Alþýðublaðið - 07.07.1963, Side 3

Alþýðublaðið - 07.07.1963, Side 3
Benedjkt Gröndal skrifar um helgina: Verðmætt ÓSIGUR dönsku stjórnarflokk- anna í þjóðaratkvæðagreiðslu nm jarðalögin hefur vakið mikla athygli. Hefur þessi nið- urstaða verið túlkuð sem ósig- ur ríkisafskipta almennt, enda þótt málið sé í rauninni flókn- ara en svo. Hitt virðist aug- ljóst, að áróður þess efnis, að ríkið ætlaði að taka jarðir og lóðir af mönnum, hefur haft megináhrif gegn frumvörpun- um. Tilgangur frumvarpanna var að tryggja, að danskt land verði áfram í danskri eign, enda þótt Danmörk gengi í Efnahags- bandalag Evrópu. Hafa Þjóð- verjar nú þegar sótzt mjög eft- ir jarðakaupum í Danmörku, sérstaklega á Jótlandi. Þá var ætlunin að tryggja skynsam- lega hagnýtingu landsins fyrir borgir og bæi, iðnað, landbún- að og tómstundalíf. Loks var ætlunin að hindra jarðabrask. sem hefur verið vaxandi, sér- staklega í sambandi við út- þenslu danskra borga. Hér á landi er aðstaða í þessum málum gjörólík því, sem Danir eiga við að stríða. íslendingar búa í stóru landi og geta haft rúmt um sig, en á- sókn útlendinga í jarðir hefur verið lítil. Þetta getur þó breytzt á næstu áratugum. Fjölgun mannkynsins er svo gifurleg, að jarðnæði mun verða talið meira og meira hnoss í næstu framtíð. Þrátt fyrir þetta eru þegar risin upp ýms vandamál hér innanlands á þessu sviði. Efna- menn í kaupstöðum og kaup- túnum hafa vaxandi til hneig- ingu til að eignast jarðir og getur farið svo næstu ár, að fleiri og fleiri jarðeigendur sitji í Reykjavík eða öðru þétt ■ býli — en leiguliðunum fjölgi, ef þeir fást einhverjir. Þá er sýnileg tilhneiging til að kaupa góðar jarðir vegna hlunninda, ekki sizt laxveiði, og fara marg- ar slíkar jarðir í eyði. Þarna koma fjársterk fyrirtæki til sögunnar, en nú þykir siálf- sagt að stórfyrirtæki sjái ráða- mönnum sínum og vildarvin- um þeirra f.vrir laxveiði með öllum þægindum. Það er nauðsynlegt að vernda góð landbúnaðarhéruð gegn slíkri ásókn og fyrir- byggja, að jarðir falli í evði vegna hlunninda. Þetta verður að gera með löggjöf, en jafn- framt væri rétt að taka stór landssvæði og gera að þjóð- görðum, bar sem landsmenn geta komið og verið sér til hvíldar og ánægju. Bílaumferð með skemmtiferðafólk er orð- in svo mikil, að skortur er á hentngom svæðum til að tjalda eða dveliast til skemmtunar. Önnur og alvarlegri hlið á jarðeimamálum snýr að bænd- um siálfum. Þeir eru fáir, sem vilia að ríkið eigi jarðirnar, heldur vilia þeir eiga þær siálf ir. Það bvðir, að hver kvnslóð verður að greiða andvirði jarð- anna, nema um einbirni sé a5 ræða, sem erfir jörð heila. Þetta hefur þegar skapað mikil vandamál, þar sem byggingar, ræktun og áhöfn hafa gert jarðirnar dýrar. land Ekki verður hjá því komizt að setja upp nýja lánasjóði eða stórefla þá, sem fyrir eru til að tryggja, að uppvaxandi kyn- slóð geti hafið búskap og tekið Við jörðum. Jafnframt vérður að leysa félagslegan vanda dreifbýlisins, meðal annars með því að reisa nýbýlaþorp, þar sem byggðin er dregin saman , enda þótt búin séu að- skilin. Mér virðast ærin verkefni bíða íslendinga í jarðamálum á næstunni, og eru þessi þeirra helzt, þótt nefna mætti mörg fleiri: 1) Tryggja verður, að íslenzkt land verði áfram íslenzk eign. 2) Fyrirbyggja verður brask með jarðir. 3) Hindra verður, að mikiil hluti jarða verði eign auð- manna í þéttbýli, en bænd- ur leiguliðar. Það er ekki framtíðarkerfi fyrir okkur. 4) Afmarka þarf stór lands- svæði sem þjóðgarða, hefja verndun þeirra. Þetta á að verða griðland og sumarleyfisland fólks- ins í þéttbýlinu, svo og verndun náttúrusérkenna. í þessum efnum verðiun við að hugsa 100 ár fram í tímann. 