Alþýðublaðið - 17.07.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 17.07.1963, Blaðsíða 13
Um síðustu helgi kom Guðjón Jónsson með vegavinnuskúr inn á Hveravelli. Skúrinn er það stór og fyrirferðarmik- ill, að ekki var hægt að koma honum yfir brúna á Hvítá við Hvítárvatn. Ekið var þvi með hann norður í land og komið á Hveravelli norðan frá. — Skúr þessi verður bækistöð varðarins á Hveravöllum og er hann hinn vistlegasti með 2 rúm- stæðum og lítilli eldavél. Þar verður talstöð í sumar. Á myndinni er Þorleifur Hauksson, húsvörður, og Guðjón Jónsson bílstjóri. Myndin er tekin um kl. 9 árdegis síðastl. sunnudag. — Ljm. St. Nik. |k I / | / | ■ Myndin er tekin síðastliðinn sunnudag og sýnir nýjan skála, sem byggður hef- C \£ ,Sj I S ur verið við sæluhús Ferðafélags íslands í KerlingarfjöIIum. Skáli þessi verð- I 1 J I Ji\Ull ur fyrir skiðafólk og verða í honum nokkur rúmstæði, svo og hitunartæki. Námskeið þessi eru orðin afar vinsæl og eru margrir þar í tjöldum eins og sést á myndinni. — Myndin er tekin um hádegisbilið síðastliðinn sunnudag. Þá var ágætt veður þar en þoka síðdegis á fjallatoppum. — Ljm. St. Nik. Góðar horfur Framh. af 4. síðu aukast ört í öllum löndum Aust- ur-Evrópu — yfirleitt örar en á- ætlað hafði verið fyrir árið 1962. ÞRÓUNARLÖNDIN OG EFNAHAGSLEG SAMEINING EVRÓPU Haldi efnahagsútþenslan í Vestur-Evrópu áfram með sama hraða og á árunum 1950—60, cr sennilegt að innflutnlngur Vest- ur-Evrópu frá öðrum heimshlut- um muni fara stöðugt vaxandi, jafnvel þótt hlutdeild þessara landa í allsherjarviðskiptum Vestur-Evrópu muni minnka vegna hinnar efnahagslegu sam- einingar, segir í fyrra hluta skýrslunnar, sem f jallar um þró- unarlöndin og alþjóðaviðskiptin. Hins vegar mundu hinar óhag- stæðu afleiðingar þess, að I stað innflutnings komi innlend fram- leiðsla, ef samdráttur yrði í Vest- ur-Evrópu frá öðrum löndum haldi áfram að aukast, geta þar fyrir utan ákveðnar vörutegund- ir og ákveðin lönd orðið fyrir efnahagslegum skakkáföllum af sameiningu Vestur-Evrópu. Á það einkum við um landbúnað- inn. TECTYL ryðvörn. Sjöfug í dag: INGVELDUR Jónsdóttir er 70 ára í dag. Ilún er fædd á Blauta- læk á Brunasandi í Hörgslands- hreppi 17. juií 1893. Bærinn ligg ur þar á Síðunni, þar sem Mýr- dalsjökull og fjallið Lómagnúp- ur blasa við. Lómagnúpur er í augum margra Skaftfellinga fal- légasta og tignarlegasta fjall landsins og Ing tn er á sömu skoðun. Þrátt fyrir hið fallega bæjarstæði, er bærinn kominn í eyði íjmir löngu. Ingveldur hefur dvalið mestan hluta ævi sinnar í Skaftafells- sýslunum. Hún hefur verið kaúpakona á mörgum bæjum og þekkir því vel hina fornu ís- lenzku sveitamenningu. Einn merkilegasti atburðurinn í lífinu telur hún vera ferðina til Reykja Tékkneskur styrkur Tékknesk stjórnarvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til átta mánaða háskólanáms í Tékkó slóvakíu námsárið 1963-64. Styrk- urinn nemur 700 tékkneskum kr. á mánuði, kennslugjöld eru eng- in og styrkþega verður séð fyrir húsnæði og fæði á stúdentagarði með sömu kjörum og tékkneskir stúdentar njóta. Ætlazt er til, að styrkþegi komi til Tékkóslóvakíu eigi síðar en 1. september n.k. