eins. Verzb'n Tóns
Matthíasarsonar og Nvia ’iíla-
stöðin. 4'
KANKVÍSUR
Kosningarnar fóru eins og blöðin bjuggust vi9,
og sárafítil aívara, þótt hvorir aðra níði.
Þær eru bara leikur, sem settur er á svið,
og sáralítil alvara, þótt hvorir aðra nvði.
Og allir flokkar segjast hafa aukið við sitt lið.
Og allir stóðu sig með mestu prýði.
Og forinffiarnir sögðu nokkur orð í útvarnið.
— Evsteinn lagði kollhúf«r. pn H?nnihp| hót stríði.
Kflwvuíé
Framhald af 1. síðu.
komulag, er gert hefði verið, en
ella yrði.
Bæjarfulltrúi kommúnista hélt
því fram á fundinum, að hinn nýi
meirihluti sýndi valdníðslu með
því að gefa ekki minnihlutanum
fulltrúa í 2ja og 3ja manna
nefndum, enda þótt minnihlutinn
hefði ekki atkvæðalegan styrk til
þess að liljóta fulltrúa í þeim
nefndum. Kristinn Gunnarsson
sagði í því sambandi, að hinn nýi
meirihluti myndi eingöngu beita
valdi sínu í þágu hagsmunamála
Hafnarfjarðar. Það yrði ekki um
neina valdníðslu að ræða, en það
yrði heldur ekki gefið neitt af því
valdi, sem liinn nýi meirihluti
hefði í krafti atkvæðamagns þess,
er hann hefði hiotið í löglegum
kosningum.
Kristinn sagði, að öllum almenn
ingi í Hafnarfirði hefði orðið það
Ijóst undanfarið, að sú óvissa, er
ríkt hefði undanfarið í sambandi
við stjórn bæjarins gæti ekki
gengið lengur. Enginn starfhæfur
meirihluti var til staðar og slíkt
ástand gat ekki gengið áfram. Nú
hefði sterkur meirihluá verið
myndaður og samið un fram-
kvæmd ákveðinna framfaramála
Hafnarfjarðar. Kristinn sagði, að
ekki hefði verið samið um stöður
eins og oft vildi verða í samstarfi
flokka, heldur fyrst og fremst um
málefni.
Kristinn sagði, að það væri ekki
óeðlilegt að stjórnarflokkarnir
tækju höndum saman um stjórn
Hafnarfjarðarbæjar. Þjóðmál og
bæjarmál væru ekki svo óskyld
sem margir vildu ætla. Sem dæmi
tók hann, að núverandi rikisstjórn
hefði tekizt að koma fjármál-
um þjóðarinnar í svo gott
horf að lánstraust þjóðarinnar
hefði verið endurreist erlendis og
ástæður skapazt til þess að taka
hagkvæm lán ytra til hafnar fram-
kvæmda, uppbyggingu fiskiðju-
vera og fleiri framfaramála. Vissu-
lega væri eðlilegt að hinir sömu
flokkar og gert hefðu þerta kleift
unnu saman að framfaramálum í
Hafnarfirði. Kvaðst Kristinn telja,
að eins og nú væri málum háttað,
mundi það bezt vera í samræmi
við hagsmuni Hafnfirðinga að Al-
þýðuflokkurinn og Sjálfstæðis-
flokkurinn stjórnuðu bænum sam-
an. Kvaðst hann í engu kvíða dómi
Hafnfirðinga um ákvarðanir Al-
þýðuflokksins í þessu efni.
Er fulltrúar allra flokkanna
höfðu gert grein fyrir afstöðu
sinni til hins nýja meirihluta,
hófst kjör forseta bæjarstjórnar
og nefnda. Forseti var kjörinn
Stefán Jónsson (S) en varaforseti
Þórður Þórðarson (A).
í bæjarráð voru þessir kjörnir:
Kristinn Gunnarsson (A) Vigfús
Sigurðsson (A) og PáU Daniels-
son (S).
í útgerðarráð voru þessir kjörn-
ir: Kristinn Gunnarsson (A) Egg-
ert ísaksson (S) Stefán Jónsson
(S), Guðlaugur Þorsteinsson (A)
og Kristján Andrésson (K). í bygg-
ingarnefnd voru þessir kjörnir:
Stefán Jónsson (S) og Vigfús Sig-
urðsson (A) úr hópi bæjarfulltrúa
en utan bæjarstjórnar Kristmund-
ur Georgsson og Þóroddur Hreins-
son. í hafnarnefnd voru kjörnir:
Eggert ísaksson (S), Þórður Þórð-
arson (A), Yngvi Baldvinsson (A)
og Einar Karl Magnússon (F)
í framfærslunefnd voru kjörnir
Guðmundur Guðgeirsson, Þórður
Þórðarson og Sigurður Kristinsson.
Fulltrúar í stjórn Sparisjóðs
Hafnarfjarðar voru kjörnir Stefán
Gunnlaugsson (A) og Stefán Jóns-
son (S). Nokkrar aðrar kosningar
fóru fram og verður skýrt frá
þeim á morgun.
BREIUM HOTAÐ
BANA í JEMEN
Aden, 27. júní
(NTB—Reuter)
EGYPZKUR liðsforingri hót-
aði í dag að skjóta 18 brezka
hermenn, sem villtust yfir
landamæri Aden-verndar-
svæðisins og Jemen um helg-
ina. Þeir hafa síðan setið í
fengelsi í Jemen.
Brezkur lautinant, sem hef-
nr heimsótt hermennina í
tollstöðinni í Maavak, sem
er skammt frá landamærun-
um, sagði í dag, að 16 her-
mannanna hefði veriff hótað
með byssum, sem er nm átta
km. lengra frá landamærun-
um.
í gær var sagt að Bretarn-
ir hefðu gert hungurverkfall
í mótmælaskyni við að verða
fluttir lengra inn í landið.
Skrifstofur vorar verða lokaðar
í dsg (laugard. 29. júní) vegna skemmtiferðar
starfsfólks.
Skipaútgerð ríki«ins.
14 29. júní 1963 — ALÞÝÐUBLADIÐ