19. júní - 01.10.1919, Qupperneq 2

19. júní - 01.10.1919, Qupperneq 2
26 19. JÚNÍ ræðuna og var henni tekið raeð miklum fögnuði, en ekki mintust sósíalista- blöðin á hana einu orði. Það skal þó ekki hér með sagt að sósíalistar hafi alment verið kosningarétti kvenna mótfallnir. Margir hinna fremstu manna meðal þeirra hafa verið nógu hleypidómalausir til þess að styðja að því að jafnréttiskröfur kvenna næðu fram að ganga. Eftir því sem jafnréttiskröfur kvenna verða almennari, hvarf þessi ótti, sem í fyrstu gerði svo mjög vart við sig. Því var spáð að heimurinn mundi hvorki batna né vesna þó konur fengju kosningarétt. »Við þurfum ekki að stíga upp til þeirra, trúið mér, konurnar munu stíga niður til okkar og verða okkur líkar«, á ame- ríslcur sambandsþingmaður einn að hafa sagt. Og við þelta hafa stjórn- málaflokkarnir svo huggað sig. En nú, þegar takmarkinu er náð, rís upp stærsta spurningin fyrir allar hugsandi konur: Hvernig á eg að nota atkvæði mitt? Og eðlilegt er að þessi spurning vakni. Aðstaða kvenna í þjóðfélaginu kemst með kosningar- réttinum inn í nýjan farveg; meðan konur voru á leiðinni þangað, þótti þeim flestum hyggilegast að láta sem minst til sín taka um pólitísk flokks- mál — gæta heldur hlutleysis, en spilla fyrir áhugamáli sínu með því að taka ákveðna afstöðu til stjórn- málaflokkanna. Nú er öðru máli að gegna. Nú knýr nauðsynin allar þær konur, sem kjósa mega og vilja kjósa af sam- vizkusemi, að leggja þessa spurningu fyrir sig: »Hvaða flokki á eg að fylgja?« Leiðirnar virðast þá tvær: Að ganga í þá stjórnmálaflokka sem fyrir eru eða mynda sérstakan kvennaflokk. Reynslan hefir sýnt að þetta síðara leiðir eigi til neins árangurs, t. d. komu hin stóru og afarfjölmennu kvenréttindafélög í Englandi, þrátt fyrir góða samheldni og mikinn und- irbúning, ekki einum einasta þing- manni að, við kosningar þar siðast- liðinn vetur. Að ganga í þá flokka, sem fyrir eru, er mörgum ógeð- felt, einkum þroskuðustu konunum, Flokksböndin of þröng og ýmislegt á stefnuskrá hvers flokks, sem þær ekki fella sig við. Þær eru ekki enn orðnar nógu æfðar í að segja: »Að hvítt sé svart, að svart sé hvítt, að satt sé logið, gamalt nýtt« að eins til þess að fylgja flokknum. í flokkunum verða konurnar eins og núll. Karimennirnir munu en lengi ráða þar mestu. Og hvað verður þá af þeim draumum, um endurbætur á stjórnmálasviðinu, sem fyrir mörgum konum vakir, að verða eigi árangur af starfsemi kvenna þar. Heimilið stóra verður á þann hátt, nú sem fyr skapað af karlmanninum einum. Þessari lífsspurningu kvenna hefir Ellen Key, hin frægi sænski rithöf- undur, kvenréttinda- og jafnaðarkon- an hugsjónaríka, svarað og bent á nýja leið: Ráðlegging hennar er þessi: »Myndið óháðan flokk!« Ekki kvennaflokk, heldur flokk sem veiti viðtöku öllum þeim, körl- um sem konum, sem fyrst og fremst

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.