Alþýðublaðið - 25.07.1963, Side 13
75 ÁRA í DAG
Steindór Einarsson
STEINDÓR EINARSSON
STEINDÓR Einarsson er tvi-
mælalaust einn af sérstæðustu
persónuleikum, sem ég hef hitt
á lífsleiðinni. Mér lék því 'lengi
forvitni á því að fá hann til þess
að segja mér ágrip af sögu sinni,
frá æsku sinni; þroskaárum og
umsvifum. Þegar ég gaf ut bók-
ina: Fólkið í landinu, í tveimur
bindum, gerði ég ítrekaðar til-
raunir til þess að fá hann með og
ræddi nokkrum sinnum við hann,
sat hiá hom'rn og hlustaði á
sögur hans, og mér varð Ijóst, að
Steindór var ekki aðeins ósér-
lilífinn dugnaðarmaður, harður í
miklum umsvifum, heldur og bjó
hann yfir innri eldi, lifði með í
viðburðum og "'rlögum einstak-
linga og samfélaga og hafði
glöggt auga fyrir því, sem breyt-
ir ævikjörum og veldur straum-
hvörfum. Loks var ákveðið okk-
ar á milli, að hann yrði með- og
fór ég eitt sinn af fundi hans
með þá ákvöroun. En þetta
breyttist. Hann hringdl til mín,
bað mig að hætta við þetta. Það
var éins og hann væri fælinn. Ég
reyndi aftur nokkrum sinnum,
þegar ég gaf út bækumar: Við,
sem byggðum þessa borg, í þrem-
ur bindum — og hann átti sann-
arlega að skipa þar rúm, en þetta
tókst ekki. Hann kveinkaði sér
svo mjög að ég gafst upp. Þetta
var mjög miður, því að kynni
mín af þessum grjótpál og at-
hafnamanni, sem brotizt hefur
upp úr fátækt og umkomuleysi,
orðið einn mikilvirkasti braut-
ryðjandinn í samgöngumálum
þjóðarinnar og verið nokkurs-
konar þjóðsagnapersóna í lifanda
lífi, hafá sannað mér, að mikil og
merk þjóðarsaga speglast í þess-
um eina manni — og að innsti
kjarni hennar týnist með honurn.
Ég man er ég sat hjá honum
góða stund í skrifstofu hans og
hann gekk um gólf snöggklædd-
ur, krúnurakaður, snöggur upp á
lagið — og þó svo mannlegur og
hlýr í minningunum, að hann
sagði mér frá atviki í æsku sinni,
sem opnaði á mér augun fyrir
því, sem mig hafði að vísu grun-
að, að smáatvik, sem bera viö í
æsku á viðkvæmri stund, geta
jafnvel markað lífsbrautina að
fullu, kveikt þann neista, sem
síðan logar og knýr fram og
markar örlögin. Ég veit alls ekki
hvort Steindór sjálfur er mér
sammála, en þetta er mín skoð-
un. Hann sagði mér sögu — og
bað mig ekki fyrir hana, hún
streymdi af vörum hans af því
að hún var svo minnisstæð. Það
var eins og liún brytist fram
undan fargi, losnaði á þessari
stund.
Foreldrar Steindórs voru fá-
tækir. Hann var svangur og lít-
ið átti hann til að skýla sér með.
En hann var snemma dagmikill
strákur og ataðist með krökkum
í flæðarmálinu fyrir neðan Iíáða-
gerði og Selsbæina. Hann var
kartinn og krakkar vildu leika
við hann. Einn daginn hafði hann
leikið lengi dags við börn úr
einu fínasta húsinu í bænum.
Þau voru sallafín, en hann tötra-
drengur. Þegar þau fór að
svengja sögðu þau við hann:
,,Nú skulum við fara heim og fá
kókó og kökur hjá mömmu”.
Hann munaði í þetta og fór með
börnunum, þó með hálfum huga.
Þau þutu upp tröppurnar og
knúðu dyra og prúðbúin frúin í
húsinu birtist á þröskuldinum.
Hún brosir út að eyrum við börn
um sínum, en hleypti heldur en
ekki brúnum, þegar hún kom
auga á tötrasveininn fyrir neðan.
