Alþýðublaðið - 20.07.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 20.07.1963, Blaðsíða 13
Vill vega- bréfaskyldu - Framh. af 4. síðu skólastjóri Hafnarfirði. Stórvara- templar: Sólveig Jónsdóttir frá Reykjavík. Stórritari. Kjartan Ól- afsson verzlunarstjóri Kópavigi. Stórgjaldkeri: Jón Iíafliðason Cull trúi Reykjavík. Stórgæzlumaður ungmennastarfs: Einar Hannesson fulltrúi Reykjavík. Stórgæzlumað- ur unglingastarfs: Sigurður Gunn- arsson fyrrverandi skólastjóri Reykjavík. Stórgæzlumaður l'ög- gjafarstarfs: Sveinn Helgason stór kaupmaður Reykjavík. Stórfræðslu stjóri: Magnús J. Kristinsson raf- vélavirkjameistari Akureyri. Stór- kapellán: Þóra Jónsdóttir frú Siglu firði. Stórfregnritari: Njáll Þór- arinsson stórkaupmaður Reykja- vík. Fyrrverandi stórtempiar er séra Kristinn Stefánsson. áfengis varnaráðunautur Reykjavík. Heið- ursfulltrúi: Jóhann Ögmundur Oddsson Reykjavík. Elzti bíli' í Hafnarfirði var skoð'- aður í gær og reyndist vera í á- gætu ásigkomulagi á allan hátt. Var engin fyrirstaða að fá merkið með ártalinu 1963 á framrúðuna í G-2991 — og síðan ók bíleigand- inn heim á sínum fallega, græn- mál'aða Ford, árgerð 1927. Eigandinn, Magnús Jónsson kennari og bókavöróur í Hafnar- firði kvaðst lengi hafa haft áhuga á gömlum bílum, og langað til þess að eignast einn slíkan. Fyrir nokkrum árum fór Magnús ti) Danmerkur þar sem hann vann við kennslu. Þá fór hann að athuga hvar hægt mundi að ná í gamlan bíl. í Kaupmannahöfn var engm bilaverzlun með gamla bíla, «n' úti á Jótlandi rakst Magnús á bíla- sölu með fornfáleg ökutæki. Þar á meðal var Ford 1927, sem honum leizt vel á. Er ekki að orðlengja það, að hann keypti gripinn og kom með hann heim í fyrra. • — Ég hef látið laga hann svolítið til,’ t.d. var lakkið sprungið og blöðrótt á stöku stað og hefi ég látið laklta hann. Rafleiðslur hefi ég einnig endurnýjað að mestu og flutt rafgeyminn til. Hann var undir gólfinu aftur í bllnum, en þar var erfitt að komast að honum og því hefi ég sett ha.m út á brett ið, aftan til. Hvað kostaði þessi bíll? Hann var nokkuð dýr, kostaði um 2000 kr. danskar. En hann var líka mjög vel með farinn og vcl við haldið. Þurftir þú ekki að borga geysi- lega tolla af honum, er þú komst með hann heim? Nei, hann var ekki metinn hátt í tollinum, — en það var dýrt að láta flytja hann hingað. Hvcrnig er að aka svona bíl? Það er náttúrulega talsvert ann að en að aka nýrri bílum. í þess i um bíl er engin gírstöng, heldur er skipt með pedölum, — tveir gírar áfram og einn aftur. Hvað er hægt að aka þessuih bíl hratt? Ég veit það satt að segja ekki nákvæmlega, en mér sýndist, að í Danmörku væri svona bílum ekið allhratt í umferðinni. Er ekki erfitt að fá varahluti i Ford-1927. Magnús brosir. — Jú, en ég hafði með mér frá Danmörku ýmis legt. Það voru ný dekk á honum Jþegar ég keypti hann, og ég hefi fjögur dekk til vara. , Hefur þú ekið mikið um land ð á bílnum? Nei, ekki neitt. Þetta er eig n- lega fyrsti dagurinn, sem ég má aka bílnum um götur bæjarins, ég: lét ekki skoða hann í fyrra. En nú má ég fara hvert á land sem er. Er vélin líka frá 1927? Ég er ekki viss um, að hún sé öll frá því ári, ef til vill hefur eitt- hvað af henni verið endurnýjað, en hún er samt mjög gömul. Heldur þú, að þetta sé elzti bíll á íslandi? Ég held, að það séu ekki margir eldri fólksbílar í notkun, eiifkann ski vörubílar. Ég veit, að1 hér skammt frá er bíll, sem er miklu eldri, en honum hefur verið breytt, settar á hann nýjac. felg- ur. og hann er notaður við vinnu á túni og því um líkt, en ég held að honum sé ekki ekið utaa túns. Víltu selja gripinn? _ Magnús hristir höfuðið og hlær. Nei, mér