Alþýðublaðið - 16.07.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.07.1963, Blaðsíða 9
daginn andlitsteikningar og máln- ingu. Svo var einnig mikið gert af því að mála náttúruna. Á sumrin fórum við í viku ferðalag út á land til að mála.“ „Lagðir þú stund á eitthvað fleira en inálaralist?" „Ég var tvö ár í hernum. Mér fannst það mjög leiðinlegt, en mað- ur komst ekki út úr landinu fyrr en búið var að ljúka við herskyld- tma.“ „Hversu gamlar eruð þið þeg- ar herskyldan byrjar?" Bat Yosef „Við erum átján ára. Margar stúlkur gifta sig áður en þessum aldri er náð til að losna við her- skylduna." París dásamlegasta borg heimsins. „Hyað olli því að þú hélzt til útlanda?" „Ég fékk styrk og hélt því til Parísar. Mamma er á §ömu skoð- un og allir ísraelsmenn og sagði við mig að tími væri til kominn að skoða hinn stóra heim. ísrael er aðeins lítill hluti af honum." „Hvernig voru fyrstu kynni þín af París?“ „Fyrst eftir að ég kom til Par- ísar þjáðist ég af heimþrá. Síðan fór ég að kunna vel við að vera ein og óháð. Samtök ísraelsmanna eru góð í borginni, við vorum oft l ■ ■ ■ i ■ ■ ■ ■ ■ * ■ yt ■ ■ i ■a■■■■■■■■■■••■*■■■■naBBaan■■•*■■■■■■■■■■■■■■{ ■ ■s■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! ■a■■■■i ------------'•« •■■•■■■■■•*■■■•■■■■■■■■■■■■■■■aa■■■■■■■■■■«■■ ■•■■■■■■■•■■^■•■■•■•■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■•■'.•■i ;■■■■■■■■■■■■■ saman og hjálpuðum hvort öðru.“ „París er töfrandi borg. Ég vil helzt líkjá henni við lífselexír.. Borgin er mikil menningarmið- stöð og hvern dag skeður eitt- hvað nýtt. Hún er með sönnu borg listamannanna." „Þurftir þú ekki að vinna með náminu?“ „Jú, ég hef unnið við allt mögu- legt. Um tíma kenndi ég hebresku. Á sumrin gætti ég oft barna á sum arheimilum. Ég hef unnið sem vinnukoná, við húsamálningar, teikningu og margt fleira. Eitt sinn fór ég í þriggja mánaða ferða lag meðfram Miðjarðarhafsströnd- inni, sem barnfóstra.“ „Hvað gerðir þú aðallega þér til gamans?" „Ég fór oft í ferðalög á putt- anum. Á þann hátt hef ég ferðast um flest öll Evrópulönd. Ég hef mikinn áhuga á að kynnast þjóð- um og sérkennum þeirra.“ Kynntist Ferró í Flórens. „Þegar bú varst búinn að ljúka námi við listaskólann í París, hver voru þá framtíðaráform þín?“ „Ég fór til Flórens til að læra meira og skoða söfnin í landinu. í Flórens hafði ég í hyggju að dvelja um ár og halda svo heim til ísrael og búa þar allt lífið út.“ „Hvað varð svo til að breyta áformum þínum?“ „Ég hitti Ferró í Flórens á prímuballi, sem Jistamenn héldu. Við Ferró vorum þar samtíða í tvö ár. Hann var að stúdera við lista- akademíuna." „Hvernig líkaði þér í Flórens?" „Borgin er mjög falleg og frið sæl, en ítalir mega einir selja myndir þar.“ íslendingar fordómalausir. „Ég var í fyrstu mjög hrædd við að koma til íslands. Ég var hrædd við að fólkið myndi líta á mig sem útlending og ég var hrædd við, að fjölskyldu Ferrós myndi ekki geðjast að mér. — En það var ekki fólkið, sem sætti sig ekki við mig, heldur kom veðráttunni og mér illa saman. Ég veiktist skömmu eftir komuna." „Ég kom í fyrsta sinn til tslands í febrúarmánuði með skipi. Fjöl- skylda Ferrós hafði aldrei séð mig svo að ég snyrti mig eftir beztu getu til þess að áhrifin yrðu sem bezt, fór í háhælaða skó o.s.frv. Úti á þilfari var allt frosið. Ég missti jafnvægið og datt niður á milli taskanna. Þannig urðu fyrstu kynni mín við tengdaf jölskylduna" „Fyrst eftir að ég kom hingað var ég alltaf á hausnum. í ísrael hafði ég aldrei séð snjó og í París er mjög lítið af honum. Hér finn ég ekkert fyrir að litið sé niður á nokkurn kynþátt. Hér eru allir svo hjálpfúsir og kurteisir." „Eg er íslenzkur ríkisborgari. Fólkið tók á móti mér með opnum örmum, en daufari fannst mér und irtektir yfirvaldanna. Þegar ég hélt sýninguna í vetur kom enginn af þeirra hálfu til að líta á hana. Þeir líta á mig sem útlending og keyptu því ekkert af verkum mínum á ís- lenzka listasafnið." í sýningarskránni, sem ég gaf út í vetur, lýsti ég þeim áhrifum, sem ég varð fyrir við að koma tii íslands, og endurspgeglast þau í verkum mínum. Vindurinn hafði mjög sterk áhrif á mig. Ég fór að mála abstrakt-myndir og notaði náttúruna sem fyrirmynd." Alheimsborgari. „Ég