Alþýðublaðið - 07.07.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.07.1963, Blaðsíða 2
jnalJOrtr: GiJU J. Asipörssor. (áfa; »» jjenedlfet Grðnaal.—AOstoOarrltstJón 39ðrgTln GuCmundsspn - Fréttastjórl: Sigvaldl Hjáimarsson. — Blmar. M8ð9 - lí JOJ — 14903. Auglýslngaslml: 14 906 - AOsetur: AlþýSuhúslO - rren smlðja AtþíOublaBscns, Hverflsgötu 8-10 — Askrlftargjald kr. 65.00 5 »auu(V. I lairuaölu kr. 4 OO elnt. Otgefandl: AlþýSuflokkurlna VINNA BÖRNIN OF MIKIÐ? I BLAÐA-SKRIF hafa orðið um ivinnu bama, og i hefur verið rætt um átta ára börn, sem starfað hafa við humar og fisk. Þykir ýmsum nóg um, ; ef þjóðin ÞARF að láta börnin vinna allt niður að þessum aldri. Aðrir telja þetta ágæta leið til upp- eldis, enda hafi margir miðaldra menn orðið að l þræla þegar í bernsku. í þessum efnxnn eins og fleirum, hefur orðið ■ snögg breyting. Undanfarin ár og allt fram á síð- astliðið sumar var mikið talað um skort á vinnu •j fyrir unglinga. Nú heyrist þetta ekki nefnt, enda ; munu flestir unglingar geta fengið vel greidd störf, J þar sem þeir að meira eða minna leyti skipa sæti I fulltíða manna, til dæmis í byggingavinnu. j Enginn getur efast um uppeldisgildi vinnunnar. j Það er nauðsynlegt að unglingar frá 10-12 ára j aldri hafi starf hið langa sumarleyfi og hljóti lær- : dóm ábyrgðar og trausts, svo og nokkra þjálfun í j meðferð peninga. En það er ekki sama, hvaða vinna j er. Það er engin dyggð að beita vinnuaga að 8-10 j ára börnum, né heldur að fela 10-18 ára ungling- um of erfið störf. j í þessu tilliti ímm vera sérstök hætta varðandi j mikla inniveru. I mörgum fiskiplássum landsins j vinna unglingar allt sumarið fastan vinnutíma frá j morgni til kvölds. Hafa skólamenn varað við þess- j ari löngu inniveru og hvatt foreldra til að láta börnin fá nægilegan hvíldar- og utiverutíma. — Þeir segja margir, að börnin komi föl og þreytt til í skóla að hausti í stað þess að vera útitekin og j hvíld, eins og þau eiga að vera. j Atvinnuhættir íslendinga eru þannig, að freist- ; ingin að nota barnavinnu er næstum ómótstæði- j leg. Hitt má þó aldrei gleymast, að heilsa og ham- j ingja uppvaxandi barna er miklu meira 'virði en tekjur þeirra við að standa í dimmum fiskihúsum fi’Ilt sumarið. Hér á engin fjölskylda að þurfa að íláta börn vinna, hvað sem menn segja um verð- lag, kaupgjald og viðreisn. Þessu máli verður að gefa betri gaum en hingað til hefur verið gert. Verkalýðssamtökin verða að hafa frumkvæði og yfinvöld að veita nauðsynlegan stuðning til þess, að settar verði almennar reglur um vinnu barna- og unglinga. Þeir menn, sem ÞURFTU að þræla í bernsku, ættu að styðja þetta rmanna fyrst. 1 Augiýsingasíml AlþýBublaðsins ' er 14906 2 7 júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Leiðrétting og ________i.Jdur KJARADÓMTTR um laun opir- berra starfsmanna er fallinn — endanleg niðurstaöa hans hefur nú verið birt almenningi. Um langt skeið hafa kjaramál opin- berra starfsmanna verið eitt aðal- , umræðuefni manna í sambandi við kjaramál almennings. Sterk rök hafa að því verið leidd að „það op- inbera“ ríki og bæjarfélög hafi ekki verið samkeppnisfær við einkafyrirtæki um beztu starfs- kraftana í launum. Þannig hafi þessir aðilar jafnvel misst ýmsa sína beztu starfskrafta — þrátt fyrir nauðsynina á því að einmitt slíkir starfskraftar gegndu hinum opinberu þjónustu- og trúnaðar- störfum. Opinberir starfsmenn hafa sjálf ir talið sig afskipta í