Alþýðublaðið - 07.07.1963, Síða 1
Verkfall boðab
á Akranesi
, Samningaumleitanir verkalýðs-
félagsins á Akranesi og atvinnurek
enda fóru út um þúfur si. þriðju-
dagskvöld, eins og áður hefur ver
ið sagt frá hér í blaðinu. Aðal-
deiluefnin eru um launajafnrétti
karla og kvenna og um kaup ungl-
inga. Auk þess er ágreiningur um
ýmis smærri atriði.
Á miðvikudaginn var lialdinn
SuimargleSin
getur endað tlia,
ef jbilS aSci'ð ekki
variegal
fundur i verkalýðsfélaginu, þar
sem mál -þessi. voru rædd. Vorn
fundarmenn mjög samhuga og fólu
trúnaðarmannaróði félagsins að
boða vinnustöðvun með löglegum
fyrirvara, jafnframt því sem etjórn
inni var falið að annast frekari
samningaviðraeður af hálfu verka-
lýðsfélagsins.
Trúnaðarmannaráð verkalýðsfé-
lagsins kom svo saman til fundar
á fimmtudagskvöldið og var þar
ákveðið að boða vinnustöðvun frá
og með 14. þ.m., sem er á sunnu-
daginn kemur.
Engir viðræðufundir deiluaðila
hafa farið fram síðan að slitnaði
upp úr samnngaumleitunum á
þriðjudagskvöldið.
Dyrum lok-
a5 í Moskvu
Moskvu, 6. júlí
FULLTRÚAR kommúnista-
flokka Sovétríkjanna og
Kína halda áfram viðræðum
sínum, sem hófust í gær, fyr-
ir luktum dyrum.
Fréttamenn fá ekki að
hlusta á viðræðurnar og ó-
Iíklegt er talið, að gefin
verði út yfirlýsing um við-
ræðurnar fyrr eu að þeim
loknum.
Rússar hafa ekki deilt á
Kínverja í dag eins og þeir
hafa gert undanfarið, en
hins vegar gerði fréttastofan
kínverska, Nýja Kína, liarða
árás í dag á stefnu Rússa
-um friðsamlega sambúð og
afvopnun.
Rússnesku fulltrúarnir eru
sakaðir um að reyna að gera
Moskvuviðræðurnar að á-
róðursfundi gegn tíínverjum.
UNDIR JÖKLI
EITT MESTA framkvæmdasvæði
I landsins er nú á Snæfelfsnesi, en
þar verður unnið að hafna- og vega
I gerð fyrir 50-60 milljónir króna á
þessu sumri og næsta. Mestar eru
framkvæmdir á Rifi, í Óiafsvíkur
enni og i Ólafsvík, á því svæði,
sem kortið sýnir. Hefur þetta
svæði, sem er taiið eiga mikla
framtíð fyrir höndum, verið kall-
að Jökulbyggð, og byggjast vaxtar-
möguieikar þess á nálægð við auð-
ug frskimið undan Jökfí, sem hægt
verður að hagnýta betur jafnskjótt
og viðunandi hafnir verða gerðar.
, Framkvæmdir eru í stuttum
dráttum þessar:
ÓLAFSVÍKURENNI
er hinn mikli farartálmi milli
Sands pg Ólafsyikur, og verður að
sprengja og brjóta veg i þver-
hnýptri hlíðinni. Þegar vegurinn
hefur verið lagður, verður örstutt
á milli, og mun það bæta skilyrði
beggja staða. Vegargerð þessi
kostar um 10 milljónir og var boð-
in út. Er vinna hafin, en of snemmt
að segja, hvemig verkið muni
ganga.
í RIFSHÖFN
er ákveðið að gera stórfelldan á-
fanga f landshöfninni í ár og
næsta ár. Hefur vitamálastjórinn
látið flytja táeki til Rifs og verður
unnið mikið í sumar. Samtals
munu framkvæmdir tveggja ára
kosta um 35 milljónir.
í ÓLAFSVÍK
liefur verið ákveðið að gera lok-
aða höfn, og verður fyrst gerður
nýr hafnargarður á móti þeim,
sem fyrir er. Hefur vitamálastjóri
KORTIÐ sýnir Ólafsvík,
Enni, Rif og Sanð. Sam-
kvæmt framkvæmdaáætlun
ríkisstjórnarinnar vcrður
unnið fyrir tugri milljóna á
þessu svæði í ár til að skapa
þarna nýtt og stórbrotið at-
hafnasvæði við ein auðug-
ustu fiskimiðiu. Miklar hafn-
arframkvæmdir verða á Rifi
og í Ólafsvík og vegurinu
gerður á milli. Er þar um að
ræða kaflann frá C til D á
myndinni, undir sjálfu Enn-
inu, og hefur það verk verið
boðið út. Kaflinn frá Sveins
stöðum út að Rifi verður þó
ekki lagður í sumar.
nýlega verið á ferð þar vestra
til að velja grjótnámu fyrir hinn
nýja garð. Framkvæmdir tveggja
ára munu kosta um 6 milljónir.
Framh. á 14. síðu
K & K SKiPTAST
A ORÐSENDINGU
WASHINGTON 6. júlí. Kennedy
Bandaríkjaforseti og Krústjov for
sætisráðherra Sovétríkjanna hafa
enn skipzt á orðsenF.ingum og
stjórnmálamenn í Washington
ræða nú mjog möguleikana á tak-
mörknðu banni við tilraunum með
k j arnorkuvopn.
í orðsendingu sinni tekur Kenn
edy forseti undir ósk Krústjovs um
að reynt verði að draga úr spenn-
unni í samskiptum austurs og vest
urs og ná samkomulagi um mestu
ágreiningsefnin.
Stjórnmálamenn í Wastington
ræða tillögu Krústjovs ur i tak-
maykað bann við kjarnoriiutil-
raun.um og griðasáttmála milli
Varsjárbandalagsins og Atlantshaf
bandalagsins.
Kennedy forseti mun ekl i vera'
Framh. á 14. síðu