Alþýðublaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 15
ÁSIARSAGA Á SJÚKRAHÚSIEFIIR: LUCIILA ANDREWS Harðasta árás
venjulega um það bil 200 börn
hérna á jólunum. Við búum sjálf
út skreytinguna, læknastúdent-
arnir hjálpa til við að koma
henni fyrir og læknarnir sjá um
skemmtiatriðin. En það, sem ríð
ur á núna er að teikna.
ÉG tókst öll á loft við tilhugs
unina um þessa barnahátíð og að
nokkrum skyldi detta í hug, að
ég gæti gert eitthvað, sem ekki
væri á færi hvers sem væri. Ég
sagðist vera meira en fús til að
teikna mörgæsir, Andrés Önd
og fjöldan allan af frændum.
— Komið þér þá með mér,
systir. Yfirhjúkrunarkonan reis
upp og allt í einu var eins og
hún hefði yngst um tíu ár. — Ég
vonaðist til, að þér væruð fúsar
til að rétta okkur hjálparhönd,
svo að allt er tilbúið. Setjist þér
bara hérna frammi við borðið og
takið til starfa. Þér þurfið ekki
að vera hræddar við að nota lit-
ina. Mér finnst gaman að stór-
um myndum í storkum litum. Er
þá allt í lagi, systir?
— Já, ég held það, yfirhjúkr-
unarkona, *— takk.
Þegar ég var orðin ein sat ég
lengi og starði á hvíta pappírinn
fyrir framan mig. Nú, hugsaði
ég, nú getur ekkert komið mér
á óvart framar. Hvað svo sem
inér kann að verða sagt héðan
af, tek ég því með knúsandi ró
Fyrst er ég hægri hönd yfirlækn
isins sjálfs á móttökudeildinni —■
og haga mér eins og fífl. Og svo,
---þegar ég held, að eigi að reka
mig, er ég látin fara að teikna
Andrés Önd — og fylgdarlið.
Ég lokaði augunum. Hvað voru
nú margir í fylgdarliði Andrés-
ar? Og hvernig leit hann aftur
út? Var hann svona? .— Ég greip
blýantinn og rissaði upp nokkr-
ar fígúrur. Svo mundi ég, hvern
ig þessir kumpánar voru. Mér
tókst að ná svipnum, Ég var svo
niðursokkin í iðju mina, að ég
heyrði ekki, að dyrnar voru opn
aðar og yfirhjúkrunarkonan kom
inn í herbergið.
— Þetta er stórkostlegt, syst-
ir. Þér getið sannárlega teiknað.
Hún var ekki ein. Jake stóð
á bak við hana. Hann virti teikn
ingarnar mínar fyrir sér, en
sagði ekki neitt. Ég þorði ekki
að líta á hann.
— Ég hugsaði mér, að við hefð
um dálítinn kofa. Kofa Mjallhvít
ar i skóginum handan við fjöll-
in sjö, sagði yfirlijúkrunarkon-
an. — Ef við settum ljós inn í
kofann, gætu bömin kíkt í gegn
um gluggana og . . . systir Stand
ing gæti kannski teiknað dverg
ana og dýrin fyrir okkur?
— Jake sagði, að sér iitist vel
á þetta. — En hvernig ætlið þér
að byggja kofann, systir? .Úr ull-
arteppum? Eða kannski ein-
hverju endingarbetra?
— Ég var að vona, að skurð-
lækningadeildin mundi leysa það
vandamál fyrir mig, sagði yfir-
hjúkrunarkonan rólega.
Jake leit á mig. — Ég gekk
beinustu leið í gildruna, var það
ekki, sy'stir? Skurðlæknarnir
hafa nóg að gera um helgina. Ailt
í lagi, — við höfum sjálfsagt
gott af dálítilli tilbreytni. En seg
ið mér eitt, — hvernig á jóla-
sveinninn að vera í ár?
Yfirhjúkrunarkonan sagði, að
það væri einfalt mál. Herra
Spencer segir, að öli nútímabörn
séu svo upptekin af framförum
á sviði flugmála, að hann eigi
ekki annars úrkosti en að koma
í þotu.
Jake brosti við. — Og méð því
er málið leyst?
— Hafið þið kannski liugsað
yður að fá lánaða þotu lijá hern
um?
Hann sncri sér aftur að mér.
— Ég verð að segja yður, systir
Standing, að yfirhjúkrunarkonan
er ekki aðeins vís til að fara
fram á að fá lánaða þotu hjá
hernum heldur er hún meira að
segja vís til að fá hana.
