Alþýðublaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 16
FYRIRMYNDARFRAMKVÆMDIR mj^MD 44. árg. — Fimmtutlagur 1. ágúst 1963 — 166. tbl. NÝJAR PLÖTUR FRÁ FÁLKANUM MLJÓMPLÖTUDEILD Fálkans Iif. öafði í gærdag kynningu á nýút- fcomnuni og væntanl. hljómplöt- um, sem Fálkinn liefur látið gera í. samvinnu við hljómplötufyrir- tækið His Master’s Voice. Fálkinn feefur um langt árabil verið lang- aamlega stórtækast og hugaðast aMra fyrirtækja á íslandi, að því er varðar útgáfu á hljómplötum. ffyrirtækið hefur unnið mikið •aenningarstarf, bæði í xitgáfu falatna með íslenzkum túlkendum og ekki síður í útgáfu platna með íslenzkum verkum. Eins og Páll ísólfsson tónskáld sagði við kynninguna í gær, hafa fcilenzk tónskáld ævinlega átt í erfiðleikum með að koma verkum fiínum fyrir almenningssicnir. — iÞau hafa átt afar erfitt með að fá verk sín prentuð og jafnve! fjöl- rituð. En Fálkinn, og þá sérstak- i.ega Haraldur Ólafsson foistjóri, fctefur- sýnt mjög þakkarverðan .áikilning á því, að það er ekki síð- fir niðurdrepandi fyrir ténskáld <;». önnur skáld að skrifa eiagöngu éyrir skrifborðsskúffuna. Eins og Haraldur Ólafsson tók fram í ræðu sinni við liljómplötu- fcynniriguna í gær eru mjög veru- legur hluti af hljómplötuútgáfu Fálkans alls ekki miðaður við ís- ilenzkan markað eingöngu, heldur að mjög miklu leyti við erlendan imarkað. Útgáfan miðar sem sagt að því að miklu leyti að kyr.na is- lenzk tónskáld og íslenzka túlk- endur á erlendum vet.tvangi. Minntist Haraldur í þyí sambandi einmitt ó plöturnar með orgelleik * 1 jPáls ísólfssonar, sem hafa lilotið mjög góðar undirtektir erlendis og það svo, að einn af forstjórum His Master’s Voice hikar ekki við að telja Pól einn af fimm beztu organleikurum lieims. Sérstaklega ber að geta tveggja nýjustu platnanna, sem Fálkinn hefur gefið út, én þær eru með Framh. á 15. síðu ! Munið söfnun- | ina vegna jarð- Iskjálftanna í | Skoplje HUUHWmUWMUMHUHWÍ Stórt íbúðarhverfi er að rísa í Silfurtuhi, sunnan Víf- ilsstaðavegar. Eru þar byggð einbýlishús, en það hefur vak ið athygli að þegar er byrjað á gatnaframkvæmdum, áður en flutt er almennt í húsin. Er það Garðahreppur, sem s^jnd^r fyrir þeim (fram- kvæmdum. Verið er að steypa götubrúnir einnar göt unnar, síðan verður fyltt upp í með olíuborinni möl, en brúnirnar eru steyptar þann ig að þær taki við vatni, sem rennur af götunni. Utan brún anna verður eins meters breiður grasbekkur, en þar fyrir utan tveggja metra gangstétt. Hér í Reykjavík mun það vera með öllu óþekkt, að leggja götur áður en íbú arnir flytja í húsin við giit- una. Ráðamenn Garðahrepps hafa hér sýnt mikla framtaks semi sem gæti orðið til fyrir myndar öðrum bæjarféiögum Sýslumaðurinn á Eskifirði tjáði blaðinu í gær, að hann væri bú- inn að taka skýrsfu af skipstjór- anum á Guðmundi Péturs varö- andi björgun áliafnarinnar af Snæfugii, sem sökk í fyrradag. En enn hefði sýslumaður ekki haft samband'við skipstjórann á Snæ- fuglinum, en hann væri nú á Reyð arfirði. Gerði hann ráð fyrir að skipstjórinn á Snæfuglinum kæmi fyrir rétt á Eskifirði í dag. Alþýðublaðið átti í gær stutt símtal við Bóas Jónsson, en harm var skipstjóri á Snæfuglinuin, sem sökk úti fyrir Austfjörðum í fyrra- kvöld. Bóas sagði að þeir hefðu verið staddir 6 sjómílur frá Seley og 8 sjómílur út af Skrúð, þegar skyndi lega kom slagsíða á skipið. Slæmt var í sjóinn og all hvasst, 7-8 vind- stig. Liðu nú ekki nema 3-4 mínútur frá því að Snæfugl fékk slagsíðuna og þangað til ljóst varð, að ekki yrði við neitt ráðið. Hugsaði þá Bóas um það eitt, að bjarga mönnunum, en 10 manna