Alþýðublaðið - 20.07.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.07.1963, Blaðsíða 8
::r: !!*K m ■ u|á ?!■" SAMKOMULAG náðist í sið- ustu viku í London um stofnun sambandsrikisins Malaysia. Fuiitrúar Malayay Siingapore, Norður-Borneo og Sarawak und.rrituðu samninginn, en Brunei neiíaöi ao ganga í sam- banusrikió á síðustu stundu. Sambandríkið verður í'orniiega seít á fót 31. ágúst n.k. Malaya hefur verið sjálfstætt ríki í brezka samveldinu síðan 1957, en Singapore er sjál'fs- stjórnarnýienda. Norður-Born- eó og Saravvak eru brezkar ný- lendur. Brunei er aftur á móti brezkt verndarríki og undir stjórn soldáns. Senniiegt er talið, að Brunei muni ganga í sambandsríkið seinna. Ástæðan til þess, að Brunei skarst skyndilega ur leik mun vera ágreiningur um fjármál, en Brunei hefur geysimikiar tekjur af olíu. Þá mun hafa verið ágreiningur um stöðu soldánsins innan hins nýja sambamdsríkis. herzla hefur verið lögð á að láta stofnun Malaysia ekki drag ast, en langt er síðan dagur stofnunarinnar var ákveðinn. Hið nýja sambandsríki verð- ur í brezka samveldinu. Her- stöðvar, sem Bretar fá þar tií þess að tryggja landvarnir sam- veldisins og friðinn í Suðaustur Asíu, eins og segir í samningn um, munu spara mikil útgjöld til landvarna, sem t.d. eru að sliga nágrannaríkið Indónesíu. Talið er, að Bretar vilji hvorki né geti notað herstöðvar í Malaysia gegn vilja íbúanna eða stjórnarinnar þar. xlr ÖLÍKAR ÞJÓÐIR. ★ NÝJAR ÁRÁSIR. SUKARNO — aðalandstæðingurinn. Samkvæmt samningnum munu Bretar halda herstöð sinni í Singapore. Indónesar hafa verið mjög andvígir stofn- un Malaysia svo og Fil.ppseying ar. Þeir hafa nú endurnýjað árásir sínar á sambandsríkið. Hlé varð á þessum árásum eft- ir utanríkisráðherrafund Mal- ala, Filippseyja og Indónesíu í Manila i síðasta mánuði. Á þessum fundi l'ýstu utanrík isráðherrarn.r því yfir, að þeir væru samþykkir stofnun Malay sia ef Sþ gengu úr skugga um. að íbúar landssvæðanna á Born eó væru fylgjandi hugmyndinni Nú hafa Sþ tilkynnt Indónesíu, að ekki gefist tími til þess aö ganga úr skugga um vilja í- búanna með víðtækri skoðana könnun fyrir stofnun Malaysia fyrir 31. ágúst n.k. Nú sakar Sukarno Indónesíuforseti Tunku Abdu) Rahman, forsæt isráðherra Malaya, um að hafa gengið á bak orða sinna. Tunku Abduf Rahman hefur verið aðalhvatamaðurinn að stofnun sambandsríkisins auk Lee Kuan Yew, forsætisráð- herra Singapore. Þeir eiga heiðurinn af samkomulaginu, sem náðist í siðustu viku eftir samsiingaviðræður, sem hafa staðið í rúm tvö ár. Mikil á- í hinu nýja sambandsríki verða mjög dreifð og ólík lands- svæði og ólíkir kynþættir, líkt og í nágrannaríkinu Indónesíu. Singapore og Malaya eru mjög vel stæð ríki. Lífskjör almenn ings eru betri þar en víðast hvar annars staðar í Suðaustur- Asíu. Hins vegar eru Sarawak og Norður-Borneó vanþróuð