Alþýðublaðið - 27.08.1963, Side 15
ÁSTARSAGA Á SJÚKRAHÚSIEFTIR: LUCII LA ANDREWS
„Já, þakka yður fyrir". Ég and
varpaði þungt. — „Þúsund þakk
ir fyrir vasaklútinn. Það var fall
egt af yður að lána mér hann.
Ég skal sjá til þess, að hann
ve'rði þveginn og senda yður hann
svo við tækifæri“.
„O, hugsið ekki um þá smá-
muni“. Hann skoðaði hönd mína
enn einu sinni. — „Látið sára-
bindin vera utan um skurðinn
þangað til ég lít á höndina aft-
ur. Og gætið þess að halda þeim
þurrum. Ég tek yður svo aftur
í rannsókn eftir þrjá daga“.
„Gét ég farið á vakt í kvöld,
læknir?"
„Þér getið ekki farið á vakt
fyrr en ég hef tekið sauminn
burt“.
„Hvaða vandræði", sagði ég og
bar mig illa.
„Jú, sjáið þér til, sagði hann
og brosti. „Ekkert okkar hér á
Margaret er ómissandi.“
„Eruð þér ekki sammála, syst
ir“, spurði hann.
„Jú“ svaraði ég og dró seim-
inn. Ég var alltof óhamingjusöm
á þessari stundu til að hirða um,
hvort ég segði satt eða ekki. —
„Það er ekki það að ég haldi, að
ég sé ómissandi heldur hitt að
ég veit, að það er alltaf nóg að
gera á deildinni. Yfirsystirin hef
ur í nógu mörg horn að líta þó
að hún bæti ekki líka við sig
mínuin störfum.“
„Störf yðar munu ekki hlað-
ast á yfirsysturina, því að hún er
að hætta. Þetta er síðasta nætur-
vaktin hennar“.
Ég starði orðlaus á liann. —
„Er hún að hætta?“ — „Ég stein
gleymdi, að ég hafði heyrt það
•áður. Ég gleýmdi líka við livern
ég talaði.
„Já, það er ekkert leyndarmál.
Hafið þér ekki heyrt það?“ —
Hann skýrði mér frá því að hún
liætti næturvaktinni og flyttist í
sess Mercer yfirhjúkrunarkonu
í móttökudeildinni. — „Þér hljót
ið þó að vita að frk. Mercer er
að hætta?“
Ég kinkaði kolli. — „Já, ég hef
heyrt það“, hvíslaði ég án þess
að þora að líta upp. Til að spyrja
að einhverju spurði ég, hver
tæki þá að sér næturvaktina.
„Núverandi aðstoðarsystir á
næturvaktinni. Frk. Bennings
flyzt svo í hennar stöðu“.
Fréttin uni að Bennings ætti
að flytjast á næsturvaktina var
meira en nóg fyrir mig. Ég átti
éftir tvo mánuði í viðbóta á Marg
arget. Þeir tveir mánuðir yrðu
mér vérri en martröð.
Jake stóð upp. — „Ef þér er-
uð búnar að jafna yður, held ég
áð ég verði að yfirgefa yður.
systir. Ég á eftir að koma við á
nokkrum stofum. Yfirsystirin
kemur innan skamms og sækir
yður“.
„Já, þakka yður kærlega, lækn
ir“. — Ég leit upp og hann virti
mig vandlega fyrir sér. Um-
hyggjusemi lýsti sér úr hverjum
andlitsdrætti hans. Jake var dug
legur læknir og fylgdist vel með
líðan sjúklinga sinna, það vissi
ég af fyrri reynslu. Nú var ég orð
in sjúklingur hans, og þess vegna
lét hann mig skipta sig nokkru.
Og ég myndi skipta máli fyrir
hann, þangað til að hann hefði
tekið sauminn burtu.
„Ég held nú, að þér séuð alls
ekki búnar að jafna yður full-
komlega, systir. Mér virðist þér
talsvert þreytulegar- Þér ættuð
að koma yður fljótlega í rúm-
ið“. Hann rétti úr sér og ljósið
yfir skurðborðinu féll á andlit
33
honum. í skini ljóssins sá ég
glöggt hvern minnsta andlitsdrátt
hans. Hann virtist talsvert elli-
legur á þessari stundu. Erfitt
starf hafði sett á hann mark sitt.
Svona mun hann þá líta út, þeg-
ar hann verður gamall, hugsaði
ég og virti fyrir mér andlit hans
og hár, sem virtist hvítt í ijósinu
frá lampanum. Ég fór að velta
því fyrir mér hvað hann væri í
rauninni gamall. Og ég komst að
þeirri niðurstöðu, að hann myndi
vart meira en 35 ára.
