Alþýðublaðið - 07.07.1963, Qupperneq 4
GYLFI Þ. GÍSLÁSON SKRIFAR UM
Siðlausa blaðamennsku
De Gaulle í
V-Þýzkalandi
MÖRGTJM þótti nóft um skrif
■fitjórnarandstöðublaðanna í kosn-
lingabaráttunni. En svo miklir bar-
•dagamenn eru íslendingar — a.m.
Jk. í kosningum — að svo virðist
sem vægt sé á því teki'ð í almenn-
ingsálitinu, þótt talsvert sé syndg
-að í áróðrinum, fyrst tilgangurinn
<er sá að vinna flokki sínum gagn.
TEn margir munu þó áfctlast til þess,
að a.m.k. fyrst í stað eftir kosn-
Sngarnar séu þeSr, sem blöðin
sskrifa nokkurn veginn með sjálf-
enm sér og misbjóði ekki almennu
Telsæmi í áróðursskyni.
Því miður hefur þatf reyn/t svo,
-að hvorki Þjóðviljinn né Tíminn
5hafa náð sér enn eftir kosningarn-
ar. Þaö kom í Ijós, þegar bessi
Iblöð sögðu frá ræðu, sem ég ilutti
'*'ið setningu menntamálaráðherra
ífundar Norðurtanda fyrir nokkrum
<flögum. Öll blöðin fengu þó ræð
Tuna f jölritaða, svo atf um misskiln-
iing átti ekki þurfa að vera að ræða.
Kæðan hetur verið yrentuð í tveim
dagblöðnm, svo -ástæðulaust er
fyrir mig að rekja efni hennar.
Aðalatriði hennar var að ræða
hinn vaxandi vanda, sem öllum
smáþjóðum er á höndum vegna
vaxandi áhrifa stórvelda og þjóða-
samtaka í kjölfar hinnar nýju
tækni tuttugustu aldar. Ég rök-
studdi áhuga okkar íslendinga á
norrænni samv'nnu einmitt með
því, að allar væru Norðurlandaþjóð
irnar smábjóðir og hefðu því góð
skilyrði til þess að skilja þennan
vanda. Og þær ættu einmitt að
standa sem fastast saman til þess
að vernda menningarhagsmuni og
rétt smáþjóðanna. Um vilja okkar
íslendinga til þess að vernda menn
ingu okkar og sjálfstæði, þótt .fá-
mennir séum, sagði ég m.a. orð-
rétt:
„En aldrei, í aldalangri sögu
þessa kalda íands hafa búið hér
menn, sem eru staðráðnari í því
að þúsund ára gamla ævintýrið,
sem hér hefur verið að gerast,
skuli halda áfram að vera raun-
veruleiki, staðreynd, — að hér
skuli um allar aldir vera íslenzkt
ríki íslenzkrar þjóðar. Nýir tímar
og nýjar aðstæður krefjast auðvit-
að nýrrar afstöðu á fjölmörgum
sviðum. Hinn mikli vandi okkar
er einmitt fólginn í því að sam-
ræma stefnu okkar I málum dags-
ins því eilífa markmiði, að vera
íslenzk þjóð á sjálfstæðu íslandi."
Fjögurra dálka fyrirsögn for-
síðugreinar um þessa ræðu í Þjóð
viljanum hljóðaði þannig, að ég
hafi sagt: „Heimskulegt „að burð
ast við“ að halda uppi sjálfstæðu
ríki?“ í leiðara og fleiri greinum
þess blaðs hefnr. hliðstæð túlkun
verlð endurtekin. Tíminn hefur
einn'g reynt að rangtúlka skoðanir
mínar þótt með hógværari hætti
hafi verið. En þá er skörin sannar
lega farin að færast upp í bekkinn
ef ekki má á það minnast, að smá
þjóðum sé vandi á höndum sam-
fara vaxandi áhrifum stórvelda og
þjóðasamtaka, án þess að það sé
túlkað sein kenning um, að smá-
þjóðir eigi að líða undir lok og
sjálfstæðl þeirra að vera lokið.
Við erum ýmsu vanir úr ís-
lenzkri blaðamennsku og stjórn
málabaráttunni hér á Iandi. , En
Framh. á 11. siðn
HINAR mörgu heimsóknir er-
lendra stjórnmálamanna til Þýzlca
lands sýna að Þjóðverjar eru kornn
ir í miðdepilinn. Fyrst kom Ken-
nedy til Vestur-Þýzkalands, síðan
fór Krústjov í heimsókn til Aust-
ur-Berlínar og loks hefur de
Gaulle hershöfðingí verið í Bonn í
heimsókn.
