Alþýðublaðið - 25.07.1963, Side 15

Alþýðublaðið - 25.07.1963, Side 15
 ASTARSAGA A SJUKRAHUSIEFTIR: LUCIIIA ANDREWS fyrir sér, þóít hann sé lágvaxinn. Hann er bara hiédrægur og mjög fær. Ég veit, að hann er enginn Don Juan eins oa herra Warr- ing og þii getur heldur ekki kraf izt þess, að aliir vfirlæknarnir liérna á sjúkrahúsinu séu eins og grískir guðir. Josephine féllst ekki á það, að Jake Waring Hti út eins og grísk ur guð. — Nefið er alls ekki form fagurt og hakan er alltof sterk- leg. Hann minnir mig miklu frem ur á styttu—og alis ekki á gríska einu sinni. Hann er að minnsta kosti álíka kaldrifjaður og stytta. Nema, þegar hann horfir á Rósu, bætti hún við og geisp- aði. Ég sagði ekkert. Angela horfði fondða á okkur. — Og hvernig horfir hann á Rósu? — Hann glápir á hana, svar- aði Josephine. Ég sagði ekkert enn. Angela lét sér þetta ekki nægja. — Hvers vegna? Vegna þess, að þú ert alltaf að gera eitthvað af þér? Ég yppti öxlum. — Spurðu mig ekki, Ég hef ekki heldur heyrt þetta fyrr. Það fór að hýrna yfir Josep- hine. — Ég hélt, að bú hefðir tek ið eftir því, Rósa. Ég ætlaði að segja þér frá því. Ég tók fyrst eftir því, þegar þú helltir kakó- inu niður á svuntuna þína, og svo í matstofunni, þegar þú tal- aðir við Bill Martin og hann kom að borðinu til okkar. Hann var mjög tortrygginn á svipinn þá. Ég býst við, að honum hafi þótt þú haga þér óviðurkvæmilega. — Ugglaust. Ég lét sem mér leiddist þetta tal. — Þegar þið minnizt á yfirlækninn — vitið þið nokkuð, hverri hann ætlar að bjóða á ballið annað kvöld? Þær ætluðu alveg að springa af hlátri. Þegar aftur heyrðist mannsins mál, spurði ég, hvað væri svona skemmtilegt. — Ó, Rósa, andvarpaði Ang- elga, — elsku, eisku Rósa. Skil urðu það ekki enn! Þú situr héí og segir okkur, hvað þú hafir lært á sjúkrahúsinu siðustu dag- ana, en þú veizt ekki af því, sem gerist fyrir framan augun á þér! Fyrir framan augun á mér? — Á móttökudeildinni — eða hvað? Hvað gerist þar? — Angela á við, að ballið er ekki annað kvöld heldur í kvöld, sagði Josephine. __Og yfirhjúkrunarkonan þín er komin heim einum degi fyrr úr fr'inu en búizt var við. Það kom fótunum undir fréttirnar, sem berast nú um allt sjúkrahúsið. Ástæðan fyrir því, að hún kom aftur, er —, að því er allir á siúkrahúsinu hafa heyrt;— nema þú að hún ætlar á ballið í kvöld þú mátt geta þrisvar — hver heldur þú að hafi boðið henni? — Yfirlæknirinn? Og er það í kvöld? Ég .hélt, að það væri á morgun! Þær fóru aftur að hlæja. — Ó, Rósa, andvarpaði Angela. Gáf- aðasti nemandinn í árganginum. Sem veit allt, sem er að gerast Já. vina min, — yfirhjúkrunar- konan þín á stefnumót með Jake Warring í kvöld. Það verður erf itt fyrir Bennings að kingja því, gæti ég trúað. En Rósa mín, — næst, þegar þig langar til að vita eitthvað um það, sem er að ger- ast á sjúkrahúsinu, — þá skaltu bara spyrja okkur Josephine. Við skulum leiða þig í allan sann- leika. Hún þagnaði til að ná and anum. — Því get ég lofað þér, Rósa. — Takk, stelpur, sagði ég. — Það er elskulegt af ykkur. Ég stóð upp og sagðist ætla að búa til meira kakaó. — Ætlið þið báð ar að fá annan bolla? — Já, takk, Angela brosti til mín. — Og eigum við ekki að skála fyrir ósigri Bennings og yfirhjúkrunarkonunni þinni? Ég hef ekki lengi heyrt eins góðar fréttir. — Ég brosti á móti. Ekki ég heldur! Það var gott að komast út og þurfa ekki að brosa Iengur. 