Lögrétta

Issue

Lögrétta - 05.12.1916, Page 1

Lögrétta - 05.12.1916, Page 1
Ritstjóri: ÞOR.ST. CÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. AfgreiSslu- og innhcimtum.: ÞÓR. S. ÞORLÁKSSON. Bankastræti II. Talsimi 359. Nr. 57. Reykjavík, 5. desember 1916. XI. árg. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Km Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bákavtrslun Siofúsar fymundssonar. Lárus Fjeldsted, Yfirrjettarmálafærslumaður. LÆKJARGATA i. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. Nýprentað: Rúnir eftir Magnús Gíslason. I kápu á 1 kr. í bandi á 2 kr. Fæst hjá bóksölum. Brynj. Magnússon. Ljóða-bók Hannesar Hafsteins. Ritstjóri Lögrjettu hefur beöiS mig um nokkrar línur í blaö sitt í tilefni af því, að ljóS Hannesar Hafsteins eru komin út. Jeg hef um all-langt skeiS fremur fengist við annað en aö dæma um bækur á prenti. Mjer er ekki oröiö þaS tamt. Enda hugsa jeg mjer aö gera þessar línur fremur aö rabbi en ritdómi. Hugurinn hvarflar aftur í tímann um 31—35 ár. Jeg kom til Kaup- mannahafnar 1881 og fór þaöan J885. Þau ár var Hánnes Hafstein þar. Og 1881 varö hann tvítugur. Jeg veit ekki, hvort nokkrum er kunnugt um íslending, sem hafi ver- ið meira bráöþroska en Hannes Haf- stein. Á þessum árum ljet hann, stund- um dag eftir dag, rigna yfir okkur vini sína ljóðum, sem okkur fundust merkilegir viðburðir í bókmentum þjóðarinnar — og voru það líka. Ljóð þessa tvítuga manns hafa orðið „klassisk". Þau hafa verið á vörum hvers íslendings, sem nokkurn tíma hefur tekið sjer ljóð í munn. Menn hafa vitnað til þeirra, að sínu leyti eins og til alþektra málshátta. Börn- in hafa lært þau í skólum og heima- húsum. Menn hafa lesið þau og sung- io í ölteiti. Og prestarnir hafa farið með erindi úr þeim á prjedikunar- stólnum. Snild hans hafði nokkuð lamandi áhif á suma okkar. Hann orti svo vel, að þeir höfðu ekki lengur ánægju af að yrkja sjálfir, af því að þeir fundu, hve miklu betur honum ljet það. Svo var að minsta kosti um þann, er rit- ar þessar línur. Farandspákona náði einu sinni í hann á þessum árum. Hún vissi ekk- ert um hann, hver hann væri, nje hvaðan hann væri. Hún sagði honum, að það ætti fyrir honum að liggja að verða æðstur maður á sínu landi. Við Iiöfðum enga ofsatrú á spádómum á þeim árunum. En þessi spádómur þótti okkur, vinum hans, sennilegur. Hann var fríðastur sýnum, gerfileg- astur og glæsilegastur íslendingur, sem við höfðum sjeð. Hann var, eins og Snorri Sturluson kveður að orði um Ólaf Tryggvason, „allra manna glaðastur". Hann virtist fædd- Myndin sýnir Vilhjálm Þýskalandskeisara Og Rupprecht Bayarakrón- prins, sent hefur yfirstjórn jtýska hersins á vígstöðvunum hjá Somme, og er myndin tekin þar síðastl. haust, er keisarinn kom þar í heimsókn. ur til þess að verða gæfumaður. Og metorð og völd töldum við að sjálfsögðu gæfu. En hvað sem því leið, þurftum við ekki að fá neina spákonu til þess að segja okkur jtað, að hann mundi verða talinn með mestu skáldum íslendinga. Við vorum ekki í neinum vafa um, að hann var o r ðin n það. Ljóðabók hans kom út 1893. Jeg gat þá um hana í Lögbergi. Þá grein hafa víst fæstir lesendur Lögrjettu lesiö, Mjer finst greinin ekki fjarri lagi, þegar jeg les hana nú, eftir 23 ár frá því er hún var rituö. Ef til vill virða lesendur blaðsins mjer á hægra veg, að jeg setji hjer meginkjarna ummælanna: „Langflest af kvæðunum í þessari bók eru ort áður en höfundurinn varð 25 ára gamall, enda blasir ekki við manni jafn-mikil andleg æska í neinni íslenskri bók eins og þessari. Ekki sú æska, sem er í vandræðum með form- ið, nje heldur sú æska, sem lánar hugsanir eldri og reyndari manna. Fullkomnara form en það, sem er á flestum þessum kvæðum, hefur naum- ast nokkurt íslenskt skáld haft aö bjóða. Og kvæði Hannesar Hafsteins eru svo frumleg, að það mun þegar alment viðurkent, að með þeim hefjist nýtt tímabil í sögu ljóðskáldskapar- ins hjá þjóð vorri. Hjer er um þá æsku að ræða, sem ekki jsekkir til neinnar þreytu, þá æsku, sem skilyrð- islaust elskar kraftinn og lífsnautn- ina, án þess að hirða mikið um hið siðferðislega gildi, þá æsku, sem enn hefur ekki fengið tíma til þessaðvirða fyrir sjer mannheiminn með hans fá- tækt og fallvelti, hans sorg og sökn- uði, hans eymd og óláni, með sjer- staklega mikilli hluttekningu.