Síðasta heimsóknin var ef til
vill forvitnilegust. — Þegar de
Gaulle var í Vestur-Þýzkalandi
í fyrra skipti, var honum hvar-
vetna ákaft fagnað. Þegar Ken-
nedy kom, var hrifningin ennþá
meiri og meira sannfærandi.
Ef til vill átti yndislegt sumar
sinn þátt í þessu. En í París er
þetta túlkað á aðra lund: Fögnuð-
urinn, sem de Gaulle mættí,
merkti ekki nokkra frávísun á
samstarfinu við Bandaríkin.
Schröder utanríkisráðherra orð-
aði þetta ótvírætt: Mikilvægasta
markmið Vestur-Þýzkalands hlýt-
ur að vera varðveizla sameigin-
legra hagsmuna V.-Þjóöverja og
B andarík j amanna.
Áhrif þessarar skilgreiningar
eru greinileg í París, að því er
sagt er. Afstaðan gagnvart vestur-
þýzka sambandslýðveldinu er
greinilega kuldalegri en fyrr í
sumar. Opinberlega hefur þetta I
komið fram í yfirlýsingu, sera
Peyrefitte upplýsingamálaráð-
herra gaf.
Hann nefndi ekki Þjóðverja eða
Þýzkaland, en meiningin kom
samt greinilega fram. Hann sagði
þetta: Við efumst ekki um góð-
vilja Kennedy. En hvaða afstöðu
mun lýðræðisríki eins og Banda-
ríkin taka eftir 15 ár ef aðeins yrði
gerð árás á Evrópu?
Hér er sveigt að fyrirætlun da
Gaulles um franskan kjamorKU-
herafla. Greinilegt er, að framá-
menn í París hafa ekki breytt af-
stöðu sinni til þessa máTs, þrátt
fyrir það að Kennedy gerði óbeina
árás á stefnu Frakka í kjamorku-
málum. J
Mótþrói Frakka gegn heim-
sókn Kennedys til Vestur-Þýzka
lands hefur einnig komið greini-
lega fram á annan hátt. Franska
sjónvarpið hefur næstum sneitt
algerlega hjá henni, og f tíma-
ritinu „Candide" sem er hlynnt
gaullistum, hefur gagnrýnia
komizt að.
í grein undir fyrirsögninni
„De Gaulle aðvarar Þjóðverju”
sagði þetta tímarit, að pólitísk
deila kynni að rísa upp þegar
Framh. á 14. síðu
i
:
*
i
Framkvæmdanefnd
Comecons, ráðs gagn-
kvæmrar efnahagsað-
síoðar, er komin til nýs
fundar að fjalla um erfið
samstarfsvandamál,
sem ríkin austan járn-
tjalds eiga við að stríða.
Fundurinn, sem er hald-
inn í Moskva, er sá þriðji
á tveimur mánuðum.
Hann er haldinn í þann
mund er deilur Rússa og Kín-
verja færast sífellt í aukana,
en deilurnar hafa einnig varp-
að skugga á samningaviðræð-
urnar í Comecon upp á síð-
kastið.
Sovétrikin og ríkin í Austur-
Evrópu stofnuðu Comecon árið
1949, og áttí bandalagið að
vera mótleikur gegn efnahags-
samstarfi því, sem byrjað var á
á Vesturlöndum þegar OEEC
var stofnað eftir upphaf Mars-
hallaðstoðarinnar. Þó fékk þessi
samstarfsstofnun Austur-Evr-
ópu enga verulega þýðingu.
Hér var um ráðgefandi stofn-
un að ræða og þessi ár votu
tiraabii þeirrar grundvallar
kenningar Stalíns, að komm-
unistarikiu ættu að vcra sjálf-
um sér nóg.
Þegar líða fór á áratuginn
var gerð tilraun til þess að
blása meira lífi í Comecon. Af
sovézkri hálfu m.a. Krústjovs
voru hin aðildarríkin gagnrýnd
fyrir að taka Sovétríkin sér til
fyrirmyndar með því að koma
upp þungaiðnaði.
Ýmis form samvinnu voru efld
m.a. skipti á stúdentum og
tækniþekkingu.
En ekki tókst að gera Come-
con að traustu tæki til auk-
inna vi£^kipta, og eJTjra lítt
sveigjanleg greiðsluform mikla
sök á því. Öll viðskipti fóru
fram á tvíhliða grundveili, og
lán voru ekki veitt.