Yfirhjúkrunarkonan virti fyr-
ir sér teikningarnar mínar. — Ö,
þetta kemst allt í lag, svaraði
iiún rólega. — Lyflækningadeild
irnar sjá um þotuna. Við ætlum
að hafa aðalæfingu með herra
Spencer á sunnudagskvöldið, ef
allt er rólegt hérna.
Jake sagðist hlakka til að vera
viðstaddur æfinguna. En hvað
um barnadeildina og kvensjúk-
dómadeildina? Þær eiga þó ekki
að losna við allt erfiði?
— Auðvitað ekki. Allir vilja
leggja hönd á plóginn. Bama-
deildin á að byggja litla hring-
ekju fyrir minnstu börnin, — og
svo höfum við hugsað okkur að
hafa dálitla geimferð fyrir stærri
krakkana. Læknarnir á kven-
sjúkdómadeildinni ætla að smíða
mána og hengja hann upp fyrir
framan augnasjúkdómadeildina,
— það er ágætt pláss þar.
Hún dró mig aftur inn í sam-
ræðurnar. — Þér skiljið, systir
Standing, að þetta er stærsti at-
burður ársins í augum margra
þessara barna. Þau hlakka til
þessa árið um kring og mörg
þeirra koma ár eftir ár, — þess
vegna reynum við að hafa allltaf
eitthvað nýtt á prjónunum. Það
er lika alltaf gaman fyrir okkur
að fá þau hingað — en dálítið erf
itt ævintýri að vísu. Þannig er
það, — en ég er viss um, að þér
komið til með að skemmta yður
vel.
— Og ég er viss um, að systir
Standing hefur aldrei á ævi sinni
heyrt önnur eins ólæti eins og
verða hérna í fordyrinu á að-
fangadagskvöld. sagði Jake.
— En við skemmtum okkur
sannarlega ágætlega. Hann tók
upp eina af teikningunum mín-
um og virti hana fyrir sér. — Og
þar sem þetta verður síðasta jóla
skemmtunin hérna á St. Martins
fyrir mörg okkar — verður hún
að vera eftirminnileg.
Ég kólnaði upp. Ég leit á hann,
en andlitið var alveg sviplaust.
Svo leit ég á yfirhjúkrunarkon-
una. Hún stóð og horfði á teikn-
inguna, sem hann hélt á. Léttur
roði lék um vanga hennar og
veikt bros lék um varirnar.
Astor minntist á barnaskemmt
unina seinna um kvöldið, þegar
við vorum að fara á vakt. —
Herra Spencer er alltaf skemmti
legur jólasveinn. Móttakan gjör-
breytist þetta kvöld. Þér finnst
það áreiðanlega ævintýri' líkast.
Ég kastaði nú fram spuming-
unni, sem hafði brunnið á vör-
um mér allt frá því ég frétti af
tilstandinu. — Hver hugsar þá
um sjúklingana þetta kvöld?
Þetta er eina kvöldið, sem mót
tökunni er lokað — en aðeins í
fjóra tíma frá klukkan tvö til
klukkan sex.
Næstu dagana var engin jóla
stemming hvorki á okkar deild
né annars staðar á sjúkrahúsinu.
Sjúklingana dreif að ems og vant
var, en þegar kvöldaði breyttist
andrúmslofið gjörsamlega. Þá
liófust jólaannir að marki.
Læknastúdentarnir voru í si-
felldu randi inn til yfirhjúkrun-
arkonunnar til að fá hana til að
leggja blessun sína yfir verk
þeirra eða spyrja hana ráða um
eitthvað atriði. Kvöld nokkurt
komu lierra Ross og Linton rösl
Framhald af 1. síðu.
Fréttastofan Nýja Kína saka'ði
sovézku blöðin „Pravda“ og
„Izvestia“ um róg í garð Kína í
sambandi við árás þcssara blaða
á afstöðu Kína til bannsamnings-
ins. „Pravda“ sagði fyrir nokkrum
dögum, að Kína væri í undarleg-
rnn félagsskap ef það hafnaði
bannsamningnum.
Fréttamenn í Peking lögðu á-
herzlu á í dag, að í síðustu yfirlýs-
ingum Kínverja væru inö.-g ný at-
riði dregin inn í hugmj ndadeilu
Kína og Sovétríkjanna. í árásinni
|í dag var engin tilvísun til kenn-
ingar marxismans-lenínismans, og
deilan er þar með komin á raun-
hæft og pólitískt stig.
