Alþýðublaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 1
44. árg. — Fimmtudagur 1. ágúst 1963 — 166. tbl. / kaffi hjá Dillon Um verzlunarmannahelg ina verða fjölbreytt hátíða- liöld við Árbæjarsafn. Safnið vcrður opið á laugardaginn kl. 2-6, sunnudaginn kl. 2-7 og mánudaginn ef veður leyf ir kl. 2-11. I tifcfni þess, að fyrstu hátíðahöld verzlunar manna utan bæjar fóru fram á Árbæjartúni, verða glínui sýningf/r og þjóa'jlamfar á sýningarsvæðinu alla dagana kl. 3.30. Á mánudagskvöldið verður haldin útiskemmtun með gömiu dönsunum. Myndin sýnir kaffidrykkju við Dil'lonshús, sem er in;óg vinsæl af gestum safnsins. Harðasta árás Kínverja PEKING og MOSKVA, 31. júlí (NTB-AFP) — Peking-stjórnin gerði í dag hörðustu árásina til Jvessa á Krústjov forsætisráðherra og Sovétríkin. Hún sakaði Rússa um að mynda bandalag gegn Kína, sósíalísku ríkjunum og öllu frið- elskandi þjóðum. Sáttatilraun i nótt Sáttasemjari ríkisins boð- aði samninganefndir blaða- manna og útgefenda á sinn fund í Alþingishúsinu kl. í gærkvöídi. Þegar blaðið fór í prentun um miðnætti varð ckki séð, hvort sáttaumleit- an mundi bera árangur eða ekki. Sáttasemjari var með aí- ila í kjaradeilu verkfræð- inga á fundum í Al'þingis- liúsinu samtímis. Arásin var svo hörð, að frétta- menn í Moskvu og Peking velta því'fyrir sér hvort hún geti íeitt til beinna slita á stjórnmálasam- bandi Sovétrikjanna og Kína. Árás Peking-stjórnarinnar kom fram í skjali, sem sent var í morg un til allra sendiráða og er|endra fréttaritara í Peking. í fyrsta lagi er hér um að ræða frávísun á samningnura um stöðvun tilrauna með kjarnorkuvopn, sem Sovétrík in, Bandaríkin og Bretland gerðu Samningurinn er kallaður „ó- merkileg blekking“. Jafnframt lagði stjórnin til, að efnt yrði til fundar æðstu manna allra ríkja lieimsins þar sem rætt yrði um a| gert bann við kjarnorkuvopnum og eyðil'eggingu kjarnorkuvopna birgða. Seinna í dag héldu ráðamenn í -Peking áfram herferð sinni gegn bann-samningnum með því að vitna í ummæli Krústjovs forsæt isráðherra og annarra sovézkra leiðtoga frá 1961, en þá lýstu þeir því yfir, að samningur um bann ivið tilraunum við kjarnorkuvopn, sem stæði ekki í sambandi við samning um víðtæka afvopnun, gæti ekki oröið til eflingar friðn- um, mundi ekki stöðva vígbúnaöar kapphlaupið og mundi í rauninni verða dula fyrir áframhaldandi undirbúning undir kjarnorkustyr jöld. Framh. á 15. síðu BLAÐAMENN hófu verkfall á miðnætti í nótt, þar sem ekki hefur náðst samkomulag milli þeirra og útgefenda um kaup og kiör. í dag koma út blöð, sem skrifuð voru áður en verkfallið hófst, en síðan verður blaðalaust, þar til samkomulag næst. Samræður um kjör blaðamanna hafa staðið yfir um skeið. Fyrir nokkrum dögum gerðu blaðaút- gefendur Ulboð, en á fundi Blaða- mannafélags íslands í fyrradag var einhugur um að taka því til- boði ekki. Síðan hafa« engir við- ræðufundir verið haldnir. Þetta er í annað sinn, sem blaða menn gera verkfall. Fyrsta verk- fallið var þó stutt, því samkomu- lag náðist fáum klukkustundum eftir að það hófst og féllu ekki niður blöð nema einn dag. Útkoma blaðanna hefur nokkr- um sinnum, stöðvazt vegna verk- falla prentara. Blaðamannafélag íslands var stofnað fyrir aldamót, en var lengi eins konar menningarsam- tök stéttarinnar, enda var hún fámenn. Eftir síðasta heimsófrið fjölgaði mjög starfandi blaða- mönnum og varð félag þeirra að stéttarfélagi, sem gerði samninga um kaup og kjör, árin eftir styrj- öldina. Nú eru um 80 manns í fé- laginu og mun Verkfallið ná til rúmlega 60 þeirra. Flestir eru blaðamenn á Morgunblaðinu, yfir 20 talsins, en 12—5 á hinum dag- blöðunum. Sá háttur hefur viðgengizt í Blaðamannafélaginu, að for- mennska gengur á milli dagblað- anna og fréttastofu útvarpsins ár frá ári. Núverandi stjórn skipa þessir menn: ívar H. Jónsson (Þjóð viljinn) formaður; Björgvin Guð- mundsson (Alþýðublaðið) vara- maður; Atli Steinarsson (Morgun- blaðið) gjaldkeri; Elín Pálma- dóttir (Morgunblaðið) og Tómas Karlsson (Tíminn) meðstjórnend- ur. Flugfélagsvélar fluttu 150 manns til Vestmannaeyja í gær. i dag og næstu daga verða 10—12 ferðir daglega til Vestmannaeyja Sjálfsmorð 2 her- manna frá Norður-Kóreu SEOUL,, 31. júlí (NTB^ Reutcr). \ Tveir hermenn frá Norönr- Kóreu sem voru í varð- flökJci þeim, er felldu cinn bandarískan ogr eínn saðar- kóreuaaskan hermifnn á þriðjudagsmorgun í bardagu langt inn á suður-kóreuönsku landssvæði, fyrirfóru sér síðdegis í dag þegar banda- rískir hermenn og suður-kér- auanskir lögreglumenr um kringdu þá. í yfirlý:(ingu Jrá sijárn hersíns í Seoul, jsegir, að Norður-Kóreumennirnir hafi farið í felur um 30 km. norð vestur af höfuðborg Suðnr- Kóreu. Bið skipanna kost- ar 300.000 á dag! Manneklan við uppskipun við íteykjavíkurhöfn hefur farið enn versnandi nú á meðan á sumar- fríum steudur. Blaðið ræddi við Eimskip í gær og fékk þær upp- lýsingar, að hjá félaginu ynnu nú 9-10 „gengi“ eða vinnuflokkar, sem í eru 15-16 manns, en þyrftu að vera enn fleiri. Félagið lætur að sjálfsögðu skip sín, sem eru í föstum áætlun um, ganga fyrir um afgreiðslu, en önnur skip sitja á hakanum. Það hefur t.d. vakið athygli manna, að tvö stórskip, annað frá Mloore McCormack Line og hitt frá bandaríska flotanum, hafa legið á ytri höfninni í nokkra daga. Eim- skip sér um afgreiðslu þessara skipa, en liefur ekki haft mannskap til að skipa upp úr þeim. Það muu kosta skipin um 3500 dollara á dag að bíða svona afgreiðslu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.