Alþýðublaðið - 05.07.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.07.1963, Blaðsíða 3
15(1 SÉRFRÆDIHGAR A VEC> Þ STARFA IPAKISTAN Félag1 Sameinuð'u þjóðanna á Is landi boðaði blaðamcnn á sinn.' fund á miðvikudaginn, en þar gafst blaðamönnum kostur á áð ræða við ívar Guðmundsson, en hann er for stöðumaöur uppiýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Pakistan. ívar Guðmundsson er annar af tveimur íslendingum, sem eru fast ir starfsmenn Sþ. Hinn íslending- urinn er Kristín Björnsdóttir, en hún virinur við skjalavörzlu í að- alstöðvum samtakanna í New York Eins og áður segir ræddi var við blaðamenn og svaraði spurn ingum* þeirra og fer hér á eftir stuttur útdráttur úr því sem hann sagði. AðiMarríki Sþ eru nú 111 tals- ins. Sþ hafa upplýsingaskrifstofur í 45 löndum. Hlutverk þeirra er að kynna almenningi í aðildarríkjum Sþ hvað Sþ eru og hvers þær eru megnugar. Fundir, þar sem fram fara stór pólitísk átök bera hæst' í starf- semi Sþ og hljóta mesta athygli fjöldans, en aðrir þættir starfsem innar sem vissulega eru ekki ó- merkari falla meira í skuggann. ■ Fólk veit oft minna um menningar- og mannúðarstarfsemi Sþ, sem visslega er afar þýðingarmikill. i Stuðningur Sþ við Pakistan er ! Sjópróf á Norbfirði Neskaupstað í gær. Sjópróf hófust í Neskaupstað í dag vegna árekstrar síldarbátsins Guðbjargar og brezks togara. Skip in rákust á í svartaþoku í gærmorg un 10,8 sjómílur út af Norðfjaröar horni. Guðbjörg var á 7-8 nulna liraða er áreksturinn varð. Bak- borðskinnungur Guðbjargar brotn aði mikið og rifa kom einnig á síðu togarans. Togarmn fylgdi Guð björgu að Dalatanga, en hélt síð an heim á leið. Guðbjörg var á leið til lands með 250 mál af sild, er á- reksturinn varð. 'Hélt hún fyrst til Seyðisfjarðar, en síðan til Nes kaupstaðar og var tekin í slipp í dag. Talið er að það muni aka þrjár vikur að gera við skemmd- irnar. Engin slys urðu á mönu- um og enginn sjór komst í bátinn enda voru skemmdirnar ofarlega. Guðni að mestu leyti fólginn í tæknilegri | aðstoð. Sþ hafa aðstoðað ýmsar þjóðir, sem eru í hröðum uppvexti örri þróun, með því að láta þeim í té sérfræðinga á ýmsum sviðum til þess að stuðla að uppbygging- unni og treysta hana. í Pakistan eru starfandi 150 sér fræðingar frá Sþ. Þeir eru launaðir af viðkomandi ríkisstjórn og Sþ. Ekki geta Sþ ákveðið það sjálfar í hvaða grein sérfræðileg aðstoð skal látin í té í hverju landi, held ur verður viðkomandi ríki að óska eftir aðstoð í ákveðinni sérgrein. Þetta er vegna þess að Sþ hafa ekki vald til að skipa fyrir og verð ur því að koma fram beiðni cða ósk frá hverju aðildarríki, ef Sþ eiga að koma því til aðstoðar. Sérfræðingaaðstoð Sþ í Pakistan er h;n margvíslegasta. Hinn kunni íslendingur Guðjón Illugason t.d. leiðbeinir og kennir íbúum Pakist an fiskveiðar. Annar sérfræ,9ing ur leiðbeinir um hænsnarækt. Þá eru í Pakistan danskir sérfræðing ar í mjólkurframleiðslu, til þess að stuðla að því að framleiðsla mjólkur í Pakistan verði bæði hag kvæm og heilsusamleg. Svissnesk ur sérfræðingur leiðbeinir um framleiðslu á ýmsum tækjum, eins og úrum, loftvogum og þess hátt ar hlutum, og svona mætti lengi telja. Þá er heilbrigðismálastofnunin að vinna geysilega mikilvæg störf í þágu Pakistan. Er nú verið að vinna að útrýmingu maiaríu þar en hún er mjög útbreidd á Ind- landsskaga. Tekizt hefur að stemma stigu við þessari veiki í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafsins og víðar. Barnahjálp Sþ vinnur líka merki legt og gott starf, þar sem mæðrum og börnum er hjálpað í hreinlæt- ismálum og uppeldismálum. Pencillínverksmiðja