þykir gaman að eiga þennan bíl. Það er líka auðséð að Magnús kann að fara með gripinn. Bíílinn er allur gliáandi fínn, smekldega málaður dökkgrænn með rauðri rönd. Hvergi sér blett eða hrukku j inni í bílnum og hann er geymd- ur í snyrtilegum bílskúr. Erlenrtis j er algengt að eiga gamla biía, sumir safna þeim meira að segja, en hérlendis mun það sjaligæft. Flestir vilja nýja og renniiega vagna, en þegar allt kemur til alls, eru gömlu árgerðirnar að j mörgu leyti vandaðri og fallégri , en margir hinna nýju bíla. G-2991 er gott dæmi um glæsileik hinna gömlu bíla. Það reyndist ekki auðvelt »5 komast að raun um hver mundi ÞETTA er elzti bíllinn í Hafn arfirði. Eigandi hans fór með hann í skoðun í gær, og vagn inn „flaug í gegn”. Þetta er árgerð 1927, og hefur hann nú allur verið gerður upp þannig, að hann gefur nýjustu „dollaragrínunum” ekkert eftir. í honum er eng in gírstöng, heldur þrír „ped- alar”, einn fyrir hvern gír. Engir fóthemlar eru, aðeins handhemlar. vera elzti bíll í notkun á íslandi. Hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins fékk bíaðið þær upplýsingar, að elzti bíll á skrá væri frá árinu 1923. Bjarni á Víðistöðum, skammt frá Hafnarfirði á enn bíl frá 1915 en honum hefur verið breytt og settar á hann nyjar leigur og hann notaður sem eins konar dráttarvél, en ekki er hann á skrá sem bíll. Sambandsríki Framh. úr opnu Stjórnir l'andanna fjÖgurra sem mynda Malaysia, eru aílar eindregnar andstæðingar komm únista. Sagt er, að Malaysia verði virki gegn útþenslu Rauða Kína í Suðaustur-Asíu. Áhrifa kommúnista gætir talsvert með al kínverskra íbúa í Singapore og Sarawak, en þeim fer sífellt fjöl'gandi. Sukarno getur vænzt stuðn ings frá þessum öflum, en þó er talið, að auðvelt muni reyn- ast að hrinda ásókn þeirra. Brezka blaðið „Sunday Times“ sagði í fb^yþtuprein nýlega: Þegar Malaysia er komið á fót verða leiðtogar Malaysia og Indónesíu að horfast í augu við það vandamál, að l'ifa saman og þjóna stærri hagsmunamál um, sem sameiginleg eru lönd- unum,- Lenging hafnargarðanna í Ytri-Njarðvík var boðin út: LUÓN KRÓNA VAR A HLBODUNUM ÞAÐ munaði 40 milljónum á tveim tilboðum, sem Vita- og hafnar- málastjórnin fékk í lengingu hafn- argarðanna £ Vtri-Njarðvíkum. j Efrafall s. e. f. er reiðubúið að byggja fyrir 40 milljónir, en Verk- legar framkvæmdir hf. og þýzkt verkfræðifirma fyrir 80 milljón- ir. i I Blaðinu barst eftirfarandi frétta hafnarmálastjórninni: hafnamálastjórninni: Lenging hafnargarðanna í Ytri- Njarðvík var boðin út af Vita- og , hafnarmálastjórninni um mán- i aðamótin apríl-maí sl. í útboði þessu var gert ráð fyrir að lengja ytri garðinn um ca. 120 m. og þann innri um 210 m. Garðbreidd 12— 14 m. Tilboð voru opnuð þ. 2. júlí sl. Komu 2 tilboð. Annað var frá „Efrafalli s. e. f.”, en það félag hefur nú á hendi stækkun Þor- lákshafnar. Hitt tilboðið var frá Verklegum framkvæmdum hf. hér í bæ, ásamt þýzku verkfræðifirma að nafni Hoch-tief í Essen. Efra- fall gerði 3 tilboð miðað við 3 gerð ir mannvirkjanna. Gerð Ia hljóðaði á kr. 40.000.000 Gerð III. — 38.850.000 Gerð Illa — 38.250.000 Frá verklegum framkvæmdum ásamt hinu þýzka félagi komu 4 tilboð, miðað við 4 gerðir martn- virkja: Gerð Ia — 81.022.672 Gerð Ib — 81.203.807 Gerð II — 87.794.525 Gérð III — 80.748.635 Ýmsir sérskilmálar voru teknir fram í báðum tilboðum, þannig að tilboðsupphæðirnar eru ekki fylli- lega sambærilegar. Áætlunarupphæð Vitamálaskrif- stofunnar, sem gerð var á sl. vetri hljóðaði á kr. 35—40 millj. kr. miðað við hinar ýmsu gerðir. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 20. júlí 1963 |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.