------- --------„Það er ekki nema sjálf- sagt, stendur í óslítandi sambandi við æskusvipinn á kvæðunum, að alvar- an og reynslan, sem kemur fram í jieim, er að sínu leyti minni en and- inn og fjörið. Þó eru til kvæði í bók- inni, einkum í síðari hluta hennar, sem kveða nokkuð við annan tón en meginþorri ljóðanna. Undiralda lífs- reynslunnar er þar þyngri, alvaran sterkari; það er eins og dýpra sje eft- ir þeim grafið í hjartanu. Þessi kvæði benda á hærra stig, göfugri þroska, æðri andans tign, en við manni blas- ir í meginþorra bókarinnar. Það eru þessi kvæði, sem koma oss til að standa á öndinni af eftirvænting eft- ir næstu bók Hannesar Hafsteins, bókinni, sem sýnir oss að fullu hans andlega útsýni á fullorðinsárunum, tonunum frá instu strengjunum í hjarta hans og' sál, sem auðsjáanlega eiga enn eftir að syngjast, ef til vill af því, að þeir strengir liggja enn ósnortnir." Og nú er „næsta bókin“ komin. Spádóniurinn hefur rætst, eins og all- ir vita. Hannes Hafstein hefur tví- vegis orðið æðstur maður á sinu landi. Og hann hefur sem embættismaður, stjórnmálamaður og bankastjóri haft um margt að hugsa. Svo að það er ekkert undarlegt að biðin hefur orð- ið löng. Skálddísin er afbrýðisöm og krefst þess, að sjer sje sint — annars fari hún. Framkvæmd veraldlegra efna er það líka. Og ávalt er torvelt að þjóna tveimur herrum — þó að þeir sjeu margir, sem veitir örðugt að átta sig á því. Mörg af ljóðum nýju bókarinnar, sem ekki voru i gönilu bókinni, hafa birtst hjer og þar. Samt ekki nærri því öll. Og sum þeirra, sem ekki hafa verið birt áður, eru með yndislegustu kvæðum bókarinnar. Engum getur dulist það, að streng- irnir eru orðnir margir, tónsviðið rnikið. Það nær, til dæmis að taka, frá hinu rammasta háði um þjóðlíf vort upp í viðkvæmu&tu ástarljóð til lands og þjóðar. Skáldiö vill ekki hæða háðið, því háð er það sem land vort þarf. Það er einasta óskaráðið til útrýmingar á þrældómsarf. Jeg efast um, að jafn-skoplegar og neyðarlegar háðdembur hafi íslend- ingar yfir sig fengið eins og frá Flannesi Hafstein, síðan er Jónas Hallgrímsson ljet þess getið, að djöf- ullinn hefði ekki fundið annað en„ein- tómar kvarnir" í höfuðskeljum þeirra, og að þeir hefðu ekki viljað leysa af sjer asnakjálkana, af því að þeir ætl- uðu að hafa þá á dómsdegi sjer til tjettlætingar, Jafnvel Geysir verður Hannesi Hafstein að íntynd amlóða- skaparins með þjóð sinni, þegar hann sendist með dyn upp i loft og hátt við gráfölan himin bar og heljar reykmökkum frá sjer vatt, en brast að ofan og bugðaðist þar, hver bunan annari hratt, uns máttlaust, sífrandi soðvatn i sömu holuna datt. Og ekki er heldur bætandi á napur- leikann í kvæðinu um Þingvallarfund- inn, sem gengur svo tregt, af því að enginn finnur forsprakkana, fundarboðsins árdagshana, uns ekkert verður úr honum annað en það að Hoppa um völlinn heftir jálkar. Hundum bætast roð og dálkar. Yfir blakta frelsis-fálkar. En annars öllu óhætt, þó að alt gangi nokkuð sigalega og allar hugsjónir kafni i glamrinu og gjálfrinu, því að það er enn til nasl að borða, V. B. K. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Ljereft, bl. og óbl. — Tvisttau. — Lakaljereft. — Rekkjuvoðir, Kjólatau. — Cheviot. — Alklæði. — Cachemire, Flauel, Silki, Ull og Bómull. Gardínutau. — Fatatau. — Prjónavörur allskonar. Regnkápur. — Gólfteppi. Pappír og’ ritföng’. Sólaleður og skósmíðavörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Fulltrúi óskast. Stórt útflutningsfirma i Bretlandi óskar eftir duglegum og röskum manni, sem hefur verslunarþekkingu, til þess að vera fulltrúi sinn á fs- landi við sölu erlendra vara og kaup á íslenskum afurðum. — Þar eð byrjunarlaun verða 3000 krónur og árleg jöfn kauphækkun þangað til komnar eru 5000 krónur, er þess krafist að viðkomandi helgi firmanu alla starfskrafta sína og óskiftan áhuga. Umsóknir, ritaðar á ensku eða dönsku, ásamt nákvæmum upplýsing- um um hæfileika umsækjandans og meðmælum, sendist „Lögrjettu“, merktar „100“. eða, eins og stendur í „Vögguvísum" : Bara ef lúsin íslensk er, er þjer bitið sómi — þar sem líka þjóðarskútan liggur nú við landstjóra. Og svo er við hliðina á þessum sáru napuryrðum önnur eins kvæði og Ástarjátningin til fslands, þar sem skáldið veit ekki, hvort móðirin blíð eða mærin í þjer á metunum drjúgara vegur, og Aldamótaljóðin, sem eru í senn eitthvert viðkvæmasta og efnisrík- asta ættjarðarkvæði, sem vjer höfum eignast, og ætti sífelt að vera í minni hvers mannsbarns á íslandi. Tónsviðið nær frá ömurlegasta hryllingi við dularmögn tilverunnar upp í tærasta yndi náttúrunnar og lífsins. Jeg veit ekki, hvort kvæðið „Slæð- ingur“ hefur verið óprentað hingað til, eða hvort mjer hefur sjest yfir það, Jeg trúi því naumast, að jeg hefði gleymt því, ef jeg hefði sjeð það, gleymt þessari nepju, er næðir yfir bera jökulskalla, gleymt þessari vetrarnótt, er engin glæta grisjar grafarhúm við útburðanna dysjar, gleymt þessum gjósti, sem i glærunum líður, þegar gegnum fjallið dauður maður riður, gleymt tröllunum, sem troða sjer á kaf inn í fjöllin, látast öll vera orðin að steini, en eru viðsjárverð samt: Ei er háskalaust þó, þvi mannahugir margir eru á ferli, og mannaþef’r í helli — hjá kelli. En við hliðina á þessu eru, ekki að eins í þessari bók, heldur í hugum allra íslendinga, svo glampandi, ljós- þrungnar náttúrulýsingar eftir Hann- e,- Hafstein, að þangað hafa íslensk skáld komist, en ekki lengra — að ógleymdum vísunum hans um það, að það er „himneskt að lifa“. Jeg ætla að fara fljótt yfir. Því minni ástæða er til, að fjölyrða, sem hver læs maður á íslandi mundi lesa þessa bók, þó að ekkert væri um hana ritað. Tónsviðið nær frá alt að því óhemjulegri starfs- og bardagaþrá hins kappgjarna manns, sem óttast jafnvel ekki skipbrotið, því að alt af má fá annaS skip og annað föruneyti — niður í átakanlega þreytu hins reynda manns, sem er hræddur um, aö hann muni vera farinn „að lifa sjálfan sig“. Það nær frá dálítið ljettúðarkendri dýrkun holdlegrar fegurðar upp í tár- hreinustu ástar-tilbeiðslu. Það nær niður í hina dimmustu örvænting: Jeg biS á bergsnös kaldri með blóSug ólífs sár. Jeg stari á veglausa víSátt og voSageimur hár ómar af auðnartómleik.------ Svo magnlaus, helkaldur harmur og hjartans svíSandi kvöl mjer alein opnað fá sjón yfir ókomna timans böl. Jeg er ei söngvinn svanur nje sviffrár valur. Nei! Veikur og vesall maður, sem veld mínum hörmum ei. En það nær líka upp í þær hæðir, þar sem skáldið sjer í sólþokuhylling, hve sorgin og gleSin mætast, og óljóst órar mig fyrir að andansvon muni rætast. Leiðin er löng frá naprasta háði og ljettúðarkendum galsa upp í „sól- þokuhyllinguna“, þar sem leitandi og harmþrunginn mannsandinn fer að koma auga á ráðninguna á gátu til- verunnar. Og margir eru hliðarstig- irnir á þeirri leið. Það er eins og Hannes Hafstein eigi nokkurn veginn jafn-vel heima á öllum þeim vegum, þegar hann fer að yrkja. Hann gefur okkur litla vitneskju um það, hvernig insta og dýpsta lífsskoðun hans er í raun og veru. En hann gefur sig all- an á vald hverri þeirri hugarhræring, sem grípur hann — sem venjulega er líka einkenni miklu ljóðskáldanna. Með þeim hætti sýnir hann okkur svo langt inn í sína auðugu sál. Einar Hjörleifsson Kvaran.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.