Og hún sagði eitthvað á þessa
leið: „Hvað eruð þið að gera með
þessum strák. Hef ég ekki marg-
bannað ykkur að vera með skít-
ugustu krökkunum úr skítug-
ustu kotunum”. — Hún kippti
börnum sínum inn fyrir.jen Stein
dór stóð eftir. Hann stakk hönd-
unum í buxnavasana, gekk heim
með herptan háls og neglumar
skárust í lófana. — Sagan varð
sú, að tötrasveinninn óx að afli
og áræði, hann stofnaði sín fyrir-
tæki, hann varð vel efnalega
sjálfstæður. Hann eignaðist eina
dýrustu lóðina í borginni og bif-
reiðar í tugatali. Lóðin, sem hann
eignaðist, var beint á móti fína
húsinu.
Og Steindór sagði mér fleiri
slíkar sögur. Ég er sannfærður
um, að frúin lagði grundvöllinn
að frama tötrasveinsins. Hún gaf
honum spennuna, áræðið, ósér-
hlífnina og hinn frábæra dugnáð,
en ef til vill um leið nokkra-
beiskju. Þar af sú kaldhæðni,
sem menn hafa stundum taiað
um að væri í fasi þessa dugmikla
skapmanns.
Steindór Einarsson er hálfátt-
ræður í dag. Hann fæddist að
Ráðagerði, sonur hjónanna Guð-
rúnar Steindórsdóttur í Landa-
koti Matthíassonar kaupmanns í
Hafnarfirði, Jónssonar prests í
Arnarbæli og Einars Björnsson-
ar, bónda að Þúfu I Ölfusi og
Litla-Hálsi í Grafningi. Segja
má því að ættir hans séu úv
Ölfusinu, en þaðan hafa komið
marglr forsjálir fjáröflvmar-
menn og dugnaðarforkar.
Snemma kom í ljós hjá Steindóri
vilji til sjálfbjargar og efnalegs
sjálfstæðis og braut hann upp á
junsu. Hann hefur í raun og
veru komið við sögu nærri V>ví
allra áfanga í samgöngumálum
okkar, nema flugvélarnar, hann
eignaáist eitt fyrsta reiðhjólið og
leigði út hjólhesta, hann hafði
hesta og vagna og stundaði akst-
ur, hann hafði báta í förum milli
skipa og lands og hann eignaðist
eina af fyrstu bifreiðunum og
stofnaði bifreiðastöðina árið
1914, ári síðar en fyrsta raun-
verulega bifreiðin kom til lands-
ins. Þá hafði hann stöðina undir
stiga í Hótel ísland. Sú saga er
öll mikil og merk, en allt óx í
höndunum á Steindóri og var
hann og er enn stærsti bifreiða-
eigandi landsins. Hann varð fyrst
ur til að efna til farþegaflutn-
inga á stórum bifreiðum og varð
allt undan að láta fyrirhyggju
hans og dugnaði þrátt fyrir næst
um því óyfirstíganlega erfið-
leika á tímum fátæktar, gjaid-
eyrisvandræða, hafta og nefndar
fargans.
Árið 1910 kvæntist hann As
rúnu Sigurðardóttur, hinni ágæt-
ustu konu, og eignuðust þau
börn, sem öll eru á lífi og bú-
sett hér í borginni. Ásrún lézt í
í sumar og var hún jarðsungm
fyrir tæpum mánuði.
Ég sagði í upphafi, að Stein-
dór Einarsson væri einn af sér-
stæðustu persónuleikum, sem ég
hef mætt á lífsleiðinni. Það ein-
kennir hann alveg sérstaklega,
að hann hefur í raun og veru
ekkert breytzt þrátt fyrir það að
efni hans liafa aukizt hraðfara.
Hann hefur alltaf staðið í stöðu
sinni, fylgztt nákvæmlega með
AÐSTÆÐUR BÆTTAR í ÞQRSMÖRK
ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur
hefur undanfarið át t viðræður við
fulltrúar þeirra ferðastofnana
sem einkum annast flutning fólks
í Þórsmörk um Verzlunarmanna
helgina.
Þessir aðilar eru: Ferðaskrif-
stofa Úlfars Jacobsen, Farfuglar,
Litli Ferðaklúbburinn og Ferða
félag íslands.
