Alþýðublaðið - 20.07.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 20.07.1963, Blaðsíða 15
ÁSTARSAGA Á SJÚKRAHÚSIEFTIR: L UCIILA ANDREWS hvað á, systir. Þér skuluð ekki taka þctta alltof hátíðlega. — En það versta við þig, Stand ing, sagði Erith, þegar við héld- um áfram að næsta rúmi, — er að þú lætur aldrei segjast. Það er aldrei að vita, hvað þú læt- ur þér detta í hug næst. í þetta skipti þurfti ég ekki að velta því fyrir mér. Eg leit bara á Erith og vissi svarið við spurningu hennar. Eg vissi, að það var þó spurning, sem ég þyrði ekki að spyrja sjálfa mig. Og svo hugsaði ég: Eg get ekki verið svo vitlaus. í fyrsta lagi vinn ég hérna næstu fjögur ár- in — og auk þess — er hann alltof gamall! — Standing! Vesalings Erith var orðin sár- reið. — Þú hefur breitt úr ullar- teppinu eins og það væri lak. Lagaðu það fljótt, — og varaðu þig á tannglasinu á náttboi'ðinu. . . En aðvörunin kom of seint. Eg var búin að reka olnbogann í glasið. Sem betur fer flaut rauðleitur sótthreinsunarvökvinn út á gólfið en ekki yfir rúmið og' ég greip tennurnar í fallinu. — Tannlaus eigandinn brosti til mín. — Vel gert, systir! Eg rétti honum tennurnar með þúsund afsökunarbeiðnum og lofaði að fylla glasið aftur jafn skjótt og ég væri búin að búa um rúmin. Við Erith bjuggum þegjandi um þau rúm, sem eftir voru og ég var því bara fegi’.i, að hún sagði ekkert. Eg varð að hugsa meira um þá furðulegu hugmynd, sem ég hafði fengið. Hvers vegna í ósköpunum liafði mér dottið í hug, að næsta skammarstrikið væri, að ég yrði ástfangin í Jake Warring! Það var í hæsta máta hlægilegt! Eg þekkti manninn í rauninni alis ekki neitt, — og mér féll alls ekki í geð það litla, sem ég haföi séð til hans. Hvers vegna þá? Eg braut svo blómsturvasa og eitt lyfjaglas en fann eftir sem áður ekkert svar við þessari ör- lagaríku spurningu. Eg gat ekld heldur afellzt Bennings fyrir allt það, sem hún lét út úr sér við mig, þegar ég skýrði henní frá öílum óhöppunum. Hún hafði laukrétt fyrir sér. Eg hafði ekki hugann við það sem óg ger^i. Það var sannariega ófyrirgef- anlegt kæruleysi og ég ætti að skammast mín. .. Það fékk ég víst sannarlega að gera, þegar tími vannst til. Nú hafði ég nóg að gera við að hugsa um yfir- lækninn. Eg varð að komast að raun um, hvers vegna hann var allt í einu orðinn svona þýðingnr mikil persóna í lífi mínu. Þið var ekki eins og ég hefði aldrei orðið ástfangin! Eg hafði oft orðið skotin í vinum bræðra minna, — ég hafði þó ekki tekið neinn þeirra alvarlega — ,ekki heldur tilfinningar mínar gagn- vart þeim, vegna þess, að enginn þeirra tók mig alvarlega. — En þetta var öðruvísi, allt öðru vísi. Það var einkennilegt, spennandi og sorglegt í senn. Eg velti við heilli körfu með tómatflöskum, þegar ég komst að þessari nið- urstöðu. Sem betur fór sá það enginn og ég tíndi upp heilu flöskurnar og glerbrotin í þung- um þönkum. Eg átti frí frá klukkan tíu þenn 12 an morgun og það var gott, því ég gat þannig hvílt mig svolítið áður en ég færi á vakt aftur klukkan eitt. Eg fór til forstöðu- konunnar til að spyrja um póst og talaði alvarlega við sjálfa mig á leiðinni. Þar voru þrjú bréf til Josephine, tvö til mín. Annað var frá mömmu, — én ég þekkti ekki rithöndina á hinu. Eg opn- aði það án sérstaks áhuga og fór að lesa. Bréfið var frá Bill Martin: — Vinir mínir og ég, skrifaði hann, — höfum þá skoðun, að það sé mál til komið, að