Alþýðublaðið - 07.07.1963, Page 16
Gera mælingar
og athuganir á
ástandi lýsinga
tMMHHWMHHmUUHHM
Aöalfundur Ljóstæknifélagsins
var lialdinn 8. niaí sl.. í skýrslu
um störf á liðnu starfsári kom m.
a. fram, að starfsemi félagins fer
ört vaxandi, einkum leita menn í
• vaxaudi mæli ráða og leiðbein-
ánga við fjTfrkomulag lýsingar.
Hefur félagiö þannig gert mæling-
ar og athuganir á ástandi lýsingar
• einnig teikningar af skipulagi
•ýsingar á ýmsum stöðum, t.d. í
verksmiðjum, kirkjum og skólum.
Á fundi, er félagið hélt sl. liaust
var lýsing í kirkjum tekin til með-
4eröar. Til fundarins hafði m.a.
öUum arkitektum, prestum og sókn
arnefndum í Reykjavík og ná-
Hgrenni verið boðið, og var fundar-
tókn mjög mikil. Erindaflutningur
tnyndasýning og umræður stóðu
(ram yfir miðnætti. Eftir fund
fíennan hefur vaknað mikill áhugi
um endurbætta lýsingu í ýmsum
kirkjum landsins. Ljóstæknifélag
gaf nú í vor út rit um kirkjulýs
ingu þar sem erindi og umræður
STAL TVEIM
ÚRUM
SÝNINGARGLUGGI
virsmíðaverkstæðis að Skólavörðu-
Btíg 21 var brotinn í fyrrinótt og
úr honum stolið tveim úrum. Þetta
átti sér stað á tímabilinu kl. 3.30
<pS 4.30, en þá var einn úrsmiður
a S vinna, og liljóp hann niður, er
%ann heyrði brothljóðið. Þjófur-
«un tók þá til fótanna, og var hann
Kwrfinn þegar úrsmiðurinn kom
fiiður. Hafði hann brotið gluggann
«ueð steini.
Mikil ölvun var í fyrrinótt, og
fylltust allar fanga-geymslur, bæði
yið Slðumúla og í Kjallaranum.
fundarins eru birt. Rit þetta er
enn fáanlegt hjá félaginu og kost
ar kr. 25.
Lýsing í skólum var viðfangsefni
aðalfundarins, er venjulegum aðai
fundarstörfum var lokið. Til fund
arins var m.a. boðið arkitektum,
fræðslumálastjóra ríkisins og
fnæðslustjóra Reykjavíkurborgar
og starfsmönnum þeirra. Steingrím
ur Jónsson, formaður Ljóstæknifé-
lagsins, flutti inngangsorð, þeir
Jón Á. Bjarnason og Guðjón Guð-
mundsson flutti erindi um lýsingu
í Kennaraskólanum nýja og Aðal-
steinn Guðjohnsen flutti erindi
með myndum um grundvallaratriði
í skólalýsingu.
Því miður er lýsingu í skólum
landsins, jafnvel hinum nýjustu,
allmjög ábótavant. Ljóstæknifélag
ið undirbýr nú rit um skólalýsingu
og mun það koma út í haust.
Við stjórnarkjör baðst Stein-
grímur Jónsson eindregið undan
endurkjöri, en hann var helzti
hvatamaður að stofnun íélagsins
árið 1954 og hefur verið formaður
frá upphafi. Fundarmenn þökkuðu
Steingrími störf hans með lófataki
Formaður var kjörinn Aðalsteinn
Guðjohnsen verkfræðingur, sem
verið hefur framkvæmdastjóri fé
lagsins síðan 1956. Aðrir í stjórn
voru endurkjörnir en þeir eru:
Jakob Gíslason raforkumála-
stjóri ritari, Hans Þórðarson for-
stjóri gjaldkeri, Bergsvein- Ólafs-
son augnlæknir, Kristinn Guðjóns
son forstjóri, Guðmundur Marteins
son rafmagnseftirlitsstjóri og
Hannes Davíðsson arkitekt með-
stjórnendur.
Alþjóðaþing C.I.E. (Commission
Internationale de 1‘Eclairage) var
haldið í Vínarborg nú fyrir
skemmstu, en slík þing eru haldin
fjórða hvert ár. Stóð þingið í 9
Framh. á 14. síðu 1
Skemmtiferð
KVENFÉLAG
ALÞÝÐUFLOKKSINS
í REYKJAVÍK
fer í tveggja daga skemmti-
ferð dagana
9. og 10. júlí næstkomandi.
Naúðsynlegt er að þátt-
taka tilkynnist fyrir
sunnudagskvöld í símum:
14313 - 10488 - 12496
15020 - 16724
Lagt verður af stað frá
Alþýðuhúsinu við Hverfis-
götu kl. 8.30 árdegis.
tnmto)
44. árg. — Sunnudagur 7. júlí 1963 — 145. tbl.
