Alþýðublaðið - 05.07.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.07.1963, Blaðsíða 2
 , csiaqortr: GidU J. AsipOrssor (0b< »s uenedlkt Grönaai.—AOstoOanttstjOn < SfOrgvla GuCmundseon - Fréttastjórl: Sigvaldl Hjálmarsson. — Blmar. I M80Q - 14 JOJ — 14 903. Auglýsingaslmi: 14 906 — AOsetur: AlþýOuhúslO * «. rrenamiój a AlþýOublaOstns, Hverfisgötu 8-16 — Askriftargjald kr. 65.00 • <i manutv. I íataaaölu kr. 4 00 eint. Utgefandb AlþýOuflokkurina KJARADÓMUR .KJARADÓMUR befur nú 'kveðið upp fyrsta úrskurð sinn og í einni svipan gerbreytt 'launa- ;málum opinberra starfsmanna. Ættu launa- greiðslur ríkisins nú að verða í meira samræmi við kaupgjald atvinnulífsins en áður hefur verið, og ríkið að 'geta tryggt sér eðlilegan hlut af beztu .starfskröft.um þjóðarinnar. Flestir hafa verið sammála um, að óhjákvæmi- ;tegt iværi að gera breytingu á kjörum starfsmanna ríkisins. Hins vegar kunna að verða skiptar skoð- anir um niðurstöður kjaradóms. Hann er að því leyti stefnubreyting í íslenzkum launamálum, að bilið milli hinna lægstu og hinna hæstu er aukið verulega, en hingað til hafa íslendingar talið sér það tií gíldis, hve þetta bil var lítið. Þó er þessi breyting' ekki eins mikil og tölurnar gefa til kynna. Þótt æöstu embættismenn ríkisins hafi ekki nema 10 500 krónu mánaðarlaun í dag, eru þeim veitt- 'ar margvíslegar uppbætur, sem nú hljóta að hverfa, svo að raunveruíeg kauphækkun þeirra er ekki eins mikil og taxtahækkunin. Er.fitt er á þessu stigi að spá um afleiðingar þessa sögulega úrskurðar. Ef aðrar stéttir telja hann tilefni til að gera nýjar kröfur, getur úrskurð- urinn dregið mikinn slóða á eftir sér. Tíminn einn :mun leiða það í ljós. j Eitt er þó hægt að segja nú þegar. Það er að ; verða launabylting í landinu. Vinna launþegans er : meira metin en hún áður var, og fyrirtækin verða j að greiða meira fyrir hana. Þýðir ekki að kvarta eða bera við getuleysi. Hinn aukna launakostnað verður að greiða með aukinni tækni, betri vinnu- torögðum og meiri afkostum. Fyrirtæki, sem ekki ■geta greitt, fá ekki starfslið. Bendir reynslan til, að greiðslugetan sé mikil og almenn, eins og yfir- toorganir bera með sér. Þróun launamálanna, samningar, úrskurðir og .launaskrið, er eitt þýðingarmesta mál þjóðarinn- , ar. Breytingar til hins betra eru að koma og þær verða að koma. En jafnframt er rétt að hugsa um ihagsmuni. heildarinnar og setja ekki efnahagslíf þjóðarinnar úr skorðum. Það mundi koma öllum í koll. A slíkum tímum ber einnig að hugsa vel um hag hinna lægst launuðu. Stórir hópar vinnandi manna hafa takmarkaða möguleika til að njóta góðs af framvindu launamálanna. Þjóðfélag okk- ar verður, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki dæmt eftir iaunum ráðuneytisstjóra — heldur vérkamanna. HANNES A H O □ a E 01 EFTIR ÞVÍ sem blöðin flenna út íþróttafréttir virðist vegur íþrótt anna minnka. Eftir því, sem kjör almeunings batna, eftir því virðist afrekum þeirra ungru manna og kvenna sem stunda íþróttir, fara fækkandi. Þetta er furðulcgr út- koma. Égr hef fylgrzt með íþrótta- lífinu