Lögrétta - 02.11.1916, Síða 1
Ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON.
Þingholtsstræti 17.
Talsími 178.
AfgreiSslu- og innheimtum.:
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON.
Bankastræti II.
Talsími 359.
Nr. 52.
Reykjavík, 2. nóvember 1916,
XI. árg.
Klæðaverslun
H. Andersen & Sön.
Aðalstr. 16.
Stofnsett 1888. Sími 32.
Þar eru fötin saumuð flest.
Þar eru fataefnin best.
Bækur,
innlendar og erlendar, pappir og alls-
konar ritföng, kaupa allir í
Lárus Fjeldsted,
Y f irr jettarmálaf ærslumaCur.
LÆKJARGATA a.
Venjulega heima kl. 4—7 síöd.
Nýja
Bókbandsvinnustofan
tekur aö sjer alla vinnu, sem aö bók-
bandi lýtur og reynir að fullnægja
kröfum viðskiftavina sinna. Bókavin-
ir, lestrarfjelög og aörir ættu því aö
koma þangaö. — Útvegar allar bækur
er fáanlegar eru.
Þingholtsstræti 6 (Gutenberg).
Brynj. Magnússon.
Stríðid.
R ú m e n í a.
í síöasta blaöi var sagt frá því,
hverjar ástæöur stjórn Rúmeníu færði
fyrir því,að hún sagöi Austurr.-Ungv.
strið á hendur. Þaö kom þar skýrt
fram, að ætlunin væri aö leggja und-
ir sig þaö svæöi Ungverjalands, sem
Rúmenar byggja. Skal hjer nú stutt-
lega skýrt frá því, hvernig þjóðerna-
skiftingu og ríkjaskiftingu er variö
þarna austurfrá.
Rúmenski þjóðflokkurinn nær
langt út fyrir takmörk konungsríkis-
ins Rúmeníu. Vestur á við nær hann
langt inn í Ungverjaland. Til þjóð-
flokksins er talin nálægt 9miljón
manna, og er hjeraöiö Siebenbúrgen
í Ungverjalandi í miðju þess land-
svæöis, sem þeir byggja. Aö sunnan
takmarkast það af Dóná, að vestan
eru takmörkin við bæinn Gross War-
dein í Ungverjalandi, að norðan við
bæinn Jassy, norðan til í Rúmeníu,
en aö austan setur Dóná einnig tak-
mörkin á löngu svæöi, þar sem hún
fellur til norðurs vestan við Dobrud-
scha, en síðan Svartahaf, því Rúrnen-
ar búa einnig í suðurhluta rússneska
hjeraðsins Bessarabíu, sem liggur að
Rúmeníu að norðaustan. Austurhluti
Ungverjalands, Siebenbúrgen, er fjall-
lendi, sem skagar inn í Rúmeníu, en
hún er láglendi, sem liggur í boga
um Siebenbúrgen að sunnan, austan
og norðan. Forfeður Rúrnena eru
taldir hinir fornu Daziar, sem skyld-
ir voru Þrakverjum og bjuggu upp-
runalega á sömu stöðvum, — en þeir
blönduðust síðan mjög saman við
Rómverja. í byrjun þeirrar breyting-
ar, sem skapaði þjóðflutningana
miklu, eða á dögum L. D. Aurelian
us’ keisara (270—75 e. kr.), voru her-
sveitir Rómverja kvaddar burt það-
an, og voru þá íbúar landsins varn-
arlausir og leituðu til fjalllendisins í
Siebenbúrgen. En þegar kyrð komst
aftur á, dreifðist þjóðflokkurinn nið-
ur um sljettlendið fyrir sunnan, aust-
an og vestan, en myndaði enga sjer-
staka eða sjálfstæða ríkisheild. Ból-
festa hans varð beggja megin Tran-
sylvaniufjallgarðsins, sem nú skilur
Ungverjaland og Rúmeníu. í lok 9.
aldar hofust flutningar Magyara,
sem áður bjuggu austur við Úral-
fljót, vestur eftir, og hjelt höfðingi
Þessi mynd er tekin frá þýskum kafbáti, sem hefur bækistöð í Miðjarð-
arhafi. Skipið, sem hann hefur skotið á og er að sökkva, er franskt og
hefur verið hlaðið tómum tunnum. Við sprenginguna lenda þær út í hafið
og sjást þær fljótandi þar. — Kafbátahernaðurinn er nú mjög að fara í
vöxt aftur og eru þýskir kafbátar nú á ferð suður urn Miðjarðarhaf,
norður í íshafi og úti um Atlantshaf til og frá.
