19. júní - 01.10.1919, Page 5

19. júní - 01.10.1919, Page 5
19. JÚNÍ 29 stóð frammi fyrir honum titrandi af andþreyngslum og feginsótta, og kom engu orði upp. »Hvað er að sjá þig barnið mitt! Og kemur hingað svona til reika?« »Ekki — get — eg — að — því — gert —« braust út, og grát- ekkinn bútaði orðin sundur. »Hann er svona, svona — óhrein — og — og —« »Hann er meistaraverk, og þú ert mitt barn«, sagði Alfaðir með misþóknun. »Hann ræður alveg yfir mér og á mig, af því að eg er kölluð kona«, kjökraði hún. »Það er lög- helguð venja í mannheimi«. »Veistu ekki barn, að þú berð alla ábyrgð á þér sjálf? Að þú ert barn mitt, sem enginn og ekkert má niðurlægja, né saurga, að eg gaf þér líkama þinn til aðstoðar við útréttingar erinda þinna niðri i heimi holdsins, svo að þú mættir máttug verða, og mann- heimi gagnleg, og s\o kemur þú svona til reika og kennir meðhjálp þinni um«. »Hann, sem að á öll umráð yfir mér, að lögum lágstígsins, af því að eg ber kvennheiti og er krafta- minni«, kjökraði hún, »þeir, þarna niðri segja að hann eigi mig að guðs og manna gerðardómi«. Alfaðir brosti óglaður. »Mikil börn eruð þið öll! Á kannske barnið milt, mitt eigið líf, að gleyma uppruna sínum og ákvörð- un, af því að það ber kvennkent heiti, og láta fávís lög mannanna afmá guðs- eðlið í sér, og skemmast af yfirráð- um holdsins! Nú gef eg þér karl- kynsheitið: Andi, og láttu svo ekki meðhjápina þína, verkfærið, sem eg léði þér, fá »bóndaréttinn« yíir þér aftur, þennan kynlega rétt sem að þú segir að mennirnir kalli það; að taka i sínar hendur yfirráðin og ábyrgð á öðrum, sem áttu að efla hvert annað i óháðri einingu«. Og hann benti barninu sínu, sálinni, að nú ætti hún að fara heim til sín aftur, en hún stóð hikandi og hnípinn og lyfti ögn vængnum. »Hvað er nú enn að, unginn minn?« Og alfaðir laut ofan að litlu, sorgbitnu sálinni, barninu sinu úr-ræða-litla. »En ef að hann enn vill ráða yfir mér og heldur þvi fram, að þú hafir gefið sér yfirráðin«. — »Nú heitir þú karlkyns-heitinu: And', og ertþví eigi kona. Félagi þinn, »hold og blóð«, er með hvorugkynsheiti, þú ættir því að gela verið óhult fyrir yfir-ráðum líkama þíns. Og rektu nú rösklega erindi þín í heimi hins holdlega lífs, án þess að gleyma ákvörðun þinni og ábyrgð á sjálfri þér«. Og andinn sveif nú öruggur o’ní mannheim, og tók við yfirráðum yfir holdinu, sem óðara kannaðist við yfirburði hins andlega, þegar karl- heiti var á það komið. Og holdið varð auðmjúkt og auðsveipið með hjálp andans, svo nú gekk alt greiðlega. Eitt af erindum mannsandans o’ní mannheim var það, að vera til að- stoðar ungu, ósjálfbjarga ætlingjunum sínum: dýrunum. Hlúa að hagsmun- um þeirra og vera málsvari hinna mállausu. Holdið var ekki ófúst til samvinnu á því sviði, því einnig það var í ætt við dýrin og gaf holdi þeirra hýrt auga. En manns andinn drógst að, og unni, guðsneistanum, ódauðlegleika-eðlínu í því öllu, öllu! Ólöf á Hlöðum.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.