Þá hefur æskulýðsráð einnig
hverju og einu, hverri bifreið,
hverjum starfsmanni, aldrei slak
að á klónni og allt af verið á vakt
þar til heilsan fór að bila, enda
ekki að furða eftir langan og
strangan vinnudag. Hann hefur
krafizt árvekni og starfs af liði
sínu, en allt af verið harðastur
og ósérhlífnastur við sjálfan sig.
Hann hefur ekki gerzt værukær
burgeys, ekki stundað lúxuslíf,
okki setið samkvæmi, en hann
hefur unnað leiklist — og það
er einnig arfur frá æskuárunum,
þegar hann gat ekki leyft sér að
njóta „komedíanna”. Og leiklist-
ina hefur hann stutt eins og
kunnugt er.
Það er sagt, að Steindór Ein-
arsson hafi oft verið harður og
strangur húsbóndi. Um það veit
ég ekki neitt, en það veit ég, að
allt frá fyrstu tíð heíur hann
sýnt samtökum bifreiðastjóra
fulla virðingu og sanngirni. Það
er því miður ekki hægt að segja
um alla atvinnurekendur.
. Nú er Steindór orðinn élli-
móður, sem vonlegt er, og særð-
ur er hann, hálfáttræður. Hann
má vita það, að almenningur við-
urkennir dugnað hans og braut-
ryðjendastarf, sjálfur veit hann
manna bezt um árangurinn af
ævistarfinu. Ég hygg að hann
hafi unnið þá sigra sem hann
ætlaði sér þegar hann gekk,
tötrasveinn frá tröppum mad-
dömunnar heim í kotið sitt í
Vesturbænum, en þar hefur hann
átt heima alla tíð þó að kotið sé
horfið og steinhús komið í stað-
inn.
V. S. V.
rætt við lögregluyfirvöld, skóg
rækt ríkisins og skáta. Allir þess
ir aðilar munu hafa samráð og
samvinnu um að bæta aðstæður
gesta í Þórsmörk um verzlunar-
mannahelgina.
Komið verður fyrir pöllum,
fánastöngum, salernum og reynt
að auðvelda aðgang að rennandi
vatni. Lögð verður áherzla á góða
umgengi, og í því skyni komiS
fyrir ílátum. Sjúkraþjónusta
verður í höndum Björgunarsveit
ar skáta, en fararstjórar og hóp-
ur ungs fólks mun aðstoða gesti
við tjöldun og svo frv.
Hin ýmsu félög og ferðastofn-
anir munu hver um sig annast
fyrirgreiðslu og dagskrá fyrir
sína ferðahópa, en það er von
allra, sem að þessu máli vinna,
að bættar aðstæður geri dvöld
hinna fjölmörgu gesta í Þórs-
mörk ánægjulegri.
FLÆMINGJAR QG
VALLÓNAR DEILA
DEILUR Flæmingja og
Vallóna í Belgíu hafa harðnað
að undanförnu. Allmargir Belg-
ar hafa nýlega kært til mannrétt
indanefndar Evrópuráðsins vegna
reglna þeirra, sem gilda um það,
hvort franska eða hollenzka
skuli notuð við kennslu í skól-
um, en reglur þessar eru all-
flóknar og byggjast á því, hvern
ig íbúar skiptast eftir tungumál
um á viðkomandi skólasvæði.
Kærur þær, sem borizt hafa, eru
frá fólki, sem býr í nágrenni
Briissel, svo og á svæðunum við
Antwerpen og Ghent. Telja kær-
endur, að stjórnvöldum sé skylt
að halda uppi kennslu á frönsku
í héruðum þessum, og krefíast
bóta, þar sem það hefur ekki ver
ið gert. Þá krefjast þeir þess, .að
belgiskri löggjöf um tungumála
notkun í skólum verði breytt,
þar sem hún fái ekki samrýmzt
mannréttindasáttmála Evrópu.
Mannréttindanefnd Evrópuráðs-
ins mun fjalla um kærurnar 25.
og 26. júlí.
Hörpusilki er innan og ut-
anhússmálning, framleidd í
yfir tuttugu litum. Hörpu-
silki þekur vel og er séviega
auðvelt í notkun. Fæst um
land allt.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 25. júlí 1963 13