áhöfn var á Snæfugli. Komst öll áhöfnin í gúmbjörgunarbát og var henni síðan bjargað innan skamms af vélbátnum Guðmundi Péturs. Tókst björgunin svo vel og giftu samlega, að varla var hægt að segja, að nokkur maður bioííiaði. Bóas taldi, að ekki myndu 'riafa liðið nema 10 mínútur frá því að báturinn fékk slagsíðuna og til ■þess að hann sökk. Sagði Bóavað þetta væri þó alls ekki rlveg ör- uggt, því að tímaskynið gæti brugðist manni við svona kriagum- stæður. Bóas taldi, að skilrúm í lo.st bátsins myndi hafa bilað og cr- sakað slysið. Hann sagði, að bát- urinn sjálfur hefði í engu brugizt en hann hefur verið skipstjori á honum frá upphafi eða í 16 ár Bóag bað blaðið fyrir beztu þakkir til björgunarmanna sinna. Sjópróf fara sennilega fram í dag fyrir hádegi á Eskifiröi. Bættur aðbúnað ur í Þórsmörkinni Grcinilegt er, að mikill fjöldi manns verður í Þórsmörk um Verzlunarmannahelgina. Ferða skrifstofa Úlfars Jacobsen mun flytja þangað um 800 manns og eru margir á biðlista. Ferðaskrif- stofan Lönd og leiðir er með 120 pöntuð sæti og hjá Ferðafélagi ís- Iands liafa 120 manns pantað far. Ýmsir aðrir aðilar annast fólks- flutninga í Þórsmörk um heigina og má búast við að þar verði núk ill fjöldi samankominn á laugar- dag og fram á sunnudag. Blaðið spurðist fyrir um það hjá séra Braga Friðrikssyni fram- kvæmdastjóra Æskulýðsrafs Reykjavíkur hvað ráðið hefði á prjónunum varðandi Þórsmörk. , Séra Bragi sagði, að Æskulýðsráð liefði átt fundi með þeim aðilurn, ! sem annast fólksflutninga í Þórs- 'mörk um Verzlunarmannahelgiaa i og hefði haft samráð við þá um uð búnað í Mörkinni. Hefur verið kom ið upp þar salernum og vatnslei'ís- um, pallar reistir og fánastengur. Hefur Skógrækt ríkisins átt nér góðan hlut að málum og annaot þessar framkvæmdir. Þá munu ýmsir aðilar annast skemmtiatriði, á vegum Ferðaskrif stofu Úlfars Jacobsen skemiiitir Savannah-tríóið á laugardags- og sunnudagskvöld. Þá verða vaiö- eldar, hópleikir og önnur skemmti atriði. Ferðafélag íslands æfnir til hópferðar í Þórsmörk á laugardag og verða farnar gönguferðir um nágrennið með reyndum fararstjór um. Á sunnudagsmorgun verður. efnt til fánahyllingar og helgistundar á vegum Æskulýðsráðs. Blaðið fékk þær upplýsingar h iá Ferðaskrifstofu Úlfars Jacobsen, að allmiklu fleiri liefðu pantað far í Þórsmörk nú en í fyrra. Þá flutti Ferðaskrifstofan 500-800 manns þangað, en nú liafa á níunáa hundrað manns pantað far. Flestar verða ferðir farnar á laugardag og heimleiðis lialdið ó mánudag. Ferðaskrifstofa Úlfars hóf þó ferðir austur þegar í gær og mun halda áfram daglega tram á laugardag. Menn úr Æskulýðsráði verða í Þórsmörk um helgina. ' Afhjúpun minnisvaröa Minnisvarði, með lágmynd a£ séra Sigtryggi Guðlaugssyni og konu hans frú Hjaltalínu Guðjóus- dóttur, verður afhjúpaður við hátíðlega athöfn að Núpi á sunnu- dag. Gamlir nemendur séra Sig- tryggs, stofnanda Núpsskóla í Dýrafirði, • hafa í tilefni af 100 ára afmæli hans látið Ríkarð Jóns son myndhöggvara gera minnis- varðann. Hátíðahöldin hefjast eftir há- degi með messu í Núpskirkju. A5 lokinni messu verður gengið fylktu liði frá kirkju í Skrúð. Þ< r verða haldnar ræður, kórsöngur og afhjúpar formaður Núpverjanefnd ár Guðlaugur Rósinkranz Þjó'ileik hússtjóri minriisvarðann. Ekkert komit fram í vítis- sódamálinu Ekkert nýtt hefur komið fram í vítissódamálinu 6vo- nefnda, en maður lézt af .völdum brunasára í vor. Að því er blaðið hefur fregnað er rannsókn haldið áfram, en ekkert komið fram scm skýrt geti ýmis vafaatriði I sam bandi við málið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.