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg fyrir 6. ágúst n.k. og fylgi staðfest afrit prófskírteina svo og meðmæli. Umsóknareyðublöð fást í mennta málaráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 10. júlí 1963 víkur, sem hún fór tólf ára göm- ul ríðandi. Þetta var merkilegur viðburður í lífi ungrar stúlku á þeim dögum,' Mætti líkja honum við ferð unglings á okkar tim- um til Miðjarðarhafslandanna. — Mér fannst ósköp gaman að koma til kaupstaðarins segir Ingveldur. Aðalbyggingamar, sem ég man eftir úr ferðalaginu voru dómkirkjan og Gefjun Iðunn. Já, svona var nú það. Margt hefur borið á daga Ing- veldar. Með mestu ánægju hugs- ar hún aftur í tímann til dval- arinnar hjá frænku sinni, Guð- ríði á Blómsturvöllum í Fljóts- hverfi. í Reykjavík héfur Ing- veldur dvalið um 20 ára skeið, og segir hún, að Reykjayík sé góð fóstra. ; Vinarf ólk Ingunnar ,óskar henni til hamingju með afmælið og alis góðs á komandi árum. S. S. Nafn mataríns Framh. af 4. síðu jarðhnotumjöl og siginn fisk í Senegal. AÐEINS EINN IIUNDRAÐS HLUTI FÆÐUNNAR ER ÚR SJÓNUM ÞAÐ er allt of fátt fólk sem etur fisk, segir Fridthjof. Af öllum þeim mat sem maðurinn lætur í sig, kemur aðeins 1 af hundraði úr sjónum. í flestum tilvikum á það rætur að rekja, til þess, að fólk á ekki kost á fiski. En jafn- vel þó að hægt sé að útvega fisk, geta fordómar, venjur og nafn eða útlit fisksins valdið miklum erfiðleikum. Frá viðleitni sinni — sem oft- ast bar árangur — við að rjúfa andspyrnuna segir hann 1 nýút- kominni bók, „Encouraging the Use of Protein-Rich Foods”, sem FAO gefur út. Af þessari bók, sem er handbók og hin fyrsta sinnar tegundar, er ljóst, að hann hefur beitt sundurleitustu hjálp argögnum í starfi sínu: kvik- myf.idasýningum, brúðuleiksýn-l ingum (í bókinni er heilt brúðu- leikrit), matreiðslusýningum, heimsóknum á heimilin, „matar- leikjiun” fyrir böm, kennslu í skólum o. s. frv. ÓVÆNTUR ÁRANGUR STUNDUM geta einföld brögð borið óvæntan árangur, eins og eftirfarandi dæmi sýnir: í Chile reyndi Fridthjof að vekja og auka áhuga fólksins á fiski sem hét merluza (kolmúli). í Argentínu og Uruguay er þessi fiskur mjög vinsæll. En í Chile er slík ofgnótt af merluza, að fólki finnst hann ómerkilegur og etur hann ekki. Fridthjof og sam starfsmenn hans ákváðu því að gera smátilraun. Þeir urðu sér úti um nokkur hundruð kg. af merluza í bezta gæðaflokki og settu upp söluskála á fiskmark- aðinum í strandbæ nokkrum. —■ Þeir skiptu fiskinum í tvær hrúg- ur. Við aðra hrúguna settu þeir spjald með gangverði, en við hina spjald með tvöföldu verði. — „Um kvöldið vorum við bún- ir að selja alla dýru hrúguna, en stóðum uppi með helminginn af þeirri ódýru. Skýri þeir, sem skýrt geta”. ÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. júlí 1963 J3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.