V. B. K.
Vantlaðar vörur. Odýrar vörur.
Ljereft, bl. og óbl. — Tvisttau. — Lakaljereft. — Rekkjuvoðir,
Kjólatau. — Cheviot. — Alklaeði. — Cachemire.
Flauel, Silki, Ull og Bómull.
Gardínutau. — Fatatau. — Prjónavörur allskonar.
Regnkápur. — Gólfteppi.
Pappír og ritföng.
Sólaleður og skósmíðavörur.
Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík.
1
þeirra, sem Arpad hjet, með flokk
sinn vestur yfir Karpatafjöll um
Jablonika-skarðið, sem síðan var
kallað Tatara-vegurinn, eða Magy-
ara-leiðin, og inn á Ungverjaland.
Lögðu þeir undir sig ungverska
sljettlendið, fyrst vestan við Theiss-
fljótið, en siðan einnig austan við
það, þar sem Rúmenar höfðu sett
bygðir sínar, og loks tóku þeir einn-
ig Siebenbúrgen, sem á þeim tímum
var lítt bygt land, og færðu valdsvæði
sitt alla leið að Transylvaníufjöllun-
um. Er sagt að konungar þeirra hafi
gert út menn til þess að byggja land-
iö, svo sem Ladislaus I. (1077—1099),
er á að hafa sett hina svo nefndu
Szekla, sem síðan runnu saman við
Magyara, niður sem útverði landa-
rnæra sinna við Aluta-ána, norðan við
bæinn Kronstadt, sem er í suðaustur-
borninu á Siebenbúrgen, og á 12. öld-
innier sagt að Geza II. hafi fengið
Saxa og Franka til innflutninga þang-
að. Alt er þetta rifjað upp nú vegna
þess að deilan um löndin á að hafa
nokkurn stuðníng í þjóðerni þeirra,
sem þau byggja. Um það landsvæði,
sem nú myndar konungsríkið Rú-
meníu, þ. e. furstadæmin Vallaki,
sem er suðurhluti ríkisins, og Mold-
an, sem er norðurhlutinn, er það sagt,
að rúmenskir höfðingjar, sem komu
með flokka sína ofan úr Transylvan-
íufjöllunum á 14. öld, hafi lagt þau
hjeruð undir sig, og er það var unn-
ið, hafi þeir flutt sig frá höfuðborg-
um sínum, upp í fjöllunum, niður á
sljettlendið, frá Suszava til Jassy og
frá Tirgovistea til Bukarest. En
stjórnmálasamband hefur aldrei átt
sjer stað á öllum þessum öldum milli
Rúrnena austan og vestan Transyl-
vaníufjalla, segja þeir, sem halda
frarn málstað miðveldanna nú. Sie-
benbúrgen, eða Transylvania, var áð-
ur stórfurstadæmi, síðan varð land-
ið krúnuland Austurríkis, en var inn-
limað í Ungverjaland 1867, er það
varð sjálfstætt riki i sambandi við
Austurríki. Transylvanía er 57 þús.
ferkílóm. að stærð, með 2jú miljón
íbúa.
Magyarar rnistu völdin í Ungverja-
landi snemma á 16. öld, er Ludvíg
konungur II. fjell í orustu við Tyrki
hjá Hohacs, og gekk þá landið að
erfðum til Habsborgaranna, en Tyrk-
ir lögðu mestan hluta þess undir sig
og ljetu það ekki af höndum aftur
fyr en 1699. Habsborgarar reyndu
að gera landið sem rnest þýskt og
skeyttu ekki um eldri stjórnarskipun
þess. 1848 varð uppreisn í landinu
undir stjórn Kossuths, sem síðan er
nafnfrægur maður. En uppreisnin var
bæld niður með tilstyrkRússa og varð
Ungverjaland þá krúnuland Austur-
ríkis. En óánægjan magnaðist meir
og meir og Austurríki lenti i ófriði
hvað eftir annað eftir miðja síðastl.