við segj- um skilið við fortíðina og stefn- um «ð nýju og betra lífi. Hvers vegna, segjum við, ættum við ckki að bjóða nemum á fyrsta ári á ball? Hvað segið þér um það, -systir Standing. Eða má kaila yður Rósu? Viljið þér veita mér þann heiður að koma með mér á sjúkrahúsdansleikinn? — Viljið þér. koma og dansa við mig, og ef þér eruð góð stúlka getur vel verið, að þér náið í Jake gamla í hringdansi. Eg von- ast til, að þér ákveðið að segjá já! Yðar, BILL MARTIN. Eg stanzaði í ganginum og las bréfið yfir aftur. Það var eiskU- legt af honum að bjóða mér, en ég ætlaði mér ekki að þiggja boðið. Það væri bara kjánálegt af mér að setja mig upp á mótl reglum sjúkrahússins og vonin um að fá að dansa við Jake Warring í liringdansi freistaði mín ekki. Mig langaði ekki til að dansa við hann á þanr. hátt og auk þess var ég þesS fullviss, að þótt við hittumst í hringdans inum mundi hann bjóða stúlk- unni við liliðina á mér upp til þess að komast hjá þeirri auð- mýkingu að dansa við nema á fyrsta ári. Eins og til þess að leggja á- lierzluna á það, að ég hefði rétt fyrir mér, leit ég upp og sá röð hvítra sloppa, sem nálguðust: Yfirlæknirinn var i broddi fylk- ingar, en allir voru niðurlútir og með hendur í vösum. Þeir litu ekki á mig, þegar þeir gengu fram hjá mér, en þótt þeir sæju ekki andlit mitt, hljóta þeir að hafa séð fæturna á mér. En eng- inn þeirra sýndi merki þess, að þeir vikju úr vegi og ég hefði verið troðin niður, ef ég hefði ekki hopað upp að veggnum. Eg horfði á eftir þeim inn eftir gang- inum. Augu mín staðnæmdust á gullhvítu höfði yfirlæknisins. — Hvernig í ósköpunum gat ég í- myndað mér, að ég "æri hrifin af honum? Eg gæti eins fallið fyrir einhverri steinstyttarina í fordyrinu — pau myndu vera eins móttækileg fyrir töfrum mínum og hann. Samt gat ég ekki látið vera að hugsa um það, hve himneskt það væri, ef kraftaverk gerðist og breytti mér í deildarhjúkrunarkonu og að boðið, sem ég hélt á í hend- inni hefði komið frá yfirlækn- inum en ekki bara frá Bill Mar- tin. En í sama bili minntist ég þess, sem Hector, elzti bróðir mirin, sagði einu sinni. — Það borgar sig ekki að blekkja sjálf- an sig, Rósa. -— Sú rétta er al- drei á laUsum kili, þegar þig langar til að bjóða einhverri út. Og þú munt komast að raun um, að það var aldrei sá rétti, sem vill vera með þér. — Þetta er ömurlegt, — en það er eins gott, að horfast í augu við raunveru- leikann. Eg gekk í gegnum garðinn að heimavistinni og óskaði þess að Hector væri ekki búinn þeim leiðinlega eiginleika, að hafa allt af rétt fyrir sér. FIMMTI KAFLI. Eg fór beint upp á herbergið til Josephine, en hún var ekkí heima. Það var breitt yfir rúm- ið og tekið til á snyrtiborðinu, svo Josephine var augljóslega einhvers staðar úti. Eg varð hissa. Eg vissi, hvað hún naut þess að sofa fram eftir, þegar hún átti frí. Eg fór til Angelu, sem bjó í herberginu við hliðina og sem átti líka frí þennan dag. An- gela, hvar er Josephine? Angela var að borða morgun- matinn. — Halló, Rósa, komdu og drekktu með mér te, Josep- hine? Hún er úti með karlmanni. SeZtu, .. hún færði til fæturna, svo að ég gæti sezt. Eg settist og tók af mér skóna. Er Josephine úti með karlmanni? Á þessum tíma dagsins? Hver í ósköpunum er það? Og hvers vegna er hún ekki búin að sækja póstinn sinn? Eg kom með hann til hennar. Angela brosti þurrlega. — Ef þú hefðir séð spanið á Josephine okkar í