Alþýðublaðið - 17.07.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 17.07.1963, Blaðsíða 15
ÁSTARSAGA Á SJÚKRAHÚSIEFTIR: LUCIILA ANDREWS túrbaninn. Hvað á ég nú að gera, sagði ég við sjálfa mig. Á ég að biðja einhvern um fyrirgefn- ingu? Og það, sem allt” veltur á, — hvað ætli hann geri? Ætli liann klagi fyrir skurðstofu- hjúkrunarkonunni eða yfii’hjúkr- unarkonunni? Mér varð hugsað til Bennings og hvað hún segði, ef hún kæmist að þessu? Skurðstofuhjúkrunarkonan kom þjótandi inn, þegar ég var að velta þessu fyrir mér í ör- væntingu. —. Hvernig líður yður, systir? Er allt í lagi núna? Gott. Eg sagði frá því uppi á deild, að yður hefði ekki liðið vel, en þér liefðuð komið yður út hjálpar- laust eins og hjúki-unarkonu sæmir. Farið þér nú úr skurð- stofusloppnum og stígvclunum og komið yður upp á deild. Eg sé ekki út úr því, sem ég hef að gera, —. en ég vildi aðeins vera viss um, að þér væruð hress- ari. —- Þakka yður innilega fyrir, systir, sagði ég. —'Mér líður á- gætlega, — en ég er hrædd um . . en hún var þegar öll á bak og burt. Eg dró af mér utanyfirfötin, lagaði til á mér hárið og festi á mig kappann, áður en ég hélt upp á deild með hjartslætti og kvíða. Verst af öllu var, að skurð stofuhjúkrunarkonan hafði talað við mig eins og skyniborna mann eskju, — ég velti því fyrir mér, hvernig viðmót hennar yrði næst, þegar við sæjumst, .. ef yfirlæknirinn nefndi þetta. Og það yrði hann að gera, þar sem hann var yfirlæknir og bar á- byrgð á því, að reglur sjúkra- liússins væru haldnar. . . Eg fékk aftur velgju, — en því mið ur gat ég ekki látið líða yfir mig og gleymt öllu saman. Eg kom inn á deildina skjálfandi á bein- unum. Yfirhjúkrunarkonan sat og við skriftir við borðið sitt, þegar ég kom inn. Eg stanzaði fyrir fram- an hana og krosslagði hendur fyrir aftan bak. — Eg er komin frá skurðstofunni, systir. Hún leit upp. Og allt gekk vel, systir? Gott! I-Iún leit á vinnuskrána. Þér hafið ekki fengið te ennþá, systir Standing, svo að þér skul- uð fyrst af öllu fara inn í eld- húsið og biðja Elsu að taka til mat handa yður. Þegar þér eruð búnar að borða, komið þér hing- að aftur. Hún greip pennann og ætlað- ist augljóslega ekki til þess, að samtalið yrði lengra. Eg var alls ekki svöng, en lagði samt leið mína inn í eldhúsið, þar sem Josephine var önnum kafin við að skammta. Hún heilsaði mér með þessum orðum: Nú, svo þú ert komin aftur! Hvernig var það, Kósa? Við fréttum, að það hefði liðið yfir þig! Þegar ég var búin að borða, fór ég aftur inn á deildina. Yfir- hjúkrunarkonan kinkaði vin- gjarnlega kolli til mín og bað mig að fara að búa um rúm. Benn- ings hélt sig á bak við skerm fyrir framan rúm eins uppskurð- arsjúklingsins og ég var því feg- in, að ég þurfti ekki að sjá hann. Eg hafði ekki talað við hana eft- ir að ég kom upp, og ég bjóst. ekki við, að hún yrði eins um- burðarlynd og yfirlijúkrunarkon- an. Josephine hafði fengið orð í eyra íyrir að það skyldi líða yfir hana á skurðstofunni. Það var einna helzt eins og ég hefði látið líða yfir mig af ásettum vilja, sagði Josephine. Mér til mikillar undrunar minntist Bennings ekkert á yfiriið mitt, hvorki þetta kvöld eða síðar. Hún lét ekki sitt. eftir liggja að gagnrýna hegðun mína og starf, — en atvikið á skurð- stofunni minntist hún ekki á. — Eg skil þetta ekki, sagði ég við Josephine einu sinni, þegar við sátum yfir kaffibolla á mat- Stofunni eftir hádegisverðinn daginn eftir. Eg hefði helzt búizt