öld, og fór svo út úr því, að Ung-
verjaland varð sjálfstætt ríki við hlið
þess 1867, °g fylgdi þá Siebenbúrgen,
eða Transylvania, Ungverjalandi, eins
og áður segir. En þegar hjer er kom-
ið, var Rúmenía orðin ríki út áf
fyrir sig, furstadæmi, sem að nafninu
til laut Tyrkjasoldáni. Það gerðist
1861. Tveimur árum áður höfðu
furstadæmin Vallaki og Moldau bæði
valið Alexander Cusa til höfðingja,
og sameinuðust síðan í eina heild. En
1866 varð Karl I. fursti af Rúmeníu,
og tók hann þátt í stríðinlu m;illi:
Rússa og Tyrkja 1877—78 og veitti
Rússum. Varð Rúmenía eftir það ó-
háð Tyrklandi og Karl tók sjer kon-
ungs nafn 1881. Hann hafði ætlað að
fá Bessarabíu að launum fyrir þátt-
töku sína í stríðinu og þamiig að
stækka ríki sitt að miklum mun. En
í friðargerðinni var hún lögð til
Rússlands, og Rúmeníu í hennar stað
fengið Dobrudscha. Er sú ráðstöfun
eitt af því, sem Rúmeníustjórn finn-
ur miðveldunum til saka, er hún segir
Austurríki stríð á hendur, eins og sjá
má í síðasta blaði.
Frá hálfu miðveldanna er því hald-
ið fram, eins og rjett er, að frá ómuna
tíð hafi ekkert stjórnmálasamhengi
verið milli Rúmena austan fjalla og
vestan fjalla. En í uppreisn Ungverja-
lands gegn Austurríki um miðja síð-
astl. öld komu einnig til greina þjóð-
erniskröfur Rúmena í Ungverjalandi,
og er ríki Rúmena austan fjallanna
fór að vaxa fiskur um hrygg, var ró-
ið þaðan undir óánægjuna, sem fram
var kornin hjá Rúmenum vestan
fjalla. Talsmenn Austurríkis segja nú,
að jafnvel stjórn Rúmeníu hafi stað-
ið á bak við þann undirróður og hafi
hún gengist fyrir skólastofnunum
meðal Rúmena í Ungverjalandi, og
þeim skólum hafi verið haldið við á
hennar kostnað, þangað til nú um
aldamótin að samningar höfðu orðið
um þetta mál við stjórn Ungverja-
lands. En róðurinn frá Rúmena hálfu
segja þeir að mjög hafi þó farið að
harðna nokkrU eftir aldamótin, er pró-
fessorarnir Jorga og Cuza fóru að
beita sjer fyrir hreyfinguna og stofn-
uðu hinn frjálslynda þjóðernisflokk,
og svo eftir 1908, er Take Jonescu
myndaði nýjan flokk meðal íhalds-
manna, sem eftir 1911 fór að hallast
að flokki þeim, sem Bratianu stýrir,
eða frjálslynda flokknum, og tók að
sjer stefnuskrá hans í þjóðernismál-
inu. Hefur það einkum verið Take
Jonescu og flokkur hans, sem lengi
hefur haldið þvi fast fram, að Rú-
menía færi í ófriðinn við hlið banda-
manna, til þess að losa Rúmena vest-
an fjalla úr sambandinu við Austur-
ríki-Ungverjaland og er sagt, að hug-
mynd þeirra sje, að ná undir Rúmeníu
öllu Ungverjalandi vestur að Theiss-
fljóti. Hins vegar hefur íhaldsflokk-
urinn ,sem er sterkur flokkur í land-
inu, undir forustu stjórnmálamann-
anna Carps og Marghilomans, það
markmið, að ná Bessarabíu frá Rúss-
landi, og voru þeir mótfallnir ófriðn-
um við Austurríki og væntu frarnar
að fá óskir sínar uppfyltar fyrir
stuðning við miðveldin. En sú hugs-
un er rnjög ríkjandi hjá öllum stjórn-
málamönnum Rúmeníu, að færa út
ríkistakmörkin og safna Rúmenum í
eina rikisheild. En ástæðurnar eru
þannig, að til þess verða þeir að ná
löndum bæði frá Austurríki og Rúss-
landi. En frá 1883 hafa þeir verið í
bandalagi við miðveldin, eins og áð-
ur segir. Getið er þess til, að Rússar
hafi lofað þeim Bukowinu til lið-
veislunnar, auk Siebenbúrgen, eða
Ungverjalands vestur að Theiss. En
Bukowinu hafa Rússar á valdi sínu
frá því seint í sumar, sem leið.