Til þess að segja eitthvað,
sagðist ég eflaust mundu jafna
mig, ef mér tækist að sofna of-
urlitinn dúr. Hann kinkaði kolli
dálitið annars hugar. — „Yfir-
systirin fylgir yður til sjúkrastof
unnar. Ég býst við að við tök-
um sauminn úr eftir tíu daga.
Það verður ef til vill það síð-
asta, sem ég geri á þessu sjjúkra
húsi. Ég hætti eftir nákvæmlega
níu daga, en þar sem ég hef saum
að saman þennan skurð, vil ég
gjarnan leggja síðustu hönd að
honum". — Hann brosti að sið-
ustu orðunum og var hugsi.
„Ég þalcka yður innilega fyrir
hugulsemina, læknir", sagði ég
óeðlilega stirðmál.
Hann svaraði ekki, kinkaði enn
einu sinni kolli og gekk út úr
skurðstofunni. Ég sat eftir og
beið yfirsysturinnar. Hún kom
efttir skamma stund og fylgdi
mér til sjúkrastofunnar.
Ég var aðeins eina nótt á
sjúkrastofunni, næstu nótt fékk
ég leyfis til að flytja mig til her
bergis míns í vistarverum hjúkr
unarkvenna á næturvaktinni. Ég
varð að ganga með handlegginn
reifaðan en gat að öðru Ieyti
haft það eins og mér sýndist að
því undanskildu að ég mátti ekki
fara neitt frá sjúkrahúsinu án
þess að fá til þess leyfi. Ég varð
líka að fara snemma í háttinn og
fara vel með mig. Ef ég hefði
ekki verið svo hnuggin vegna
Jakes, hefði mér liðið reglulega
vel þessa tíu daga. Á þriðja degi
fór ég til Jakes og hann skoð-
aði höndiri. Á leiðinni frá hon-
um rakst ég. á yfirnætursystur-
ina. Hún spurði hvemig ég hefðl
það.
Ég lét vel af því svo fór ég að
hlústa á samræður hennar' við
aðra systur, sem bar að í þessum
svifum. Þær töluðu um frk. Merc
er. Þær sögðust vera mjög ánægð
ar fyrir hennar hönd vegna nýju
stöðunnar. Ég beið þess óþolin-
móð, að við færum aftur á systra
heimilið, svo að ég gæti spurt
nánar út í þetta.
Yfirsystirin yfirgaf okkur og
ég fylgdist með systurinni út í
garðinn fyrir framan húsið. Þeg
ar þangað kom gat ég ekki leng-
ur dulið forvitni mína. — „Þið
voruð að tala um hina nýju stöðu
frk. Mercer, sagði ég. Ætlar
hún . . .“ Ég komst ekki lengra,
því að systirin greip fram í fyr-
ir mér.
„Já, er það ekki dásamlegt?
Við söknum hennar allar mjög
en vonum jafnframt að hún komi
aftur til okkar einhverntíma
seinna". — Ég botnaði hvorki
upp né niður. — „Frk. Mercer
er full ung til að fá ábyrgðar-
stöðu að verða aðstoðarforstöðu
kona á Marthasjúkrahúsinu en
við erum allar sannfærðar um
að hún mun spjara sig. Við er-
um líka afar stoltar yfir því að
hún skyldi verða valin úr þeim
stóra hópi, sem sótti um stöð-
una“.
Ég var alveg orðlaus. Ég vissi
ekki hvað ég átti að gera eða
segja. En strax og ég áttaði mig
skundaði ég upp til þeirra Ang-
elu og 'Josephinu. Ég hafði ekki
séð þær í langan tíma. Angela
var í fríi og ég rakst strax á
hana.
„Nei, halló, Rósa. Ég vissi, að
þú mundir einhverntíma líta inn
til okkar. Hvernig ertu í hend-
inni? Ég heyrði, að Jake Warn-
ing hefði gert að henni.“
„Heyrðu, Angela, hefurðu
heyrt um . ..
Hún greip fram í fyrir mér. —.
„Systur Bennings? Hvort ég hef.
Ég var einmitt að vona, að mað-
ur yrði laus við hana eftir þessa
þrjá mánuði á Francis og svo
fær maður hana bara á nætur-
vaktina í staðinn. Hefurðu ann
ars talað við Josephinu?"
Ég svaraði því neitandi. Ang-
ela skýrði mér frá því, að Josep.
hine hefði gengið á fund yfir-
hjúkrunarkonunnar og beðið um
að verða leyst frá störfum.
— „Hún og Gus ætla að fara
að gifta sig“.
„Svo að hún ætlar að fara að
hætta". — Ég lét fallast niður í,
stól. — „En allar þær breyting-1
ar, sem hér eiga sér stað“.