tilheyri þeim fámenna hóp manna, sem erum að reyna að leysa þjóðarfjötrana. Mér líður eins vel og ég væri heima hjá mér í öllum löndum, en margar þjóðir vilja ekki vekja þannig tilfinning- Framh. á 12. síðt MALVERK FLEIRI DEYJA ÁTI EN ÚR OFD OF- „ÞAÐ er ekki hægt aff líkja gamalli manneskju viff vél, sem er orffin útslitin”, sagði rúm- lega áttræffur prófessor á al- þjófflegu tannlæknaþingi, sem haldiff var í Stokkhólmi fyrir skömmu. Prófessorinn, sem heitir Folke Henschen, ræddi um vandamál, sem mannkyniff hef- ur staðiff andspænis frá alda- öðli. Rússar hafa fengizt nokk- uff viff rannsókn þessara vanda- mála. Voronoff lét flytja eistu úr apa yfir í menn, og Metsch- nikoff hefur komiff fram meff kenningar um þessi mál, og heldur því fram aff vissar eit- urverkanir í ristlinum valdi byrjun á ellihrumleika. Þess- vegna verffi að berjast gegn þessum eiturgerlum meff öffr- um, sem skaðlausir eru. Hæf- astir til þess eru taldir. gerlar, sem er aff finna í youghurt (Youghurt er búlgarskur súr- mjólkurréttur, ekki ósvipaffur skyrinu okkar). Sagt er aff þeir sem neyti youghurts verði lang- lifir. Þaff má þegar finna ellimörk á fósturskciffinu. Ýmis líffæri hverfa meffan fóstriff er í móff- urkviffi. Hin kjarnalausu rauffu blóffkorn lifa að meffaltali 120 daga eftir aff þau hafa jnynd- ast í beinmergnum. Beinmergurinn, þar sem þessi blóðkorn verffa til, heldur krafti sínum fullkomlega fram á síðustu ár mannsins. Vefur beinmergjarins ætti frá fræöi- Iegu sjónarmiði aff geta lifaff endalaust. Húffin, maginn og þarmarnir framleiffa einnig mjög mikiff af nýjum frumum. Lífstíff annarra líffæra er aftur takmarkaffri. Legkakan lifir í níu mánuffi, eggjastokkarnir yf- irleitt í fimmtíu ár. Frummynd anir eiga sér einnig staff í lifr- inni, innkirtlunum og hjarta- vöffvanum. Mifftaugakerfiff, — heilann og mænuna skortir aftur á móti hæfileikann til endurnýj- unar. Viff fæðumst með þær frumur, sem þar eru, og þær fylgja okkur frá vöggu til graf- ar, ef svo má aff orði kveffa. Deyi einliver taugafruman, kemur ekki önnur í hennar staff. í sambandi viff ellina skipta daglegar venjur fólks meira máli, en flestir mundu freist- ast til aff halda. Of mikill mat- ur, sérstaklega þó feitmeti, og neyzla áfengis, eru oft orsakir sjúkdóma, sem draga menn til dauffa. Þeír eru fleiri, sem deyja úr ofáti en ofdrykkju. Tóbaltsnotkun og óhreint and rúmsloft eiga í vaxandi mæli sinn þátt í aff stytta líf manna. Einnig má nefna þaff, aff fæst- ir unna sér nægrar hvíldar frá önnum slarfsins. Áhyggjur og taugaspenna hafa aff sjálfsögffu mjög neikvæff áhrif, þótt ein- staklingar séu auffvitaff mis- jafnlega vel fallnir til aff þola slíkt. Þaff er einnig slæmt, ef menn setjast of sncmma í helg- an stein, og hætta aff vinna fyrr en menn þurfa. Vilji menn verffa skammlífir skulu þeir gera vel viff sig í mat og drykk. En vilji menn verffa langlífir skulu þeir gæta þess aff hreyfa sig mikiff, og vinna í bófi. Margt er þaff annaff sem styttir æviskeiff manna. Má til dæmis minna á smitanir alls- kyns og eitranir, vítamínskort o. fl. ÆffaköJkun getur byrjaff strax hjá börnum. Æffakölkun er algengasta banamein manna í Vestur-Evrópu og í Bandaríkj unum. Hægt er aff nokkru aff fyrirbyggja æffaköikun, meff sérstöku mataræffi. Einkum ber aff forffast allskyns fituefni, aff því er prófessor Henschen sagði á fyrrnefndu tannlækna- þingi. iiiif 4:::a ::::: ::::: 5:5:1 ::::: ::::: ::::: ::::? ::::: ::::: m ■■■■■ )■■■■ ........................ l.«l.«<IIIHJIIlPIHau> «B •■■•■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■ B ■■ ■ ■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■•■■»■•■■■■■■■•■«!«■■■■■■•■■» ' ■ ■■•■■■■■■■■■■«■■£«■■■■■■■■■■■■1 «■■•■■■■•■■■■■■■■■■»•■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«•■■■■■■ m«»■■■■■■■£■««■•■■■■e«■•«■■■■■»(■•■>■ ■■««■■■:■■■■■»■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■"■»■■■■■■•■■■■■■■■■ .••■■•■ ■'■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■! ■■miir..iitM ■■»•■«■•••• •■■■»jí« ■■■■■■■»«•■ * ■■•■•■■■••■•••■ •*«■ ■«:::: ■■■:^»« :■•**: ■■■■s *■■■■ ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 16. júlí 1963 «$

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.