7. KAFLI. Ég hugsaði mikið um ballið um kvöldið og það hvernig- yfirhjúkr unarkonan, sem Astor sagði, að væri engiil — liti út. Ég liugsaði um það, að kannski einmitt á þessari stundu dansaði hún við Jake Warring. Ég velti því fvr- ir mér hvernig hún væri, hve lengi þau hefðu þekkzt, og hvers vegna ég hefði ekki gripið tæki færið og tekið boðinu á ballið. Ef hann hefði séð mig í ballkjól . . . . en það hefði engu breytt, — ég vissi það. Hvort, sem ég var i ballkjól eða hjúkrunar- kvennabúningi, — þá sá hann mig alls ekki og. því fyrr, sem ég _ sætti mig við þessa staðreynd, —* þeim mun betra. Ég beit á jaxl inn og játaði þetta, — en varð um leið óhamingjusamari en ég hafði nokkurn tíma áður verið. Ef þessi ást var svona, — þá vildi ég heldur vera án hennar. — En ég vissi með sjálfri mér, að ég gat ékki komizt hjá henni og að hvað mikið svo sem ég staglaðist á því í huganum, að þetta væri barnaást og skóla- stelpuhrifning, þá vissi ég að til finningar mínar í garð Jake War- , ings báru skynsemina ofurliði. Og þar sem ég gat ckkert að gert — var eins gott fvrir mig, að sætta mig einnig við að bera þær, en reyna jafnframt að dylja þær fyrir öðrum svo sem unnt væri. 16 Ég ákvað að sýna nýju yfir- hjúkrunarkonunni, að nemi á fyrsta ári gæti verið vel dugandi, svo að ég vandaði mig sérlega- vel næsta morgun. Ég var líka helmingi lengur við morgunverk in en venjulega. Þégar ég gerði mér það Ijóst, fór ég að flýta mér og óskaði sjálfri mér til ham- ingju með það, að hinar góðu fyr irætlanir mínar virtust þegar orðnar að veruleika. Ég var ákaf lega ánægð með síá'fa mig. þeg- ar ég gekk frá síðustu skoðana- klefanum og setti frá mér tóma kassann og tóku flöskurnar nokkr um mínútum áður en klukkan sló níu. Astor beið eftir mér. — Búin. Stórfínt. Systir bíður eftir skýrslunni. Ég setti í snatri á mig hreina svuntu. — Ég er að koma, systir. Yfirhjúkrunarkonan var grönn, ung kona með dökkjarpt liár, sem hún greiddi í hnút i hnakk- anum. Hárgreiðslan var gamal- dags, en hún klæddi reglulegt andlitið afbragðsvel. Hún sagðist vera fegin að vera komin aftur og gaf okkur fyrirskinanir varð- andi störf dagsins, svo sneri hún sér sérstaklega að mér. — Yfirleitt er ég ekki hrifin af því að hafa nema á fyrsta ári, en forstöðukonan segir, að eng- inn nemi á fyrsta ári hafa verið á lausum kili. Systir Davis hef- ur líka sagt mér, að yður gengi ágætlega og að þér hafið fljótt komizt inn í starfið. Hún leit á Davis, sem ávann sér eilífa vin- áttu mína með því að kinka sam þykkjandi kolli og yfirhjúkrun- arkonan liélt áfram: — Þess vegna er útlitið alls ekki svo slæmt, og yöur ætti að vera það ómetanleg hjálp í framtíðinni að hafa fengið þessa reynslu svona snemma á námsferlinum. Og svo hélt hún áfram með því að segja hvernig kerfið á móttökudeild- inni væri — en það vissi ég reyndar allt saman. Hún var enn að tala um þetta, þegar læknastúdent kom askvað andi. — Afsakið, að ég ónáða, systir en ég held að mikil mis- tök hafi átt sér stað. Hann hélt á flösku með orðinu ETER — á merkimiðanum — Flaskan var græn eins og allar aðrar flösKur barna á deildinni. — Auðvitað má vel vera, að mér skjátlist, en vegna þess, að ég hef aldrei áð- ur séð gulan eter, fannst mér réttara að nefna það. Um leið og hann sleppti orðinu kom annar