5) Gera verður þær ráðstaf- anir, sem duga til að unga fólklð geti tekið við jörð- um og brotið nýtt land, og þétta byggðina til muna, þar sem aðstaðan er bezt. Vinnubúðir á Þingeyri Vestur á Þingeyri við Dýrafjörð starfar nú hópur æskufólks að því að mála kirkjuna og kirkjugarðs- vegginn. Er það áður búið að vinna af krafti að því að ná gamalli máln ingu og hreinsa tjöru af göflum kirkjunnar, bursta alla ryðbletti af þaki, gera við vegg kirkjugarðs- ins og undirbúa miklar lagfæring- ar á hinum niðurlagða Sandakirkju garði, sem notaður var, áður en kirkjugarðurinn á Þingeyri var tek inn í notkun. Kom sér vel, að í hópnum var verkfræðingur, sem dró upp kort af hinum gömlu leið um að Söndum og sýndi afstöðu þeirra innbyrðis, eftir því sem hægt er. Flokkurinn vinnur aðeins sex stundir dag hvern, en öðrum tíma dagsins og kvöldunum er varið í Biblíulestur, umræðuhópa, heigi stundir bæði kvölds og morgna, heimsóknir til þorpsbúa, íþrótta- iðkanir, kvöldvökur, dansa og ann að þess háttar. Hérna er sem sé ekki á ferðinni neinn venjulegur hópur, heldur vinnubúðir á veg um hinnar íslenzku Þjóðkirkju. Mun unga fólkið dvelja þarna á þriðju viku að starfi, en siðan halda hvert til síns heima eftir stutta dvöl á Suðurlandi. í Vinnu búðunum starfa 8 Skotar, 2 Amer- íkanar, sem að vísu eru orðnir hálfíslenzkir eftir ársdvöl hér sem skiptinemar á vegum Þjóðkirkj- unnar og sjö íslendingar, auk sókn arprestsins á staðnum, séra Stef- áns Eggertssonar og ckólatjórans Tómasar Jónssonar, en þeir starfa báðir með flokknum og undir- bjuggu komu hans, heima fyrir. Þetta er þriðji hópurinn, sem kemur frá Skotlandi til slíks s .arfs og ætíð hafa þeir reynzt hinir mestu aufúsugestir sem með glað værð sinni hafa sett svip á i/ern i þann stað, sem þeir hafa gist. Nú er einnig komið að íslendingum að gjalda heimsóknir skozkra vina, og mun 12 manna hópur starfa í vinnubúðum nálægt Edinborg í Skotlandi seinna í þessum mánuði og fyrri liluta þess næsta. Leiðtogar búðanna að Þingeyri eru þeir séra Jón Bjarman Lauf ási og Philip Dibble frá Glasgow en einnig dvaldi æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar, séra Ólafur Skúla son með flokknum fyrstu dagana og predikaði við guðsþjónustu í Þingeyrarkirkju. Til bæjarins kem ur hópurinn aftur þ. 8. júlí og mun þá ferðast austur að Skálholti og víðar um Árnesþing. Aðrar slíkar búðir munu hefjast í Skálholti í lok mánaðarins og standa í fjórar vikur. Mun þar hafizt handa við byggingu sumar búða fyrir kirkjuna. Kemur sá hópur á vegum Alkirkjuráðs. I Kosningar... Framh. af 16. síðu endurnir eru allir óháðir. Stjórn- málaflokkar á Jórdaníu voru leystir upp 1957. Hussein konungur rauf þing eftir að þjóðþingið hafði samþykkt vantraust á stjóm Samir Rifai forsætisráðherra. Síldveiðin Framhald af 16. síðu. Neskaupstaður: Hér er allt í fullum gangi, saltað dag og nótt. Hingað komu 19 bátar í nótt og morgun, og voru þeir með um 4500 tunnur. Hæstu bát- arnir voru Vattarnes, Sunnutind- ur og Sæfaxi með 700 tunnur hver. Hailsham mótmælir Þrálátur söguburður í sam- bandi við. Profumo-hneýksl- ið virðist engan enda ætla að taka og enginn maður á há- um stöðum í Bretlandi virðist óhultur fyrir honum. Einn þeirra er Hailsham lávarður, foringi stjórnarinn ar í lávarðadeildinni, og vís- indaráðherra með meiru, sem nýlega var skipaður full trúi Breta í væntanlegum Við ræðum í Moskvu um til- raunabann. Hann hefur fund ið sig knúinn til að gera hreint fyrir sínum dyrum. — Ég hef ekki tekið þátt í veizlum aðeins klæddur járngrímu, sagði hann ný- lcga æfareiður og neitaði að hafa tekið þátt í sex-orgí- um“ af nokkru tagi. Hann harmaði „ómerkilegan og fá- ránlegan söguburð’’, sem liann kvað breiddan út af fólki, sem ekki vissi hið minnsta um Profuino hneyksl ið en vildi vera skemmtilegt. FLESTIR þátttakendur Vinnubúðanna að Þingeyri. Lengst til vinstri eru for- ingjar búðanna. Philip Dib- ble og séra Jón Bjarman, en lengst til hægri æskulýðs- fulltrúi þjóðkirkjunnar, séra Ólafur Skúlason. (Ljósm. Gunnar G ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 7. júií. 1963 ^3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.