19. júní - 01.10.1919, Page 4
28
19. J Ú N I
fuglar kvaka kátt í mó:
»Komið blessað sumark
Haust.
Lengist njóla, lækkar sól,
lokar fjólan auga,
gulum sóley kastar kjól,
kyssir gjóla nakinn hól.
P. R.
Sameining.
Æfintýr.
Einn sunnudags-morgun, gengu þau
fram fyrir guð sinn til að giftast,
Svanhvít sál og Sveinungur líkami.
Og alfaðir bauð að þau skyldu verða
sem eitt og aðstoða hvort annað.
Þetta var alvarleg stund fyrir aum-
ingja litlu sálina, að eiga nú að fara
úr föðurhúsum í fyrsta skiftið, —
síðan hún mundi til sín, — og fylgj-
ast með bóndanum o’ní mannheim.
»Vertu ekki kvíðandi, blessað barn-
ið mitt«, sagði Alfaðir ástúðlega.
»Bóndin þinn er meistaraverk milt,
— eða þitt, — og lijálpið þið nú
hvort öðru sem bezt«, og hann benti
þeim að fara.
»Nei, þó«. Hann gaf henni hvita
vængi í brúðargjöf, vængi bænarinn-
ar — sem mörg mannssálin hefir nú
mist, — svo að hún gæti flogið á
fund hans ef að hún ætti ósköp bágt.
Og svo bandaði hann hendinni, og þau
hentu sér o’ní mannheim, settust að
meðal mannanna og fóru að búa.
En hvað búskapurinn átti illa við
hana! Helzt vildi sálin unga, alt af
sitja í sólarljósinu og syngja um feg-
urð og fögnuð andlegu átthaganna
sinna, en bóndinn bað hana vel að
lifa. Konurnar væru til þess að gera
konuverkin, sagði hann; hreinsa af
öll óhreinindi og hugsa um matinn.
Já, þetta átti hún að sjálfsögðu að
gera. Þau áttu að hjálpast að og vera
sem eitt, hafði Alfaðir sagt, og hún
fór að reyna að fást við skyldur jarð-
lifsins og fylgja fyrirmælum bóndans,
eins og hún sá að siður var með-
al mannanna. En örðugt var það, að
neyða hreinar hendurnar o’ní endem-
ið! Henni var svo alt öðruvisi háttað
en honum, bóndanum, sem undi sér
eins og best í — já, nærri því að
segja: í óþverranum, og var svo —
já, alt öðruvísi sinnaður en hún; en
alveg vildi hann yfir henni ráða, og
draga hana með sér o’ní alt, því óað-
skiljanleg ættu þau að vera. Fötin
hennar, sem í fyrstu voru eins og
hvít blómsturblöð, voru nú ekki orð-
in annað en leirsleltur, og þaðan af
verra. Verst, þegar honum hugkvæmd-
ist að fara að gæða þeim á grugg-
ugu nautna-gutlinu innanum sora og
saur. Þar varð liún svona, og hún
horfði hrygg og hugsjúk niður á
saurugu klæðin sín, og hún fékk
óbeit á bóndanum og yndisfeng hans,
en hélt að hún yrði að vera undir
hann gefin og öll á hans valdi, af því
að hún bar kvennheiti, var kölluð
kona hans, því svo stóðu lög til i
mannheimi. —
En, ó! Vængina sína átti hún þó
enn! Og upp á fund Alföðurs flaug
hún, í fáum, sterkum sveiflum, og