hefur verið rist í Pakistan á vegum Sþ og hefur hún þegar mörgu góðu komið til leiðar. í Pakistan er sárasjúkdóm ur, sem nefnist Yow, mjög út- breiddur og þjáir marga. Nú er hægt að lækna þennan sjúkdóm algerlega með einni penisillin- ■ sprautu, söm kostar sem svarar til 10 krónum íslenzkum. Stofnanir Sþ eru víðar en í New York. Víða um heim eru systra- stofnanir þeirra, sem eru alger- lega sjálfstæðar með eigin fjárhag og framkvæmdavald. í Pakistan eru 95 milljónir manna. Höfuðborgin heitir Rawal pindi. En utanríkisþjónusta lands ins hefúr aðsetur sitt í Karachi og þar fer um allt flug austur og að austan. Karachi er -því aðalmið stöð landsins. Nú eru íbúar Pak istan að byggja sér nýja höfuðborg og á hún að bera heitið Islamabad. ívar Guðmundsson er búinn að vera tvö ár í Pakistan og líkar vel við land og þjóð. Hefur hann ný- lega óskað eftir að fá að vera þat tvö ár til viðbótar, en skipunar- bréf hans hljóðar upp á tvö til fjögur ár. Frh. á 14. siðu. VINSLIT LlKLEGUST MOSKVA 4.7 Sovézka utanrík- isráðuneytið hélt því fram í opin- berri yfirlýsingu í dag, að dreifing bréfs kínverska kommúnistaflokks ins um hinar hugmyndafræðilegu EKKI SAMKOMULAG UM LANDBÖNAÐARPÓLITÍK íbúðirnar komu á númer 57172 og 40961 í fyrradag var dregið í 3. fl. Happdrættis DAS um 150 vinn inga og féllu vinningar þannig: 2ja herbergja íbúð Ljósheim um 22, 2. hæð D tilbúin undir tréverk kom á nr. 57172 Aðal- umboð. 2ja herbergja íbúð Ljósheimum 22, 4. hæð B til- búin undir tréverk kom á nr. 40961 Hreyfili. SAAB fólksbifreið kom á nr. 61864 Aðalumboð. TAUNUS 12M Cardinal fólksbifreið kom á nr. 38746 Aðalumboð. Bifreið eftir eigin vali kr. 120. 000.00 kom á nr. 26098 Keflavík. Bifreið eftir eigin val kr. 120.000. 00 kom á nr. 25094 Aðalumboð. Eftirtalin númer hlutu húsbúnað fyrir kr. 10.000.00 hvert: 7503, 14708, 16983, 21857, 35582, 38536, 47456, 50717, 54972, 59665. Myndir frá Kúbu og A-Þýzkalandi sýndar í Nýja bíói Nk. LAUGARDAG kl. 2 e. h. mun Félagið Varðberg halda kvikmynda sýningu í Nýja Bíó. Verða þar sýndar nokkrar kynningar- og fréttamyndir frá ýmsum löndum. Félagið hefur áður haft kvik- myndasýningar fyrir almenning og voru þær mjög fjölsóttar. Hef- ur því verið ákveðið að gera sýn- ingar þessar að föstum lið í starf- semi félagsins og verða þær í sumar haldnar mánaðarlega, en tvisvar í mánuði í vetur. Starfsemi þessi hefst með því, að sýndar verða þrjár myndir:: 1. KÚBA BÍÐUR. Sýnir hún, er einvaldinum Batista var steypt af stóli með þjóðbyltingu Kúbu- búa og einnig, hvernig byltingin var svikin af Castro og kommún- istahjörð hans með fulltingi rúss- neskra vopna. Myndin er með ís- lenzku tali. 2. Bændur undir f ógnar- stjóm kommúnista. Fjallar sú mynd um aðgerðir hinna komm- únisku yfirvalda í Austur-Þýzka- landi gegn sjálfseignarbændum. Myndin er með ensku tali. 3. Suð-Austur-Asíubanda- lagið. Kynnir sú mynd hinar ýmsu þjóðir bandalagsins og siðu þeirra. Er hún í litum og með íslenzku tali. Ókeypis aðgangur að sýningum þessum er öllum heimill, meðan húsrúm leyfir, en börnum þó ein- ungis í fylgd með fullorðnum. wa deilur kommúnistaflokka Rúss- lands og Kína væru skýrt brot á ákvörðun sovétstjórnarinnar. Er m.a. vikið að því, að kínverskir járnbrautastarfsmenn hafi dreift bréfinu á viðkomustöðum. AFP hefur það eftir mönnum, sem fylgjast vel með í Moskva, að sé að ræða af fyrirhuguðum við- um þrjár hugsanlegar niðurstöður ræðum Rússa og Kínverja um hug myndakerfi kommúnismans: tengsl flokkanna verði alveg rofin, mála miðlun náist eða ástandið verði óbreytt. Hallast flestir að