við því, að Bennings sleppti sér algjörlega af því að líka skyldi líða yfir mig. En hún hefur ekki minnzt á það. Kannski höfum við hana fyrir rangri sök Ég var hrærð í hjarta. Hún er bara dugl. og drífandi hjúkrunarkonuvél Ég hugsi í bollanum mínum. Kann- ski hefur hún gullhjarta á bak við skelina, þegar öllu er á botninn hvolft. Þú mannst, — hvernig við misskildum kennslu- konuna. Josephine grét af hlátri. En af því að hún var Josephine gerði hún það hóglega. — Rósa þú getur ekki sagt þetta? Elskan mín, hún bíður bara eftir hent- ugu tækifæri. Bennings hefur ekkert gulllijarta. Eg efast um að hún hafi yfirleitt nokkuð er viss um, að hún gengur fyrir olíu! Hún leit í kringum sig á matstofunni. Hún er alveg eins og draumaprinsinn hennar, • — yfirlæknirinn. Eg var að horfa á hann á skurðstofunni í gær. Hann er álíka tilfinningaheitur og gufuvél. En guð minn góður, — ég vildi óska þess, að ég hefði séð hann, þegar hann tók þig upp af gólfinu í einkaskrifstof- unni hans! Eg hefði viljað gefa mikið fyrir að sjá það! Eg verð að játa, að ég dáist að hugrekki þínu, Rósa. Eg hefði aldrei þor- að að láta líða yfir mig þar inni! En ég lét ekki líða yfir mig viljandi, — sagði ég í mótmæla- skyni, — og ég held að hann hafi ekki heldur tekið mig upp af gólfinu. Þetta var allt dálítið óljóst, en ég man bara, þegar ég raknaði úr rotinu, sat ég á bekk, svo kannski hann hafi bara slengt mér á hann. Geturðu í sannleika ímyndað þér. að nemi á fyrstá ári geri sér leik að því að láta líða yfir sig inni hjá yfir- lækninum! Eg er kannski lcjána- leg að ýmsu leyti, Josephine, — en svo kjánaleg er ég ekki. Er það satt, systir, spurði rödd að bakí okkar. Við litum við. Hávaxni, dökk- hærði læknastúdentinn, sem ég hitti í kjallaranum. þegar við frú Clark vorum úti að aka, stóð þarna. Hann brosti breitt til okkar og hneigði sig djúpt. — Góðan daginn! Er þetta lokaður fundur, ungfrúr mínar, eða get- ur vesæll stúdent fengiff að tylla sér hérna? Hann beið ekki eftir svari en tók stól frá næsta borði og settist á milli okkar. Eg skal fara, ef ykkur er á móti skapi að drekka kaffi með læknastúd- entum, en ef .þið ætlið að um- bera það, langar mig til að kynna mig. Eg heiti Martin — William Davis Martin, — og geng undir nafninu Bill. Hann hálf reis upp í sætinu, hneigði sig aftur djúpt, settist síðan og kinkaði kolli til mín. Mér hefur veitzt sú ánægja að hitta yður fyrr, systir. — Já, sagði ég og leit á Josep- hine. Eg hitti hr. Martin einu sinni, þegar við vorum á forskólanum. Bill Martin kinkaði aftur kolli til okkar. Við rákumst á má segja. Segið mér, systir, hvernig líður frú Clark? Er hún nokkuð slæm í hnjánum núna? Og seg- ið mér annað, ég er rauðglóandi af forvitni. Eg kann ekki að skammast mín og þess vegna hlustaði ég á, hvað þið voruð að segja núna, — en endurtakið það samt fyrir frænda gamla. Hvað voruð þið að tala um skiptiher- bergi yfirlæknisins? Hann lækk- aði röddina. — Er ljóshærði yfir- læknirinn nú farinn að laumast með stelpur inn á skiptistofuna? Það væri sannarlega frétt í lagi. Almáttugur! Það var ekkert svoleiðis! Alls ekki. í guðsbæn- um gleymið þér því, sem þér heyrðuð Martin! Það var heldur ekki neitt! — Eg gerði bara dá- lítið skammarlegt. — Og satt að segja kom yfirlæknirinn sér- staklega göfugmannlega fram, — þess vegna vil ég alls ekki, að það sé talað meira um þetta. . . Þetta er ekki neitt sælgæti fyrir skæðar lungur, — bætti ég við og Ieit fast á