MUHUHHHHHHmMHHU
Allir flug-
vellir lokuðust
ALLIR flugvellir á Islandi lokuð-
ust í fyrrakvöld, nema flugvöllur-
inn á Egilsstöðum. Þar var ástand-
ið þó slæmt. Svört þoka grúfði
yfir öllu, og fór ekki að birta fyrr
en langt var liðið af nóttu. Ástand-
ið var orðið gott í gær, og var m.
a. flogið norður.
Síldveiðin
fer batnandi
6. júlí.
BETRI síldveiði var siðastliðinn
sólarhring, en undanfarna daga.
Vitað var alls um afla 60 skipa
með 31.670 mál og tunnur.
Af þessu magni veiddu 22 skip
16.250 mál og tunnur 50 raílur
norðaustur til austurs frá Raufar-
höfn.
Fyrir austan var vitað um afla
KOSNINGAR
] JÓRDANIU
Amman, 6. júlí
(NTB—Reuter)
KJÖRSTAHIR I Jórdaníu voru
opnaðar í morgun I fyrstu kosn-
ingunum í landinu síðan Hussein
konungur rauf þing fyrir tveim
mánuðum og skipaði bráðabirgð'a-
stjórn undir forsæti frænda síns,
Sherif Hussein ben Nasser.
Formælandi innanríkisráðuneyt
isins sagði, að kosningarnar færu
Ifram með ró og spekt. Ekki kom
til óeirða af nokkru tagi.
Sennilega verður skýrt frá kosn
ingaúrslitunum á morgun og ný
stjórn mynduð á mánudaginn.
endur — eingöngu karlmenn —
Skráðir eru 310 þúsund kjós-
og 80 frambjóðendur heyja bar-
áttu um þau 39 sæti í neðri deild-
inni, sem kosið er um. Frambjóð-
39 skipa með samtals 15.420 mál
og tunnur, sem veiddust út af Hér-
aðsflóa og í Scyðisfjarðar og,
Reyðarfjarðardjúpinu. Veður var
gott á miðunum, en nokkur þoka
eystra.
Þessi skip höfðu tilkynnt afla
yfir 500 mál og tunnur:
Raufarhöfn og Siglufj.:
Björgvin 550, Sigurpáll 200, Svan
ur RE 800, Ámi Magnússon 70Ö,
Anna SI 1.300, Gunnhildiur 700,
Faxaborg 1.100, Björgúlfur 70Ö,
Kópur 900, Guðbjartur Krist.
1.000, Héðinn 750, Sæfari BA
1.200, Elnar Hálfdán 1.100 og
Bára 1.300
Seyðisfjörður:
Gissur hvíti 550, Helga Björg 650,
Sæúlfur 500, Gunnar SU 600, Mar-
grét 600, Glófaxi 850, Hafrún NK
500, Helgi Flóvents 950, Skarðs-
vík 600, Engey 800, Ólafur
Tryggvason 800, og Sunnutindlir
800.
Húsavík 6. júlí.
Engin síld hefur komið hingað
síðan á miðvikudag, en hér er bú-
ið að salta í 1200 til 1400 tunnur.
í dag verður jarðsunginn frá
Húsavíkurkirkju Björa Jósefsson,
sem hér hefur verið héraðslæknir'
yfir 40 ár. j
Vinna verður lögð niður á Húsa-
vík meðan útförin fer fram.
Seyðisfirði, 6. júlí
Dauf síldveiði var í nótt og er flot
inn að færa sig norður á bóginn.
Skipin voru að koma inn í morg-
un með slatta og verður saltað á
öllum söltunarstöðvunum hér í
dag. Þoka er á og dumbungsveður
og rigndi í nótt.
Eskifirði 6. júlí.
Enn er dauft yfir síldarlífinu hér.
Síldai’verksmiðjan er enn ekki
fullbúin til starfa. Söltun síldar er
ekki byrjuð hér á Eskifirði.
Framh. á 3. síðu
ÞESSI mynd er tekin af As-
kénazy-hjónunum og litla
syninúm, þegar þau komu til
Reykjavíkur í fyrrinótt klukk
an þrjú. Þá voru þau bæði
þrcytt eftir ferðalagið og um-
stang undanfarinna daga.
Ekki reyndist unnt I gær að
ná sambandi við þau, þau
hvíldu sig fram eftir degi,
en síðan fór Askenazy að æfa
sig nndir tónleikana, sem
voru í Þjóðleikhúsinu I gær-
kvöldi. Hann vildi fá að vera
í friði.
Þess má geta, að Askcn-
azý átti afmæli í gær, varð
26 ára gamall. Þau hjónin
munu halda fund með blaða-
mönnum áður en þau fara.