Menn gerðu sér grein fyrir
nauðsyn þess að gera hin
ströngu ákvæði og regiur sveigj
anlegri, og árið 1960 var sam-
þykkt ályktun, þar sem mælt
var með aðgerðum til þess að
gera samstarfið árangursrík-
ara.
★
Það var ekki fyrr en í fyr-t-
sumar að meiri skriður komst
á málið, þegar stjórnarleiðtogar
Comecon-landanna og flokksfor
ingjar héldu fund í Moskvu
Fundinum lauk með því, að
gerð var samþykkt um „grund-
vallaratriði um alþjóðasósíal-
íska verkaskiptingu.“ Ríkin
veHtu fyrirætlunum um sér-
hæfingu, einkum varðandi fram
Ieiðslu véla og annarra iðnaðar-
tækja, stuðning sinn, og sam-
komulag varð um samhæfða
fjárfestingu .
Komið var á fót framkvæmda
nefnd, en formenn sendinefnd-
anna, sem sækja fnndi henn-
ar, eru varaforsætisráðherrar
landanna. Nefnd þessi hefur
unnið að því síðastllðið ár, að
hrinda samþykktiunl um hina
KRUSTJOV
.vsósíalísku verkaskipi/ingu“ í
framkvæmd.
Það er í þessu atriði, þar
sem hagsmunirnir hafa rekizt á.
Og ekki nóg með það. Kínverj-
ar hafa tekið málstað þeirra að-
ildarríkja Comecon, sem telja,
að ekki hafi verið tekið nógu
mikið tillit til þeirra I áætlun
um þeim, sem samdar hafa ver-
ið. í bréfinu frá kínversku mið
stjórninni til sovézku mið-
stjórnarinnar frá 14. júní var
það kallað „þjóðernishroki stór
veldis“ að þvinga viija sínum
upp á aðra og rjúfa sjálfstæði
bræðrasamtakanna í nafni
verkaskiptingarinnar.
Það sem Kínverjar notfæra
sér á þennan hátt i deilum sín
um vlð Rússa, er augsýnilega
nefnd Comecons mikitvægan
ir ríki Austur-Evrópu. í Moskvu
og Peking
Og einmitt vegna þess að
vandamálið hefur færzt inn í
kappræður stjórnanna í Moskvu
og Peking hafa þeir meiri
möguleika til þess, að Sovét-
leiðtogarnir taki tillit til þess
sem þeir segja.
★
í apríl hélt framkvæmda-
mjög áþreifanlegt vandamál fyr
fund, sem stóð í níu daga. Fund
inn sátu varaforsætisráffherr-
arnir og auk þeirra formenn
skipulagsnefnda aðildarríkj-
anna. Það munu einkura hafa
verið tvö mál, sem oliu erfið-
ieikum.
Hér er um að ræða fram-
kvæmd þeirrar sameiningar,
sem Rússar vilja með skynsam-
ari hagnýtingu auðlinda svæðis
ins I huga. Og hér er einnig
um að ræða vandamálið varð-
andi stöðu gjaldeyris Austur-
Evrópuríkjanna innbyrðis.
Fyrirskipuð eru mismunandi
gengi peninga gagnvart sovézku
rúblunni, og þetta hefur verið
sumum til góðs og öðrum til
baga.
Rúmenía, sem býr við til-
tölulegt blómaskeið á sviði
efnahagsmáia, hefur lagzt gegn
sjónarmiðum Rússa í sambandi
við bæði þessi vandamái. Rúm-
enar eru óánægðir með það, að
vera ætlað hlutskipti hráefna-
framleiðenda innan efnahags-
bandalags austurblakkarinnar.
Einnig hafa þeir mótmælt gengi
hins rúmenska lei, sem stjórnin
telur harðari gjaldeyri en t.d.
10-ty Pólverja og að margra á-
liti hafa Rúmenar mikið til síns
máls.
Ein afleiðing þessa er, að
Rúmenar verða að greiða ósam
svarandi hátt verð fyrir inn-
flutning sinn frá öðrum löndum
Austur-Evrópu. Þeir hafa m.a.
kvartað yfir því, að Tékkar
selji lélega iðnaðarvöru en
gæðavöru í vestur.
Vegna útflutnings á olíu og
matvælum til Vcsturlanda hef
ur Rúmenum tekizt að koma sér
upp gjaldeyrisforða, sem hefur
að gagni komið við framkvæmd
vissrar iðnvæöingar. Rúmenar
hafa mótmælt tilraun Rússa íil
þess að takmarka þessa þróun,
og allt bendir til þess„ að þessi
mótmæli hafi veriö tekin til at-
hugunar
(Arbeiderbladet)
4 7. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
C3