landssvæði og íbúarnir þar lifa frumstæðu lífi. íbúar Malaysia verða 10 millj ónir, og þar af eru 80% Mal- ayar og Kínverjar, en aðrir i- búar eru halffrumstæðir ætt- bálkar og Indverjar. Kínverjar láta mikið til sín taka í verzlun Mal'ayar í stjórnmálum. ★ Um 75% íbúa Singapore, sem eru 1.687.000 talsins, eru Kínverjar. Þar er mikið verzl- að með olíu og gúm, sem kem ur frá Súmatra og Malaya. Efna hagurinn er góður. Stjórnin í Singapore er vinstrisinnuð en eindregið andvíg kommúnistum ★ Efnahagur Malaya er sömu leiðis góður, en hann byggist á tini og gúmmí. íbúar lands- ins eru 7.137.000, þar af 50% Malaya* o(S 37% Kínverjar. 13% íbúanna eru Indverjar. ★ íbúar Sarawak eru 760 þús. og búa þeir á víð og dreif á strandlengjunni eða í frumskóg inum inni í l'andi. 55% íbú- anna eru af Iban- eða Dyakætt flokknum. Lifnaðarhættir þess ara ættflokka eru að mestu leyti þeir sömu og fyrir fimm öldum 30% íbúanna eru Kínverjar, sem fást vð kaupsýslu og banka- störf. Aðeins 15% íbúanna í Sarawak eru Madayar. ★ íbúar Norður-Borneó, sem þakið er frumskógum og fjöll- um, eru a'ðeins 360 þús. 65% eru Dúsúnar eða Kadazanar, hvort tveggja frumstæðir ætt- flokkar. 10% íbúanna eru Mal- ayar og 25% Kínverjar. Þar eins og í Sarawak og víðar í Suðaustur-Asíu láta Kínverjar mikið að sér kveða í verzlun. Meðal afurða nýlendunnar eru timbur, gúm, kókó og pálma- olía. Malaysia í Borneó-héruðunum Þvert á móti hefði hann komazt að raun um, aö melrihl'uti fólks ins fagnaði stofnun Malaysia og teldi sambandsríkið beztu von sína um öryggi og sjálfstæði. Dinesh Singh, varautanríkis- ráðherra Indlands, sagði blaða- mönnum í Kuala Lumpur, að tvær megin ástæður væru til þess, að Indland styddi Malay- sia. í fyrsta l'agi mundi Malay- sia færa nokkrum löndum sjálf stæði, sem enn byggju við ný- lendustjórn. í öðru lagi vildi fólkið í landssvæðunum, sem hlut e'ga að máli, sameinast. Hann bætti því við, að hann skii'di ekki hugtakið „Nýlendu- stefna í nýrri mynd“ og hvern ig það hefði verið sett í sam- band við þetta mál. ★ ENDALOK NÝLENDUSTEFNU. ★ ÞJOÐIRNAR VILJA SAMEINAST. Hið nýja sambandsríki, Brunei og indónesíska Borneó. Andstæðingar Malayasiu hafa haldið því fram í marga mán- úði, að þjóðirnar, sem byggja sambandsríkið, hafa ekki fengið að láta í ljós ái'it sitt á hug- myndinni. En hins vegar hafa þjóðir Malaysia sýnt vilja á því í kosningum og þjóðarat- kvæðagreiðslum að verða hluti af hinu nýja ríki. C. V. Narasimhan, varafram- kvæmdastjóri Sþ, sagði aö af- lokinni ferð um landssvæðin á vegum Sþ, að hann hefði ekki orðið var við andstöðu gegn Þetta hefur verið ein höfuð- röksemd andstæðinga Malay- sia, ekki síst kommúnista. Kommúnistar virðast segja, að Malaysia sé nýlendustefna í nýrri mynd þar eð sjálfstæði verður náð án átaka eða blóðs- úthelíinga. En Indi'and, Burma og fleiri ríki öðluðust sjálf- stæði með friðsamlegu móti og þá mætti halda því fram, að Nehru og NeWin væru „nýkól- oaistar.