„Læt ég það nú vera. Hún er
sú eina okkar, sem ætlar að
hætta.“
„En hvað með yfirsysturina á
móttökudeildinni . . . og yfir-
lækninn?"
Angela fór að hlæja. —
„Kæra, Rósa. Hvaða máli skiptir
það okkur, þó að það háttsetta
hætti? Þú veizt, að við erum að
eins á fyrsta ári. Og okkur kem-
ur það eitt við að brjótast á-
fram og komast á toppinn."
„Kannski þú hafir rétt fyrir
þér“, tautaði ég dapurlega.
Hún horfði forvitnislega á mig.
— „Er eitthvað, sem amar að þér
Rósa? Þú ert ekki eins glaðleg og
þú ert vön. Er bér vona illt í
hendinni eðá hvað?“
Ég varð að finna mér einhverja
afsökun svo að ég jánkaði þessu.
— „Já, ég hef stöðugun verk“.
Og þetta var rétt. Mið verkjaði
stöðugt, — ekki í hendina held
ur í hjartað.
Þegar níu dagar voru liðnir
var ég bókstaflega að springa
af eftirvæntingu. í síðasta skipt-
ið fengi ég þó að sjá hanri. Ég
ætlaði að færa mér þá stuttu
stund í nyt eftir því, sem fram-
ast væri unrit. Ég ætlaði líka að
kveðja hann og þakka honum fyr
ir svo margt.
Þegar sú stund rann upp, að
Jake skyldi taka sauminn úr
hendinni og ég kom til sjúkra-
stofunnar varð ég heldur en ekki
fyrir vonbrigðum. Jake hafði beð
ið nýja yfirlækninn, Embryo að
nafni, að taka úr mér sauminn.
Jake hafði yfirgefið sjúkrahúsið
kvöldið áður.
Ráðskonan á systraheimilinu
mætti mér, þegar ég kom frá yf
irlækninum. — „Þér ættuð að
lyfta yður svolítið upp, systir
Standing, sagði hún. Þér hafið
verið alltof mikið inni við upp á
síðkastið. Þér. eruð svo þreytu-
legar. Þér þekkið einhvern í
London vænti ég? Farið þangað
eða eitthvað annað. Gerið eitt-
hvað óvenjulegt, í kvöld. Lofið
því að minnsta kosti að halda
ekki kyrru fyrir hér.“
Mig langaði ekki til að fara
neitt. Hins vegar hafði ég ekki
rænu á að mótmæla. Þess vegna
sótti ég kápu mína og hatt, snyrti
mig betur en venjulega og fór
út úr systraheimilinu. Ég settist
upp í strætisvagn og ók um
stund án þess að vita fyllilega
á hvaða leið ég var. Senn nálgað
ist hádegisverður og ég fór að
velta því fyrir mér, hvar ég ætti
að snæða hann. Þá kom mér til
hugar litla, vinalega veitingastof
an hans Bert. Ég þurfti endilega
að fá mér einhverja hressingu,
að minnsta kosti kaffisopa. Og
hjá Bert gat ég verið ein og út
af fyrir mig. Já. Ég ætlaði að
heimsækja Bert.
14. KAFLI
Bert þekkti mig strax aftur. —
„Halló, fröken. Nokkuð í frétt-
um?“ Ég skýrði honum frá því,
að ég hefði skorið mig í hend-
inni, væri í sjúkraleyfi og lang-
aði að fá mér að borða hjá hon-
um.
„Þér hefðuð ekki getað farið
á heppilegri stað til að fá yður
eitthvað í svanginn, svaraði Bert.
Kannski megi bjóða yður steik?
Setjist bara við eitthvert borð-
ið og bíðið þangað til ég kem
með matinn."
Góðar vörur!
Gott verð!
NÝKOMEÐ:
Japanska Terylenið í btrxur
og pils. Lækkað verð.
Dönsku korsilettin í stórum
stærðum.
100% Spun Rayon efnið í
koxgráum og milligráum lit,
tilvalið í buxur og pils. —
Aðeins 127,-.
Gardinuefnl, mikið úrval.
Stórisefni, margar gerðir og
breiddir.
Bobinett efni, verð frá 17.80 m,
Kaffidúkar, mislitir, fjölbreytt
úrval.
Plastefni og plastdúkar, —
fallegt úrval.
Snægurveraefni hvít og mis-
lit.
Lakaléreft hvít og kremuð.
Fiðurhelt og dúnhelt léreft.
í bláum lit.
Milliverk í sængurver, fjöl-
breytt úrval.
Léreftsblúndur og milBverk.
Dömubindi aðeins 11,50 pk.
Póstsendum. — Sírni I6700l
Verzl.
Sigurbjörn fíárason
Hornið Njálsg. og Klapparstíg.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 25. ágúst 1963 |£