Ásakanirnar í garð Krústjov§
um svik við Sovétríkin, sósílísku
löndin og allar friðelskandi þjóð-
ir eru þær kröftugustu til þessa,
og jafnframt hélt Peking-stjórnin
því fram, að hún stæði alein uppi
í starfinu að friði og afvopnun.
Fréttamenn í Peking líta á á-
skorunina um albjóðarráðstefnu
um bann á kjarnorkuvopnum sem
háspil Kínverja í baráttunni um
stuðning hlutlausu ríkjanna í Af-
ríku og Asíu. Því er haldið fram
að álirif Kínverja í þessum lönd-
um, sem þegar er orðin töluverð
muni nú aukast á kostnað áhrifa
Sovétríkjanna.
Fréttamennirnir benda að öðru
leyti á það, að eðlilegt sé fyrir
Kínverja að hvetja til algerrar út-
rýmingar kjarnorkuvopna. Landið
eigi ekki slík vopn og muni tæp
lega cignast þau í bráð. Með til-
liti til hins mikla fólksfjölda
mundi Kínverjar standa mun sterk
ara að vígi í heiminum ef kjarn-
orkuvopnum yrði útrýmt.
Kínversku leiðtogarnir skipa nú
Sovétríkjunum á bekk með Banda
ríkjunum sem leiðtogum valda-
blokkar heimsvaldasinna, en Kína
íelja þeir forysturíki hinna frið-
elskandi þjóða.
í Moskvu lítur myndin öðruvísi
út. Þar eru Kína, Frakkland ig
V estur-Þýzkaland talin standa
fremst í flokki „stríðsæsingamann-
anna“ og fjandmenn nr. 1. Hin
„viðráðanlegu" vesturveldi, en
þeirra hel'zt eru Bandaríkin og
Bretland eru taKn vinsamlegri.
Fréttaritarar Reuters í Moskvu
og Peking Icggja einnig áherzlu S
að deila Kínverja og Rússa sé kom
in inn á nýtt stig þar sem póli
tískar staðreyndir en ekki hug-
myndatúlkanir skipta aðalmáli.
Hljómplötur
Framh. af 16. síðu
söng Fóstbræðra og svo plata er
nefnist „Gullöld íslenzkra söngv-
ara”. Blaðamaður hefur átt kost
á að hlusta á „Gullöldina" og er
ekki minnsti efi á, að miki'l feng-
ur er að þeirri plötu. Þarna syngja
allir þeir íslenzkir söngvavar. sem
fremstir hafa verið í flokki sl. 40
ár, allt frá Pétri sáluga Jónssyni
til yngsta stórsöngvarans okkar,
Sigurveigar Hjaltested. Á þeirri
plötu er ýmis gullkorn að finna,
en ekkert eins og söng Maríu
Markan. Sú upptaka var gerð 1938,
og það verður erfitt fyrir nokkra
íslenzka söngkonu að ná þeim
„standard”.
Haraldur Ólafsson minntist á
það í ræðu sinni, að plötur þær
með söng karlakóranna Fóst-
bræðra og Reykjavíkur, sem fyr-
irtækið hefur látið gera, nytu
mjög mikilla vinsælda og míklar
vonir væru tengdar við sölu á
I þeim á erlendum markaði. Það
væri hvort tveggja, að íslenzkir
karlakórar þættu sérlega góðir, og
hins vegar, að kórarnir syngju á
plötunum eingöngu íslenzk lög, er
mjög þættu forvitnileg.
Loks má geta úrvalt af íslenzk-
um rimnalögum, sem gefin verða
út af His Master’s Voice i Dan-
|mörku með tryggingu frá Fálkan-
um. Slík plata hefur að sjálfsögðu
j aðallega gildi fyrir safnendur
þjóðlegrar tónlistar, en tiltölulega
I litla möguleika á að verða mikil
söluplata. Er slík útgáfa gott dæmi
um það menningarverk, sem Fálk-
inn vinnur með útgáfustarfsemi
sinni.
Dr. Rosenberg, danskur 's'^r-
fræðingur, sem tekið hefur upp
mikið af hinni íslenzku tónlisti lyjc
ur miklu lofsorði á þá íslenzkú
listamenn, sem hann hefur „tek-
ið upp.“ Ennfremur lofar hann
mjög Knút Skeggjason, magnara-
vörð hjá .Ríkisútvarpinu, er vann
með honum að upptökunum og tel
ur hann sérlega færan í sínu staifi
w_________ •_____________ ________w
GRANNARNIR
— Þetta er í síðasta sinn sem þú færð aS fara með stóra
bangsann þinn út í skóg, Dísa.
ALÞÝÐUBLAÐIO — 1. ágúst 1963 15