Alþýðublaðið - 07.07.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.07.1963, Blaðsíða 7
WENNERSTROM OG NIKOLSKIJ Stig Wennerström hefur tekið mikinn þátt í lífi „fína fólksins” í Stokkhólmi og almennt verið virtur maður. Hann hefur setið í opinberum trúnaðarstöðum og ver- ið falin margvísleg störf á vegum sænska ríkisins. Afhjúpun hans hefur því vakið enn meiri athygli innan lands og utan ella hefði verið. Wennerström er fæddur í Rúss- landi, en hefur lengst af verið búsettur í Svíþjóð. Hann talar og les bæði sænsku og rússnesku, og hefur það mjög auðveldað honum njósnastarfið. Hann er þekktur fyrir áhuga á rússneskum mál- efnum, og hefur meðal annars oftar en einu sinni farið í skyndi- heimsóknir til Rússlands. Til marks um þekkingu Wenn- erströms á rússneskum málum, má geta þess, að hann hefur rit- að bók um rússneskt flug og flug- menn fyrir sænskt bókaútgáfu- fyrirtæki. Sú bók nefnist „Röda vingar”, sem mun þýða „Rauðir vængir” og kom á sínum tíma út í hinum svonefnda „Alheims flug bókaflokki.” Margar og ólíkar getgátur snarinn ström mundi láta sig „hverfa”. Ekki var þó hægt að koma í vcg ífyrir þessa ferð Wennerström- hjónanna til Rússlands, þar sem enn höfðu ekki fengizt nægar sannanir fyrir sekt hans. Á með an á Rússlandsdvöl Wennerström stóð, var honum sífellt fylgt eftir af leynilögreglumanni. sem fylgd- ist með gerðum hans. Lögreglu- maður þessi starfaði á vegum sænslcu lögreglunnar cn var af rússnesku bergi brotinn. Tveir fulltrúar sovézka sendi- ráðsins í Stokkhólmi hafa yfir- gefið Svíþjóð vegna máls þessa og horfið heim til Sovétríkjanna. Það eru milligöngumennirnir í njósnamálinu, þeir Baranovskij sendiráðsrltari og Nikolskij her- málafulltrúi. Þeir fóru frá Svíþjóð með rússnesku flut'ninga- skipi áleiðis til Leningrad. Þrír kunnir sænskir lögfræð- ingar hafa á hendi rann- sókn njósnamálsins, og eru það þeir Nils Berglund frá Gautaborg og Ivan Wellenberg og Gunnar Dahlmann, báðir frá Stokkhólmi. Sækjandi W ennerströmsmálsins verður væntanlega Werner Rhyninger, en verjandi Carl Erik Lindahl. Wennerström hefur sýnt aðdá- ^unarverða stillingu á meðan á yf- irheyrslum málsins hefur staðið. Af fúsum vilja og óaðspurður hef ur hann gert skýra grein fyrir hinu margháttaða njósnastarfi sínu. Hann hefur engin þreytu- merki sýnt, þó að yfirheyrslur væra talsvert tiðar og óvægilegar. Nú situr Wennerström ioksiny á bekk ákærða. Hann situr þar hnarreistur og ófeiminn, cg segir allt af létta. Þó að enga iðrun s6 á Iionum að sjá, telja þó margir að innra mcð sér sé hann bugað - ur maður., Rauða vængi Wennerströmmálið í rannsókn Allir, sem fylgjast með erlend- um fréttum, vita, að fátt er eins umrætt á Norðurlöndum þessa dagana og mál sænska Sovétnjósn- arans Stig Wennerström ofursta. Hann hefur um fimmtán ára skeið stundað njósnir í Svíþjóð fyrir Rússa, og þannig valdið Sví- um óbætanlegu tjóni bæði peninga legu og hernaðarlegu. Wennenström er talinn hafa látið Rússum í té uppdrætti og aðrar upplýsingar um neðanjarð- arbyrgi þau, sem Svíar hyggjast nota, ef til styrjaldar kemur, á- samt ýmsum fleiri liernaðarleg- um og þjóðfélagslegum leyndar- málum. Fyrir fimm árum síðan fékk reglan í Svíþjóð fyrst grun um, að Wennerström hefði eitthvað óhreint í pokahominu. Og tvö síðastliðin ár hefur verið fylgzt xneð næstum