Rúmenía er 140 þús. ferkílóm. að
stærð, með 7^2 miljón íbúa. Vegir um
landið eru góðir og járnbrautir mikl-
ar. Til hernaðar geta Rúmenar boðið
út rúml. y2 miljón manna, og her
þeirra var, þegar þeir fóru í stríðið,
talinn vel búinn, Hernaðarútgjöldin
voru árið 1913 52 milj. kr., 15 pct.
af útgjöldum ríkisins. Samt virðist nú
svo sem Rúmenía hafi ekki verið vel
undir stríðið búin. Landvarnarútbún-
aður Rúrnena, kastalar og vígi, voru
einkum á landamærunum Rússlands
rnegin og sýnir það, að gert hefur
verið ráð fyrir því að undanförnu, að
landinu væri helst hætta búin úr
þeirri átt, eða helst hafi verið búist
við ófriði við Rússa.HöfuðborginBú-
karest er og víggirt. Lögun Rúmeníu
ei þannig, að herlínan, sem verja
þarf, er mjög löng. Þó ver Dóná
landið á löngu svæði að sunnan. Frá
Svartahafi til Dónár, eftir landamær-
um Rúmeníu og Búlgaríu, eru nál.
300 lcílóm., en meðfram Dóná til
landamæra Ungverjalands og Rú-
meníu nál. 600 kílóm. Skilur Dóná á
mestum hluta þeirrar leiðar Búlgaríu
og Rúmeníu, en á litlum parti Serbíu
og Rúmeniu. Landamæralína Ung-
verjalands og Rúmeníu, sunnan frá
Serbíu og norðaustur að Bukowinu,
er einnig urn 600 kílóm. að lengd.
Fyrsta verk Rúmena í stríðinu var
að tryggja sjer vegina um skörð
Transylvaníufjallanna inn á Ung-
verjaland, og hjeldu þeir undir eins
með her upp í Siebenbúrgen. Mót-
staðan varð i fyrstu lítil, því varnar-
lið var þunnskipað á þessum stöðv-
um,þar sem Austurríkismenn og Ung-
verjar áttu þá í vök að verjast á öðr-
um stöðum, bæði gegn Rússum og 1-
tölum. Varð mesti þytur út af því
í fyrstu í ungverska þinginu gegn
stjórninni, að hún hefði ekki verið
búin við innrás Rúmeníuhersins. En
Búlgarar sendu þegar í stað allmik-
inn her inn í Rúmeníu milli Dónár
og Svartahafs, og hafði Mackensen
hershöfðingi Þjóðverja á Balkan, þar
herstjórnina. Þessi her tók fljótlega
vígi Rúmena á þessu svæði, svo sem
Silistriu o. fl., og tók Mackensen
fjölda af her Rúmena þar til fanga,
og urn tíma lá við sjálft að hann um-
kringdi þar aðalher þeirra. Vegna
þessa munu Rúmenar hafa orðið að.
hægja ferðinni í Siebenbúrgen og
senda þaðan lið austur eftir. Rússar
höfðu þegar í byrjun sent her suður
yfir Dóná, inn í Dobrudscha, og ætl-
uðu honum að fara suður í Búlgaríu.
