Alþýðublaðið - 17.07.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 17.07.1963, Blaðsíða 16
44. árg. — Miðvikudagur 17. júií 1983 — 153. tbl. Færeyjaflug 23. júlí? í FRÉTTASKEYTI frá norsku frcitastofunni NTB í gær segir, að þess sé að vænta, að nýi flug- völiurinn á Vaagö í Færeyjum verði opnaður tií umferðar í þess- ari viku. Þá segir, að Flugfélag Is- lands muni næstu daga fljúga reynsluferðir til Vaagö áður en hafnar verði reglulegar áætlunar- ferðir þangað. á leiðinni til Ber- gen. Kaupmannahafnar og Skot- lands. Blaðið náði tali af Birgi Þórhalls syni, deildarstjóra hjá Flugfélag- inu og spurðist fyrir um hvað liði Færeyjaflugi. Kvað hann ekki rétt, að farið yrði nokkuð tilraunaflug, en það væri von ráðamanna Flug- félagsins,,að hægt yrði að hefja á- ætlunarflug um Færeyjar 23. júlí, næstkomandi. Ekki væri endan- lega búið að ganga frá nauðsyn- legum leyfum, en vonandi mundi það komast í lag innan skamms. Birgir sagði, að um lengri tíma hefði verið stefnt að því, að byrja Færeyjaflugið 23. júlí, og búið er að fá flugvél af gerðinni DC-3 til flugsins. Er hún væntanleg til landsins á morgun. LITIL VEIÐI Treg sílaveiði var sl. sóíarhring Vitað var um afla 24 skipa af mið unum við Kólbeinsey með samtals 8480 mál og tunnur. Veður var þar óhagstætt, en mestallur flot- inn er á þeim sl'óðum. Veður var einnig óhagstætt fyrir austan land. Þar fréttist af einu skipi með 150 tunnur síldar, sem fékkst út af Glettingi. Þessi ekip höfðu tilkynnt afla 500 mál eða tunnur og þar yfir. Helga Björg 500, Guðmundur Pétursson 1100, Sólriín 700, Jón Finnsson 900 og Sigurður SÍ 750. RAFVIRKJAR HAFA SA Félag íslcnzkra Rafvirkja sam- þykkti á fundi sínurn í gærkveldi nýja kaup- og kjarásamninga. Samið var um 13% kauphækkun og gildir samningurinn frá og með 12. júlí til 15. október n.k. og fell- ur þá úr gildi án uppsagnar. Það nýmæli er í þessum samn ingum, að nú fá rafvirkjar 0,75 kr. á tímann í verkfæraþóknun til viðbótar tímakaupinu. Þá var og um það samið, að rafvirkjar,; sein stjórakaupið 15% liærra en lokið haía prófi frá rafvirkjadeild Vélskólans, fái 10% liærra kaup, en annars er samið um. Einnig var samið um greiðari áðgang rafvirkjasveina að nám- skeiðum, en próf frá slíkum nám- skeiðum hækkar kaup sveina um 10%. ' . Þá var sgmið í fyrsta skipti um kaup flokksstjóra og verður flokks sveinakaup. Reumert afhenti Þjóðleik- húsinu mynd af konu sinni Paul Reumert afhenti Þjóð- leikhúsinu í gær mynd af konu sinni, frú Önnu Borg. Af- hjúpaði Reumert myndina í við _ urvist menntamálaráðherra, ÞjóðleilihúííVáðs,: sonar sfns. Stefáns og blaðamanna. Þjóð- : leikhússtjóri, Guðlaugur Rósin- kranz veitti gjöfinni móttöku fyrir hönd Þjóðleikhússins og , kom henni fyrir í kristalssalu- Kl. 3 í gær var safnast saman í kristalssalnum fyrir framan í myndina af frú Önnu. Þarn® voru auk Raul Reumert og Stef ;;_t_----------------- Éfri myndin er af (talið frá vinstri) Vilhjálmi Gíslasyni, útvarpsstjóra, Gylfa Þ. Gísla- syni menntamálaráðherra, Har- aldi Björnssyni leikara, Paul Reumert og Guðlaugi Rósin- kranz Þjóðleikhússtjóra. Neðri myndin er tekin af Reumert þar sem hann stendur fyrir framan myndina. áns sonar hans, sem er bús.ettur hér, menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, Guðlaugur Rósin- kranz Þjóðleikhússtjóri, með- limir Þjóðleikhússráðs, Vil- hjálmur Þ. Gíslason útvarps^ stjóri, Hörður Bjarnason húsa- meistari ríkisins, Jakob Bene- diktsson, Haraldur Björnsson leikari, og blaðafulltrúi Þjóð- leikhússins, Klemens Jónsson. Paul Reumert kvað Önnu orð áður en hann afhjúpaði myndina., Hann sagði, að á þessari stund væri hugurinn hjá Önnu Borg, hennar auðuga persónuleika, göfuga hugarfari og næma tilfinningalífi. „Anna Borg elskaði land sítt ekki aðeins fólkið, þjóðina, heldur landið sjálft, hina is- lenzku jörð. Eitt sinn er við vor um á leið til Þingvalla var stanzað á Kambabrún og áður en nokkur vissi af, beygði Anna sig niður og kyssti moldina, hina íslenzku jörð.“ Paul Reumert kvvað Önnu alltaf hafa verið hrifna af ís- landi. Enda þótt hún hefði dvalið lengst af erlendis, þá hefði hugurinn alltaf veríð á íslandi. Hann sagði, að það væri sér einlægalega kærkomið að afhenda Þjóðleikhúsinu mynd af konu sinni. Er Reumert hafði lokið hinu hrífandi ávarpi sínu, afhjúp- aði hann myndina. Er þetta mál verk gert eftir mynd.er Her- ' man Wedel málaði af Önnu í stríðsbypjun. Ijjfti'rmyndin er gerð af Daniel Hvidt. Þjóðleikhússtjóri, Guðlaugur Rósinkranz, þakkaði gjöfina með nokkrum orðum. Hann sagðl, að myndin sýndi ekki einungis ytri fegurð frú Önnu Borg, heldur einnig hlna innri fegurð, sem hún hefði verið svo auðug af. „Anna Borg hóf leikferil sinn á íslandi, en það átti fyrir henni að liggja, að Framh. á 11. viðc Reykjaví mjólkurlaus: ? Eins og sagt var frá í blaðinu í gær, hafa mjólkurfræðingar boð- að verkfafl frá og með n.k. laugar degi, ef ekki uæst samkomulag fyrir þann tíma. Verkfall þe;ta næðl, ef til kæmi, til mjólkurfræð- inga hér í Reykjavík, við Flóabú- ið, í Borgarnesi, á Blönduósi, á Sauðárkróki og á Húsavík. Þetta eru uggvænleg tíðindi, því að verkfall mjólkurfræðinga á þessum stöðum þýðir, að engira söluhæf mjólk yrði framleidd á mjó.lkurstöðvunum, sem þarna eru staðsett'.þ- meöan á verljallinu stæði. Það munu því margir l'andsbúar fylgjast með þessum málum af at- hygli og áhuga og vona hið bezta. Sáttasemjari hefur boðað til sáttafundar með deiluaðilum kl. 18.30 í kvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.