hverju spori Wenn- erströms ofursta. Það var þó ekki fyrr en nú, sem hægt var að hand taka hann fyrir meintar njósnir. Það var rússneska sendiráðið, sem veitti þeim upplýsingum, er Wennerström lét af hendi, við- töku. Rússneska sendiráðið í í Stokkhólmi ákvað einnig eftir hverju skyldi einkum seilzt, og gaf Wennerström fyrirskipanir um það. Svo ákafur var hann í þjónustu sinni, að hann veitti óbeðinn ýmsar upplýsingar, sem ýmist skiptu miklu eða litlu máli. STIG WENNERSTRÖM OFURSTll FORSÍÐA „RAUÐRA VÆNGJA” verið uppi um það af hvaða ástæðum Wennerström hafi leiðzt i njósnir sínar, en enn hefur upplýstst um það, sem er á takandi. Margír sænskir ráðherrar og hafa komið fyrir í sambandi við rannsókn Wennerströms-málsins. Má þar nefna Sven Anderson, Tage Erlan- der og fleiri. Telja margir slælega frammistöðu af lögreglunni að ekki þessa menn fyrr en núna, þar sem þeir kynnu að hafa gefið markverðar upplýsing- ar fyrr. Þegar grunur vaknaði árið 1958, að Wennerström hefði eitthvað ó- hreint í pokahorninu var hann á- samt fleiri samstarfsmönnum sín- um í vamarmálaráðuneytinu yfir- heyrður. Ekkett kom þó í ljós, er sannað gæti sekt hans eða ann- arra. Síðastliðinn vetur tók Wenner- ström sér ferð á hendur til Sovét- ríkjanna ásamt eiginkonu sinni. Þá var grunurinn á þvi, að hann stundaði njósnir fyrir Sovétríkin orðinn svo magnaður, að vissir að- ilar i Svíþjóð töldu hættu sam- fara því að hleypa honum úr landL Töldu þeir, að Wenner- SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ : 8.30 Létt morgunlög. 9,00 Fréttir. 9.10 Morguntónleikar: Flugeldasvítan eftir Handel. —- 10.10 Veðurfregnir. 11.00 Messa í elliheimilinu Grand (Prestur: Séra Sigurbjöm -4» Gíslason. Organleikari: Gústaf Jóhannesson). 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegistónleikar: 15.30 Sunnudagslögin. 16.30 Veðurfregnir. , 17.30 Bamatiml (Hildur Kalman). 18.30 „Blessuð sértu, sveitin mín”. Gömlu lögin sungin og leikin. 18.55 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur í útvarpssal. Sigurveig Hjaltested syngur lagaf'L „Bamaherbergið” eftir Músorskij. Við píanóið: Ragnar Björns— son. Lesari: Guðrún Ásmundsdóttir. 20.20 Svona ljúga silungar, síðari hluti smásögu eftir Roland Perfr- wee, í þýðingu Sigríðar Ingimarsdóttur (Rúrik Haraldsson). 20.45 Tónleikar í útvarpssal: Paul Badura-Skoda píanóleikari frá Vínarborg leikur sónötut nr. 32 í c-moll eftir Beethoven. 21.10 Segðu mér að sunnan, nýr þáttur til fróðleiks og skemmtunaí?' í umsjá Ævars R. Kvaran. 22.000 Fréttir og veðurfr. 22.10 Danslög. 23.30 Ðagskrárlok. MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ : 20.00 Um daginn og veginn (Ámi Óla ritstjóri). 20.20 íslenzk tónlist. Tvö verk eftir Jón Nordal. 20.40 Þúsund ár, ferðaþáttur frá Snæfellsnesi eftir Þorkel Jóhanr?* esson prófessor. (Gils Guðmundsson rithöfundur les). 21.20 Útvarp frá íþróttaleikvanginum í Laugardal. Sig. Sig. lýsis? siðari hálfleik í knattspyrnukeppni Finna og úrvals ísl. 22.10 Fréttir, síldveiðiskýrsla og veðurfregnir. 22.30 Búnaðarþáttur: Um jarðræktarframkvæmdir 1962 (Hannes Pálsson frá Undirfelli). 22.45 Kammertónleikar Tríó í B-dúr op. 97. 23.30 Dagskrárlok. HIN SlÐAN ■ ■ ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 7. júlí 1963 |

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.