morgun, spyrðir þú ekki svona heimskulega. Hún þaut eins og elding út úr dyrunum — og upp í splunkunýtt, amer- ískt dollaragrín. Ég sá það allt út um gluggann. Eg var svo forvitin, að ég gleymdi strax öllum mínum eig- in vandamálum. — Amerískum bíl! Hvað segirðu, Angela?! Hún stökk út úr rúminu og skolaði tannburstaglasið, fyllti það með rjúkandi heitu tei og rétti mér. — Já, það er von, að þú spyrjir, sagði hún og hló. Eg svaf svefni hinna réttlátu, — þegar Josephine kom allt í einu æðandi inn.og spurði, hvort ég gæti lánað lienni annan nýja hattinn minn. Eg spurði, hvað hún ætlaði sér með hann og hún sagði, að undursamlegur maður, sem héti því einkennilega nafni Gus hefði hringt til sín og spurt, hvort hún gæti ekki feng- ið frí allan daginn. Og þetta var við sólarupprás, — hugsaðu þér Rósa Svo .. ég spurði hana ekki frekar . . lét hana bara hafa hatt- inn, og svo hvarf hún .. með Gus :... Eg fór að nudda á mér ökkl- ana. — Josephine? Josephine okkar? Fröken Florence Night- ingale í annarri útgáfu? Ang- ela, ég get eklci trúað þessu. Hún er alls ekki sú manngerð! ,— Hvers konar manngerð? — Sem þýtur um á þessum tíma sólarhringsins með karl- manni. Þótt svo að hann heiti Gus! Hún tekur vinnuna svo hræðilega hátíðlega .. er svo aðgætin með að gera. alltaf rétt á réttum tima .. nei, það er alls ekki líkt henni. .. — Hún á frí í dag, Rósa, sagði Angela róloga. — Hún er ekki hjúkrunarnemi i dag, hún er Josephine Forbes, 22 ára — frísk og glöð! Hvers vegna skyldi hún ekkiyvera úti með karlmanni? — Nei, þegar þú segir það, sé ég, að þetta er satt. Eg tók vænan sopa af teinu, sem hafði svolítið tannkremsbragð. Eg hef bara aldrei vitað til þess, að hún hefði áhuga á öðru en hjúkrun! Angela horfði á mig, á meðan hún kveikti sér í sígarettu. — Rósa, — en hvað þú getur verið blind! Þú mátt ekki bara trúa því, sem þú sérð með eigin aug- um. Það er alvarlegur gaíli! — Heldur þú raunverulega, að Josephine hafi ekki áhuga á neinu nema því að verða hjúkr- unarkona? Þú, sem ert bezta vin- kona hennar! , — Veiztu ekki, hvers vegna hún kom hingað? — Auðvitað af því að hún ætlar sér að verða hjúkrunar- kona. — Af því að hún hafði slitið trúlofun við mann — kannski Gus — og ætlaði að grafa sig niður hérna. Hún er ekki sú fyrsta, sem velur sér þetta lífs- starf í þeim tilgangi. Og stund- um tekst það! En Josephine er mjög aðlaðandi fyrir karlmenn, líttu bara á líkama hennar — og sjáðu, hvernig karlmennirnir horfa á hann. Paunar, hvar, sem á hana er litið! Hún e.r mjög falleg, ung stúlka. Og failegar, vel vaxnar, ungar konur, vaða sjaldnast í viliu og svíma, hvað sjálfum sér viðkemur og helga sig sjaldnast nokkru starfi af öllu hjarta. Ef Josephine verður ó- gift eftir sex mánaða veru á sjúkrahúsinu, þá hljóta karlmenn irnir hérna að vera eitthvað ein- kennilegir. — Eg hef aldrei tekið éftir því, að Josephine væri falleg, þótt ég hafi að vísu séð, að 'hún er vel vaxin, sagði ég utan viff mig. Og ég hef aldrei heyrt neitt um það, að hún hafi verið trúlof- uð. Hún hefur aldrei minnzt á það við mig. Hvers vegna ekki? — Af því að þú ert ágæt, Rósa, — en þú ert enn þá bara barn. Þú hefur ekki ennþá komizt að raun um, að tvisvar tveir eru — Litlu stúlkuna langar til að kaupa tjaldið, ef það má taka það frá. “ ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 20. júlí 1963 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.