launum miðað við félagsbundna launtaka innan Alþýðusambandsins, og munu þó fáir aðilar þar, telja sig of vei haldna á launum. Eitt er vist að um áraraðir hefur opinberum starfsmönnum verið beint og óbeint lofað endurskoðun sinna mála og mörgum sanngjöm um leiðréttingakröfum þeirra verið ýtt til liliðar með þeirri vafasömu afsökun, að slíkt bíði hcildarend- urskoðunar. — Þessi endurskoðun fór þrátt fyrir margítrekaðar til raunir B.S.R.B. ekki fram og virt ist vart til í hugum þeirra er for- ystu ríkisins höfðu í sínum hönd- um, nema til þess eins að ýta þeim óskum og kröfum, sem erfiðast var að segja hreint nei við, til hliðar. Það er ekki fyrr en á árinu 1959 að þáverandi fjármálaráðherra Guðmundur í. Guðmundsson skip- aði nefnd til að endurskoða öll laun og kjaramál opinberra staxfs manna. — Núverandi fjármálaráð- herra Gunnari Thorqffldsen tók ári síðar við þessum máium og bar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar fram, það frumvarp sem að iög- um varð á síðasta Alþingi og gcrði þá leiðréttingu mögulega, sem nú hefur verið almenningi birt. Störf allra þeirra, sem unr.ið hafa að undirbúningi þessara fram kvæmda skulu hér ekki undan dregin nieð því geysimikla erfiði og langvinnu striti. — Erfiði, sem nú verður margfalt vegna þess hve löng sú marglofaða bið hefur reynzt eftir leiðréttingum. Það er kaldhæðni, að sú rík isstjórn sem sætt hefur liarðastri gagnrýni stjórnarandstöðu siðari ára fyrir „kaupkúgun", „launa- rán“ og „valdníðslu” við alla laun taka, skuli hafa forystu um þá endurskoðun og leiðréttingu, sem vanefnd var áratugum saman af þeim, er stjórnarandstöðuna mynda nú. Opinberir starfsmenn þyrftu a. m.k. að minnast þess, næst þegar endurskoðun þessara mála verður talin nauðsynleg, hverjir þurfa að vera utan ríkisstjórnar til að slík sanngirni komist í fram- kvæmd. Vinnuveitendur opinberra starfs manna eru allir skattgreiðendur í þjóðfélaginu og e.t.v. eru það ekki kröfuminnstu vinnuveitendurnir. Oft hafp opinbeVir starfsmenn orðið að þola ósönn og ósann- gjörn ummæli um störf sín og launakjör og munu íslendingar þó ekfci almennt taldir kröfu- harðir miðað við aðrar þjóðir í þessum efnum. Sú leiðrétting, sem nú hefur átt sér stað um launa- kjör opinberra starfsmanna mun vart loka fyrir þann orðróm. Hins vegar á þessi árangur að gera starfsglreinúm opiinberra stakfsV manna betur kleift, að gegna störf- um sínum, svo sem einstakling- arnir er starfsgreinarnar mynda, frekast óskast sjálfir, um leið og betur ætti að haldast á starfhaef asta fólkinu. — Þess vegna ber að óska opinberum starfsmönnum og þjóðinni allri til hamingju með þennan sanngjama áfanga. Eggert G. Þorsteinsson. Rússneski píanóleikarinn VLADIMIR ASHKENAZY leikur píanókonsert no. 1 eftir Tchaikovsky með sin- fóníuhljómsveitinni í London undir stjóm Lorin Maazel. Þessi hljómplata er nýkomin á markað og hefur hlotið afburða góða dóma gagnrýnenda. DECCA LXT/SXL 6058. 7 ] FALKINN hf. Laugavcgi ^ Hljómplötudeild Sími 18-670. ROYAL T-700 Ódýrasta f j ölsky Idubif r eiðin á markaðnum. Hefur reynzt afburðavel við íslenzka staðháttu. Bifreiðin hefur sérstaklega byggðan undirvagn fyrir íslenzka vegi. Eyðsla 5-6 lítrar fyrir 100 km. Rúmgóð og þægileg. Kostar aðeins 114.000 krónur. Á bifreiðinni er ársábyrgð frá verk- smiðjunni. Lögð áherzla á góða varahluta- þjónustu. KRÓM OG STÁL Bolholti 6 — Sími 11-381

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.