“ Fyl'gismenn Malaysia telja, að með stofnun hins nýja sam- bandsríkis verði livers konar ný lendustefnu útrýmt. Þjóðhöfð- íngi Malaya, Yang di Pertua Agong sagði í ræðu 22. maí sl. að Malaya hyggðist hafa sam- vinnu við allar vinveittar þjóðír til þess að ná þcssu marki með friffsamlegu móti. Ilann kvað þetta viðhorf bera vott um þroska, það væri ekki sprottiö af beiskju eða hcfni- girni. Það er markmið okkar að fl’ýta fvr'r bjóðlegu sjálfstæöi með friðsamlegri þróun, sagði hann. Hann bætti við: Við telj- VIGSLUIIATIÐIN í Skálholti ! verður margbrotin og vafalaust ■ mjög tilkomumikil. Blaðinu barst í gær dagskráin, og þar má sjá, að sjálf vígslunxessan verður hvað stærst í sniðunum. Hefst hún kl. 10.30 að lokinni „prósessíu” bisk- ups og presta í kirkju. Biskup ís- lands, herra Sigurbjörn Einars- son flytur vígsluræðuna og vígir kirkjuna. Birtist dagskráin hér á eftir: Vígsla Skálholtskirkju Kl. 9 og 9:30 Klukkna hringing 9:50-10:00 Lúðraþytur úr turni kirkjunnar. 10:10-10:10 Klukknahringing. 10:10-10:20 Lúðraþytur úr turni kirkjunnar 10:20-10:30 Klukknahringing Prósessía :j: 10:30 Kirkjuvígsla hefst. Sung- VlGSLUDAGSKRÁ SKÁL- HOLTSKIRKJU MARGBROTIN inn Davíðssálmur og antífóna úr Þorlákstíðum. Organleikur: Bach, - Preludí- ur. Bæn í kórdyrum Kór: Sálmur nr. 612, „Ó, mað- ur, hvar er hlífðarskjól” (íslenzk tóngerð). Vígsluræða biskups Kór: Sálmur nr. 414, „Kirkjan vors Guðs” Vígsluvottar lesa ritningarorð Biskup vígir kirkjuna — Faðir vor — Blessun Kór: Sálmur nr. 613, „í þenn- an helga Herrans sal” (forn tóngerð) Pístill Kór: Hallelúja (tónsöngur) Guðspjall Kór: Sálmur nr. 21 „Vér allir trúum á einn Guð” (tóngerð Lúthers) Sakramentissöngur og altarisganga Þakkarbæn - Heilagur - Innsetn- ingarorð - Faðir vor - Friðar- kveðja - Guðs lamb - Tibi laus 1 salus sit Christe Lokabæn. Blessun. Almennur söngur: Sálmur nr. 232 Organleikari: Páll ísólfsson, Cha- conne um stef úr Þorlákstíðum Forseti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, flytur ávarp Flutt kveðja frá Norðurlöndum Kirkjumólaráðherra, dr. juris Bjarni Benediktsson, afhendir Skálholtsstað Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, flytur þakkarorð Þjóðsöngurinn Organeftirleikur: Bach, Fúga í Es- dúr (Þrenningarfúgan) Flytjendur tónlistar: Lúðraþytur: Jón Sigurðsson, Stefán Þ. Stephensen og Horna- kór Selfosskirkju undir stjóm Guðmundar Gílssonar, organ- leikara. ■mtimiiiimiiimimMimiiiMimiiimiMmimmuiMi ■ •■■■KiiriiiiiiiKmiMiiiMiiiiiM e*»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»«i ■ 1 ■« |»tt.«0»*l«'*»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»B»»»»-»»»»»»»»»»»»»»»M»»»»»»»»«»»»»»»»*a»*»»«»WI 3 20. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.