því, að viðræðurnar muni leiða til al- •gjörra vinslita. Fréttaritari Reuters segir, að viðræðurnar hefjist, er ástand í samskiptum ríkjanna sé verra en nokkru sinni. Miðstjórn rússneslca kommúnistaflokksins lýsti því yfir í dag, að bréf Kínverja í júnilok hafi verið ein af mörgum, ástæðu lausu árásum Kínverja á hug myndafræðilega afstöðu Sovét- ríkjanna. Fyrirlestur Kjeld Philip er í dag Efnahagsmálaráðherra Dana, dr. Kjeld Phiiip, flyt ur fyrirlestur í boði Há- skólans í dag kl. 5.30. Fyrir- lesturinn, sem verður flutt- ur á dönsku, fjallar um af- leiðingar aukinnar efnahags samvinnu Evrópu. Fyrirlesarinn hefur lcngi verið prófessor í viðskipta- fræði og fjármálafræði við háskólana í Árósum, Stokk hólmi og Kaupmanuahöfn. en ráðherra hefur hann verið síðan 1957. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. Áhrif á kjör þiísunda manna BONN 4.7 (NTB-AFP) Viðræðum Frakka og Vestur-Þjóðverja í dag enduðu, án þess að samkomulag næðist um þau mál sem til þessa liafa liindrað Frakka og Þjóð- verja í aö samkomulag um sam- eiginlega stefnu í landbúnaðarmál um innan Sameiginlega markaðs- ins. í meginatriðum urðu aðilar sammála um að stinga upp á, aö samin verði EBE-áætlun um þetfca vandamál. Það var talsmaður vestur-þýzku stjórnarinnar, Karl Giinther von Hase, sem tilkynnti þetta. Hann skýrði frá því, að náðst hefði samkomulag um a'ð skiptast á frönskum og vestur-þýzkum her deildum. í sambandi við ákvörðun Frakka um að draga mestan hluta franska Atlantshafsflotann undan stjórn NATO, sagði von Hase, að Vestur-Þjóðverjar hefðu látið í ljós von um, að slikt yrði gert á þann hátt, að það kæmi sér ekki illa fyrir NATO eða Frakkland. | Þeir dé Gaulle ag Adenauer ræddust við um alþjóðamál, en á öðrum stöðum í forsætisráðuneyt inu í Bonn ræddust ráðherrar þe'rra við um ýmis mál, pólitísks hernaðarlegs og efnahagslegs eðlis. VERKFALL HJÁ SAS Stokkhólmi, 4. júlí. (NTB). UNNIÐ var að því í dag af alefli að reyna að afstýra tveggja sólarhringa verk- falli, sem sænskir og dansk- ir flugmenn hjá SAS hafa boðað um hclgina. Aðeins hefur verið boðað verkfall í flugi frá Skandínavíu. mMmmmmmmmmmmmmmm ÚRSKURÐUR sá, sem Kjaradóm- ur kvað upp í fyrradag mun hafa áhrif á kjör nálega 400 starfs- manna ríkisins, auk ýmissa ann- arra starfshópa, sem að einhverju leyti fylgja kjörum ríkisstarfs- manna. Ekki mun enn vera ráðið hvenær farið verður að greiða hið nýja kaup, enda starfi samninga- nefndir ríkisstjórnarinnar og Kjararáðs BSRB engan veginn lokið ennþá. Þessir aðilar þurfa nú að taka afstöðu til skipunar einstakra starfsmanna í launaflokka. Kemur þar til samræming á starfsheitum og ný starfsheiti, sem ákvarða skal hvar skipa skal í flokk. Munu Kjararáð og samninganefndin nú vera að vinna að þessu hvor í sínu lagi, en senda þó tillögur á milli. Næsta skref verður svo sam- eiginlegir fundir nefndanna og til- raunir til að ná samkomulagi um þessi atriði. Tekst það'ekki, ber að senda málið til Kjaranefndar, er fellir endanlegan úrskurð. Óvíst vh'ðist vera enn, hvort byrjað verður að greiða hið nýja kaup strax þeim, sem örugglcga eiga heima í ákveðnum flokkum, eða hvort beðið verður þar til endanlega er búið að úrskurða um skipun allra í launaílokka. ★ BRÚSSEL: Ekki tókst að ná samkomulagi milli stjórnarflokk- anna í dag í „ tungumála-deilunni“ en ný tilraun verður gerð á morg- un af eins konar pólitískri nefnd, sem í eiga sæti ráðherrar og full- trúar þingsins og aðrir stjórn- I málamenn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 5. júlí 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.