Kom hann nú til liðs Rúmenum, og
um tíma varð Matkensen að kippa
her sínum aftur á bak. En það stóð
ekki lengi. Síðustu fregnir segja frá
stöðugri framrás hans og hefur hann
! nú tekið járnbrautina austur um Dob-
rudscha, frá Cernovada til Constanza,
j en sú járnbaut liggur vestur að Buka-
j rest, yfir brú á Dóná hjá Cernavoda.
Hefur Rúmenum staðið ótti af því,
að her Mackensens ætti þar opna leið
vestur yfir Dóná, þvi seinustu frjettir
segja, að þeir hafi eyðilagt brúna. En
vestur i Siebenbúrgen hefur Rú-
menurn gengið engu betur. Miðveld-
in drógu þar fljótlega her saman, alt
að 200 þús. manns, að sögn, og settu
yfir hann Falkenhayn hershöfðingja.
Sögðu frjettirnar það fyrir nokkru,
að hann hefði algerlega hrakið Rú-
mena burt úr Siebenbúrgen, en síðan
særðist Falkenhayn og hefur nú látið
af herstjórn. Síðustu fregnirnar segja
að Rússar sjeu nú að senda meiri
her en áður til hjálpar Rúmenum.
En vera má að bandamenn hafi tölu-
vert gagn af herferð Rúmena, þrátt
fyrir þetta, því miðveldin og sam-
bandsþjóðir þeirra hafa orðið að
senda her til Rúmeníu frá öðrum víg-
stöðvum og veikja sig þar um leið,
bæði að vestanverðu, einkum við Ver-
dun, hjá Riga, og svo á Salonikívíg-
stöðvunum, því þaðan er sá her tek-
inn, sem sækir fram í Dobrudscha.
Blaðamaður frá „Politiken", sem
verið hefur í Rúmeníu, segir að lengi
hafi landsbúar svifið á báðum áttum
í því, hvernig þeir ættu að haga sjer
gagnvart ófriðarþjóðunum. Konung-
urinn er miðveldavinur, drotningin
ensk og krónprinsinn trúir á Frakka,
segir hann, og eru veggirnir á íbúð-
arherbergjum hans þaktir Napóleons-
myndum. Frá báðum hliðum var fast
sótst eftir fylgi Rúmena. Rússar buðu
stjórnmálamönnunum fje og útsend-
arar miðveldanna stofnuðu blöð og
keyptu blöð i landinu til þess að halda
fram sínum málstað. Rússar buðu að
fielsa þá Rúmena, sem búa í Ung-
verjalandi, og miðveldin buðu að
kúga Rússa til þess að láta af hendi
Rúmenalandið Bessarabiu. Á verslun-
inni til beggja hliða græddu Rúmenar
heila vagnlestafarma af krónum frá
Austurríki og rúblum frá Rússlandi.
Ein fregnin í sumar sagði, að Rúmen-
ar hefðu selt svo mikið af matvörum
út úr landinu, að sultur væri að verða
þar heima fyrir og verð á matvörum
komið upp úr öllu valdi. Loks verð-
ur það ofan á hjá stjórninni, að fara
út í stríðið, og hún hallast þá að
bandamönnum, ef til vill einkum
vegna sigra Rússa um þetta leyti á
suðurhluta austurvígstöðvanna.
En ekki hyggur blaðamaðurinn,
að það muni hafa verið þjóðarvilji,
að fara út í stríðið. Búkarest er Paris
landanna þar eystra, segir hann. fbú-
arnir eru sællífismenn og letingjar.
Þar búa ríkir landeigendur og lifa í
vellystingum af fje, sem þeir raka
saman á vinnu óupplýstrar og kúg-
aðrar bændastjettar, og verksmiðju-
eigendur og kaupmenn spila þar fjár-
hættuspil í stórurn stíl. Búkarest hef-
ur þotið upp á síðustu 20 árunum.
Franskir byggingameistarar hafa
reist fagrar marmarahallir, þar sem
i