Alþýðublaðið - 25.07.1963, Side 8

Alþýðublaðið - 25.07.1963, Side 8
BRÉF það sem liér fer á eftir, barst blaðinu fyrir skömmu. Sér ritstjórnin ekki ástæðu til að meina um birtingu á því, en að sjálfsögðu þýðir það ekki, að blaðið taki hér neina afstöðu með eða móti. REYKJAVÍK er um margt ein stæð borg, eða svo viljum við Reykvíkingar að minnsta kosti vera láta. Eitt er það hér, sem allir útlendingar undrast, og það er fjöldi bókaverzlana í bænum. Þess verður ekki langt að biða, að útlendingar reki augun í ann- að hér, sem þeim mun ekki finn ast ómerkara, og það er kirkju fjöldinn. Þegar þetta er ritað, munu að minnsta kosti þrjar kirkjur í byggingu hér í borginni. Minna má nú gagn gera, segir sennilega einhver, og víst eru það orð að sönnu. Tilefni þessa pistils er frétt, sem birtist í dagblöðum bæjarins sl. miðvikudag. Efni hennar var það, að stefnt yrði að þyí að ljúka HallgrímsKirkju á næstu 11 árum. Ekki er að efa, að Hallgrímur Pétursson mun geta hvílt róleg- ur í gröf sinni, þegar þessi nýja grjóthöll er komin undir þak. En vafamál mun, hvort gamli mað urinn teldi sér nokkurn heiður að láta bendla nafn sitt við slík an minnisvarða. Þegar hefur ein kirkja verið reist, sem ber nafn hans. Sú er að Saurbæ í Hval- fjarðarströnd, þar sem Hallgrím ur dvaldi lengi og orti sína pass íusálma. Passíusálmarnir einir nægja til að halda nafni Hall- gríms á iofti um langa tíð, að ekki sé sagt eilífð alla, og ættu steinkumbaldar ekki að þurfa að koma þar til. Bygging Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti, er sennilega eitt mesta glapræði, sem ráðizt hefur verið í um áratugi hér á landi. Ekki er vandi að rökstyðja þessa fullyrðingu. Um árabil hefur verið raessað af sóknarprestum Hallgrims- kirkju í KJALLARANUM UND- IR VÆNTANLEGUM KÓR KIRKJUNNAR. Það húsrými hefur að sögn kunnugra reynzt feikistórt við messur allar, en kannske fulllítið við fermingar og meiriháttar jarðarfarir, því þá er það annað en trú og guð sótti, sem dregur fólkið í guðs- hús inn. Þær myndir, sem sýndar hafa verið af kirkjunni, sýna turninn í forgrunni, og er þá næsta erf- itt að átta sig á raunverulegri stærð kirkjunnar miðað við kór kjallarann, sem þegar hefur ver ið reistur. Glöggir menn ættu samt að geta séð hlutföllin, ef vel er að gáð. Á næstu tveim árum mun eiga að reisa neðsta hluta allrar tumbyggingarinnar, og verður grunnflötur hennar, þrisvar sinn um meiri en kór kjallarans. Ekki er þeim, er þetta ritar, kunnugt um hver verður gólf- FÍFILLINN hefur sérstaklega mJkia l'fso'-k-í. wrá einni rót geta sprottið nokkrir tugir af stönglum og frá hverju blómi fás*. mörg b-mdruð fræ. Akur þakinn af fíflum er búinn stórkostlegu litaskrauti. Fífillinn er fallegur á öllum þroskasti m. Myndin sýnir biðukollu. Hver getur neitað því, að hún sé falleg? í SVÍftJÓD hof-r verið gefin út bók um náfiúruna, sem leið- beinanda til listsköpunar. Ber- tel Bager læknir hefur eytt frí- tímum sínum í að ráfa um leiti og grannskoða náttúr- una í smáatriðum. Bókin fjall- ar um lögun hlula, lögun, sem kætir augað og veitir okkur eitíhvað, sem þarfnast íhugun- ar og hefur þýðingu í sjálfu sér. Þetta eru þeir eiginleikar, sem sérhvert listaverk á að hafa. Harry Martinsson, einn fræg asti höfundur Svía hefur ritað formála bókarinnar. Hann seg- ir, að bezt megi ef til vill sjá á rúðu, sem frostið hefur mynd- að sinn töfraheim á, hvernig náttúran ummyndar fasta hluti, hreyfingar og viðnám þegar kuldinn að utan skellur á rúð- una, sem hituð er af innihlýj- unni, myndast þannig mynzt- ur á henni, er líkist svo hinni lífgefandi náttúru að furðulegt megi teljast. Ilvar sem maður er á ferð í náttúrinni mætir liann ein- hverju nýju, sem aldrei áð- ur hefur borið fyrir augun eða á annan hátt. Maðurinn sér ekki einungis hið stórkostlega í stóru og smáu, sem nuttúran býður upp á heldur lærir einn ig að skilja hana. Hvers vegna hefur blómið fengið þessa lög-' un? Fylgja litir hennar ein- hverju kerfi? Er allt skipulagt fyrirfram og hefur það ein- hverja þýðingu? Er hugsanlegt að allt, sem fyrir augað ber, sé einungis til vegna fegurðar innar og til augnayndis? Hver er krafturinn sem liggur á bak við allt? Já, þannig spyr mað- urinn sjálfan sig daglega eða á stundar fresti. Margt má afla sér vitneskju um, en margar eru spurningarnar, sem eftir verða ósvaraðar. Gleðin yfir nýjum uppgötv- unum vekur oft furðu og undr- un. Hvernig stendur á því, að ég hafi ekki séð þetta áður? Hvernig getur maðurinn geng- ið sína ævibraut með lokuð augun? Margoft verður manni á að hugsa þannig, og furðar sig á því. Náttúruunnendur líta á nátt- úruna frá mörgum hliðum. — Snmir fara út til að dást að fjöllum, vötnum og skógum. Aðrir sameina náttúrudýrkun- ir kjósa hana vegna friðarins, litaspilsins, fuglalífsins og Framhald á 12. síðu. TULIPANAR eru falleg skrautbióm. Margir leyfa þeim að standa í vösunum, þar til að fræin myndast. Lögun frævunnar og lita- brigðin breytast mikið og blómin eru sízt Ijótari í í þessu ástandi. Ef til vill hafa HoIIendingar fengið Iögun vínflöskunnar, frá frævu túlípansins? ’ - , ÞEIR sem rannsaka kartöflubirgðirnar verða ef til vill fyrir voi eru farnar að spíra. En, lítið á meðfylgjandi mynd. Eru kartöflurnar e I ..■■•• ■•■■•»»»»■■■ g 25. júlí 1963 — ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.