stúdent þarna inn. — Afsakið, yfirhjúkrunar- kona, — en hvenær fórum við að nota litarlaust flavín? Og hvers vegna er þessi eterlykt að því . . hann rétti fram flöskuna. .Hjartað barðist ákaft í brjósti mér, svo var eins og það stanz- aði, þegar yfirhjúkrunarkonan tólc báðar flöskurnar og lyktaði að. þeim. Svo hélt hún þeim upp í ljósið og helti svo svolitlu af innihaldinu í Iófa sinn. — Hver fyllti á glösin í morg- un, spurði hún ofur rólega. — Ég, systir, svaraði ég lágt. Hún rétti mér báðar flöskurn- ar. — Vitið þér hvað þér hafið gert, systir Standing? — Já, systir ég hef hellt rla- víni á eterflöskurnar og eter á flavínflöskurnar. Hún leit á mig. — Hvaðan eru þessar flöskur? Ég leit á merkimiðana — frá númer 19 og 22, systir. — Nú! Hún sneri sér að stúd entunum. Mér þykir það mjög leitt, en það hafa orðið mistök hér. Viijið þið gjöra svo vel og fara og biðja afsökunar fyrir okk ar hönd. Ég skal sjá um, að þessu verði kippt í lag þegar í stað. Hún leit á mig. — Sækið bakk- ann, systir Standing og farið svo og sækið allar eter- og flavínflösk urnar, sem eru í.notkun og kom ið með þær hingað. Þér, systir Astor, skuluð fvlla á glösin að nýju og gangið jafnframt úr skugga um, að ekki verði fleiri slík ófyrirgefanleg mistök. Þegar við vorum komnar drjúg an spöl niður eft.ir ganginuna hvíslaði Astor. — Hvers vegna í ósköpunum þurftir þú að gera þetta, einmitt í dag, Standing? Allt hefur gengið eins og í sögu hingað til, — en hugsaðu þér bara, hvað yfirhjúkrunarkonan heldur um þig núna? Hún verð- ur ekki oft ergileg, en iiún er það núna, — og satt að segja get ég ekki áfellzt hana fyrir það. Ég gat það þaðan af síður. Ég var rjóð í framan af skömm og blygðun. Ég var fokreið við sjálfa mig. Hvaö í ósköounum kom mér til að halda, að ég gæti flýtt mér hægt. Hvað mundu læknarnir og stúdentarnir segja. Þeir sögðu sannariega hitt og þetta — og ekki eintóm gælu yrði. í mörgum skoðanaklefanna' var hreinasta ringulreið. — Hvað í ósköpunum höfum við fengið í staðinn fvrir eter? Er þetta eggjakokkteill? — Hevrið þér, systir. Hvaða hálfviti hefur verið að leika sér að þ\ú að hella á milli glasanna hérna? — Systir, — ég hélt, að hjúkr unarkonurnar á St. Martins vissu hvað þær gerðu, — en . . . Ég bað alla um fyrirgefningu: lækna, stúdenta og h iúkrunarkon ur. — Mér þykir þetta mjög leitt. Þetta er mín sök. Ég fór flöskuvillt. Þetta verður lagfært eftir andartak. Ég biðst innilega afsökunar á því að ég tef yður þannig. Ég endurtók þessa leiðinlegu hljómplötu í öllum skoðanaklef- anum, svo fór ég aftur inn til yf- irlijúkrunarkonunnar og þar hefði ég sjálfsagt misst niður lyfjakassann, ef hann hefði ekki hangið í bandi um hálsinn á mér. Yfirhjúkrunarkonan var nefnilega ekki ein — yfirlæknir- inn stóð á tali við hana. Hún sneri sér við, þegar tég kvaddi dyra. — Komið þér ftin með þetta allt saman. systir StSnding, og ég skal hjálpa ýð- ur við að rannsaka innihaldið í flöskunum. Ég vonaðist til, að Jake mvndi fara, en mér varð ekki kápan úr því klæðinu. Hann sýndi ekki á sér neitt fararsnið. — Er eitt hvað að innihaldinu í lyfjaflösk- unum, systir, spurði hann for- vitnislega. GRANNARNIR — Égr ætlaði bara að setja lítlð bein á réttan stað. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 25. júlí 1963 15

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.