Alþýðublaðið - 07.07.1963, Side 5
Gefið
munh
um gott
fordæmi
UNDURSAMLEGASTA gjöf,
sem foreldrar geta gefið barni
sínu er, að lifa lífinu á þann
hátt, að barnið skilji hve heim-
urinn er óendanlega auðugur.
Sýnið barni yðar, að lífið er æv-
intýr, undur, og þér hafið veitt
því hæfileika, kraft og löngun
til þess að verða fullorðið.
Þannig hljóða niðurlagsorð
greinar, sem birtist í nýjasta tölu
blaði Det Bedste, og fjallar um
uppeldismál. Þar segir frá 112
ára bæ í New York ríki, sem
byggður er af vandræðadrengj-
um á aldrinum 9-15 ára. Þeir
ganga í skóla í bænum, fá sál-
fræðilega handleiðslu og starf
við sitt hæfi. Meðal dvalartími
er 28 mánuðir og 20% drengj-
anna komast ekki aftur í kast
við yfirvöldin.
í greininni segir daglegur
framkvæmdastjóri bæjarins frá
reynslu sinni, sem hlýtur að
vekja alia foreldra til umhugs-
unar.
Hann segir m. a.: ,
,Eitt af undirstöðuatriðunum, —
svo að segja kjarninn, í hegð-
un stálpaða barnsins er ósam-
ræmið, sem stafar af því, að í
huga þess togast á tvenns konai
óskir. Vilji til þess að verða
fullorðið og vilji til þess af
halda áfram að vera barn. Ei
allt er eðlilegt sigrar óskin um
að vera fullorðið, en ýmislegi
getur orsakað þessa eðlilego
iþróun.
Þessar orsakir eru velþekktar
í bænum okkar, þar sem um ára
bil hefur verið unnið að því að
breyta uppástöndugum, þx-józk-
um drengjum í hlýðna og ábyrgð
arfulla unga menn. Þau vanda-
mál, sem þessi böm berjast við,
eru hin sömu og öll börn hafa
við að glíma, en hér eru vanda-
málin aðeins stærri og meira á-
berandi.
Við skulum taka John til
dæmis. John var 13 ára þegar
bamaverndarráðið -sendi hann
til okkar. Ytri orsakir voru þær,
að hann hafði breytt tölu á á-
vísun, sem móðir hans átti, en
hann átti að taka út, þannig,
að hann breytti 50 í 56 og gerði
sjálfum sér gott af þeim sex
dollurum, sem honum áskotnuð-
ust á þennan hátt. En þétta var
aðeins ein af þeim mörgu sönn-
unum, sem við höfðum um bar-
MYNDIR MYNDIR MYNDIR
BLÓM eru í tízku í ár, segir í yfirskriftum tízkutímaritanna, en þeir, sem á
annað borð hafa yndi af blómum, tylla þeim alls staðar, þar sem augað sér, —
hvort, sem tízkan býður svo eða ekki. Hér eru nokkrar myndir, sem eiga að sýna
hve miklu snotur 'blómaskreyting getur áorkað.
áttuna milli „vil og vil ekki
verða fullorðinn", eem háð var
í sál hans.
John var kallaður slagsmála-
hundur í skólanum og hann
naut þess, að sýna öðrum drengj-
um, að liann hefði krafta í köggl-
um. En hann gætti þess jafnan,
að ráðast aðeins á þá drengi,
sem voru minnimáttar, svo að
hann þyrfti ekki að óttast að
bíða ósigur. Hann sló einnig um
sig með því, að hann ætti mikl-
um vinsældum að fagna meðal
stúlknanna, en „féll” aðeins fyrir
stúlkum, sem voru eldri en hann
og litu ekki svo mikið sem í
áttina til hans.
Fyrst i stað bað hann oft um
að fá að hringja í mömmu sína.
Hún kom oft og heimsótti hann
og kom þá jafnan með mikið af
sælgæti handa honum.
Við komumst að raun um, hvar
hnífurinn stóð í kúnni, — að því
er John varðaði. Faðir hans
hafði yfirgefið móðurina, þegar
drengurinn var enn smábarn og
hún reyndi nú ósjálfrátt að
hindra John í því, að verða full-
orðinn af ótta við það, að hann
mundi þá einnig snúa baki við
henni. John var það nauðsyn,
að komast vel af við mömmu
sína, því að hún var hið eina,
sem hann hafði sér tíl stuðninga
í þessum heimi. Þess vegna hag--
aði hann sér sem það bam, senri
hún vildi, að liann héldi áíram aci
vera og þetta kom i veg fyrík-
eðlilegan þroska hans.
Þegar kennari hans í bama -
bænum sýndi honum þaim „föo -
urlega áhugá“ sem Johu hafði
jafnan þráð — kenndi honum aO..
renna sér á skautum, fór.
með John í útilegur o.s.frv., þá
fór þroskinn brátt að beinast íi.
hina réttu og eðlilegu att.
Það skiptír einnig mikiu má!i.
fyrir börnin, að þau viti, hvai-
þau hafa foreldrana. Þegar for-
eldramir gera sér ekki ijóst^
hvað þau vilja, að stáipuðut
börnin þeirra eiga að læra ogý
gera, varpa þau ábyrgðmni áf
herðar barnanna sjálira. Og þaut
eru ekki fær um að leysa þá
gátu. Auk þess vilja þau þaft
ekki heldur innst ínni. Þau viljs^
aðeins, að foreldrar þeb’ra séujf
raunverulegir foreldrar. Þaui
glatast ef þau hafa ekki for-*
dæmi hinna fullorðnu til þess aði
fara eftir.
Allir foreldrar víta auðvitað*
að það er ekki gott að gefa nein-
Framh. á 12. síðu
ALÞÝÐUBLAÐH) — 7. júlí 1963