í næstum fjóra áratugri og aldrei held ég að útkoman hafi v>r ið eins léiegr ogr nú. HVAÐ VELDUR ÞESSU? Er það vinnukapp ungu mannanna, sem þreytir þá svo, að þeir geti ekki náð þeim árangri í íþróttum sem áður var? Eða er um of mikla óreglu í einkalífi að ræða? Ég spyr af því að ég skil ekki útkom una, en ekki af því að ég vilji ásaka einn eða neinn. Það er lítið upp úr íþróttunum að hafa fyrir þá, sem hugsa mest um fjármálin Og það er til dæmis óhæft, að í- þróttafélögin skuli ekki geta tryggt leikmenn eína nógu örugg- lega. NÝLEGA SLASADIST ágætur og fjölliæfur íþróttamaður og slysið er alvarlegt, en trygging hans sama og engin. Það getur ekki verið, að aukaslysatrygging sé dýr, því að sem betur fcr, eru slyg á leikvöngum ekki tíð. En í- þróttamennirnir verða að vera vel tryggðir. Vel getur verið, að ein mitt þetta dragi úr dugnaði iþrótta æskunnar og fjölda liennar. Ein hver skýring hlýtur að finnast á niðurlægingunni. HANNES JÓNSSON segir í bréfi: „Ég kem til þín, vinur, með vandræði ný. Nú er það Grettis- gatan, sem nær frá Tugthúsinu inn á Rauðarárstíg. Þarna er bíll við bíl götuna á enda. Þó eru ekki svo margir auðmenn og bílaeigend- ur við Grettisgötuna, heldur er gatan öli eitt bílastæði fyrir bur- geisana við Laugaveginn. En ég skil ekkert í Umferðarnefndinni að hún skuli ekki athuga þetta. Það er sannarlega lífsháski, ef ckki verra, að ferðast um Grettisgöt una, hvort heldur er um götuna eða gangstéttirnar. TRYGGVI GAMLI Gunnarsson vildi , hafa Grettisgötuna 50% breiðari, er hún var lögð. En hin- ir í bæjarstjórninni töldu hann vitlausan. Móvagnar gátu mæzt það var nóg. Þarna er einn elzti barnaleikvöilurinn. Og börn eru allt.af börn þó að gæzlukonurnar séu góðar. OG SVO ERU ÞAÐ gangstéttirn ar frá Frakkastíg og vestur úr. Þær eru ekki hellulagðar og fyrir það er gatan enn verri og sóðalegri Bílarnir aka jafnt gangstóttirnar og götuna, vegna þrengsla, og hjólförin skerast langt niður í jarðveginn, þegar úrkoma er. Gat an verður ein forarleðja. Leggið leið ykkar að Höfðatúni 2 Bílasala Matthíasar. IIKf MMIIIMIIIIIIIIIIIIIIHI :|IIIIIIIIIIIIIIII*II*,,,,,I,,,,,I1,,,,,:* + Niðurlæging íþróttanna. ^ Hvað veldur henni? Slysatryggingar of litlar. + Öngþveitið á Grettisgötu. VÆRI NÚ EKKI HÆGT að gera góðverkið fullkomið með því, að koma umferðinni í lag og hellu- leggja- gangstéttimar. Það stend- ur varla á húseigendum að borga sinn hluta af hellulagningunni. „Nej, nej, nej. Ikke om De saa kom með hele Skuggahverfi", sagði Tofte gamli bankastjóri, þegar mað urinn vildi selja honum víxilinn. Ég vona að borgarstjórnin svari ekki eins, þegar hún er beðin. Og svo eru þetta nær eingöngu Guðs- börn, sem búa við Grettisgötuna, aðeins einstaka kommúnisti, eng- inn Framsóknarmaður." ÞAÐ E AUGLJÓST AÐ ; ] ÓDÝRASTA UPPHITUNIN , í DAG ER RAFGEISLAHITUN. RAFGEISLAHITUN H.F. GRENSÁSVEG 22 — Sími 18600. IMMWMWWWWWMWWWWWWH'lWtWWWWWf Verksmibjufólk vantar nú þegar. él CEISLRHITUN Grensásvegi 22 — Sími 18-600 MfWtimWHWMMMtmMWMMWWMWWMWWMMWW 2 5. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.