hann. Hann hló. Takið þér þessu ró- lega, góða mfn. — En þér megið trúa því, að það fer ekki lengra, þótt ég heyri það. Það leit ekki út fyrir, að hann mundi gefa sig, svo að ég sagði honum, hvað gerzt hefði. Hann liló, þegar ég þagnaði. Eg verð að játa, að ég varð fyrir von- brigðum. Eg vonaðist til, að ég hefði dottið niður á dálítið hneyksli, sem gæti lífgað upp á tilveruna. — Hafið þér svona gaman af hneykslissögum, hr. Martin? — spurði Josephine kuldalega. Hann leit á hana og brosti breitt. — Eg er alveg á kafi í þeim, systir. Hvað annað getur maður tekið sér fyrir hendur, þegar lokaprófið stendur fyrir dyrum? Eg verð að einbeita mér að einhverju — annars yrði ég vitlaus. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum. — Sumir leika fótbolta, aðr- ir hugga sig við flöskuna, sumir flýja til kvenna. Það fer eftir skapgerðinni. Eg slúðra. Eg he£ eyrun sífellt opin og er með nef- ið niðri í öllu. En ég skil fyrr en skellur í tönnunum, stelpur, — og í þetta sinn verður frændi að gjöra svo vel og halda sér í stilli. Við skulum þá koma beint að efninu og verða vinir. Eg er búin að segja ykkur, hvað ég heiti. Viljið þið ekki segja mér, hverjar þið eruð? Svipurinn á Josephine breytt- ist svo skyndilega, að ég gat ekki annað en undrazt. Hún brosti töfrandi. Iivers vegna ekki? Eg er Josephine Forbes. Þetta er Rósa Standing. Hann heilsaði okkur með handabandi. En um leið og hann sleppti hönd minni stóð hann upp og sagði: Góðaú daginn, herra! Get ég gert nokk- uð fyrir yður? Yfirlæknirinn stóð fyrir aftan Josephine. — Já, ef þér megið vera að því, Martin. Fyrirgefið, að ég ónáða yður í kaffitímanum, en þegar ég sá yður, mundi ég eftir því, að ég ætti að ganga frá þessu með miðana núna. — Get ég fengið tVo miða? Bill Martin tók fram miða- búnka, reif tvo miða af og rétti yfirlækninum. — Með mestu á- nægju, herra. Eg gleðst sannar- lega yfir því, að þér viljið koma. Eg vonast til, að þetta verði gott kvöld, — við höfum náð í ágæta hljómsveit til tilbreytingar. Þetta hljómar ekki illa, Mart- in. Yfirlæknirinn horfði á okkur Josephine með þeim ókunnug- leika í augnaráðinu, sem við vor- um nú farnar að venjast a£ öllum mönnum í síðum, hvítum slopp- um. Þess vegna lá við, að ég fengi taugaáfall, þegar hann heilsaði upp á kappann minn með þessum oruðm: — Góðan daginn, systir Sland- ing! Svo fór hann. Bill Martin settist niður og klóraði sér í höfðinu. — Jæja, jæia, jæja. Svo að Jake Warring ætlar á ballið! Hvað segið þið um það, stúlkur mínar? Joseph- ine spurði, hvort það væri eitt- hvað sérstakt að segja um það, Fara ekki læknarnir á svona há- tíðir? *! — Flestir þeirra, jú, svaraði Nill. En Jake liefur verið undan tekning til sönnunar regtunni þangað til núna. Enginn hefur nokkurn tíma séð Jake Warring dansa. Þótt þið gerið .vkkur það ekki ljóst, hafa orðið tímaskipti við þett.a borð. Dökk hárir. risu á höfðinu á honum af æsingnuflj. AStóra spurningin er, hver e'r svo lukkuleg að vera boðin með yfirlækn inum ? Deildarh ]úkrunár konan okkar kannski — skaut Josephine inn í. Ilann hrukkaði ennið. Veðjið þér á Jenny Benn- ings? Ilann leit á mig. — Hva$ með yður, systir Standing? Feng- uð þér einhverjar nánari fréttir á skrifstofunni?! — Allt sem ég fékk þar, var bragðvont meðal og aðvörup g)P!B ;0Pf NMAGtN éjácMMt- — Eg ætla að kenua júmbó og kisu að sitja fallega til borðs. ALÞÝOUBLAÐIÐ — 17. júlí 1963

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.