19. júní - 01.11.1919, Qupperneq 5
19. JÚN f
37
mótlegri kjör, en þær höfðu meðan
þær voru útilokaðar. Skyldu þær nú
eftir megni vinna að því takmarki,
sem einnig er að verða karlmönnun-
um ijóst: að ummynda sljórnmálin
og koma þeim í betra samræmi við
boðorð samvizkunnar.
Eitt er víst, að ekki ganga konur
í þjónustu hins heilaga, skapandi
anda, ef þær sleppa sér inn í núver-
andi flokksþrætur, með þeim brögð-
um sem þar er beitt. Þær verða ein-
dregið að afneita þeim anda er þar
ríkir, en á þessu verður lítill minni
hluti að byrja. En auðnist þeiui að
vinna í anda þess valds, sem ávalt
er lífgjafi allrar blessunarrikrar þró-
unar, munu áhrif þeirra aukaSt, uns
þau verða afi til endurfæðingar öllu
stjórnmálalífinu.
Þetta takmark ber þó eigi að skilja
sem draumsjón í fjarska. Nei, það
þj'ðir að konurnar vinni að áhuga-
málum sínum á hreinni og flekklaus-
ari hátt, en blindri hlýðni við flokks-
aga. Innan flokks hinna óháðu munu
engin hrossakaup eiga sér stað, eins
og meðal hinna flokkanna. Þeir
munu heldur kjósa að bíða, en vinna
málefnum sinum fylgi með því að
segja »já« við því, er samvizkan býð-
ur þeim að kveða »nei« við.
Skilji konurnar það, hvílíkt sið-
bætandi vald þær muni að fáum ára-
tugum liðnum hafa öðlast, ef þær
nú þegar sameina sig uin ákvörðun-
arrétt samvizkunnar og einstaklings-
vitundarinnar í stjórnmálum, er eng-
in liætta á þvi, að þær nú láti reka
sig eins og lömb í stekk, í þá stjórn-
málaflokka sem fyrir eru,
Stefnuskrá »hinna óháðu« á ekki
að verða stærri en svo, að hún verði
falin í kvenlófa. En allir þeir, sem hana
aðhyllast, eiga að taka höndum sam-
an, og gera það órjúfanlega lieit: að
þeir skuli öllu öðru framar virða hver
annars og silt eigið samvizkufrelsi.
Að eins þær konur sem veita hinu
nýja stjórnmálafrelsi sínu viðtöku
með eld þessa loforðs brennandi í
sálu sinni, geta orðið til þess að
skapa hina nýju veröld, sem nú er
draumar fárra útvaldra; þá framtíð
sem einnig meðal fjöldans mun láta
nýja kynslóð fram vaxa.
Grein Ellenar Key hefir vakið mikla
eftirtekt og komið út bæði í dönskum,
finskum, norskum og sænskum kvenna-
blöðum. Því álitum vér rétt að gefa ís-
lenzkum konum kost á að kynnast
efni hennar. Skoðun Ellenar Ivey á
því, hvernig konur geti hagnýtt kosn-
ingarrétt sinn sér til sóma, er orð i tíma
talað nú, er kosningar standa fyrir dyr-
um. Má vel vera, að pau aftri margri
konu frá að gefa sig flokksofstækinu á
vald og veita mótsöðu fögrum loforðum
atkvæðasmalanna. Pví pó óháði tlokkur-
inn hennar eigi enn langt í land hjá oss
og greinin sé rituð til leiðbeiningar peim,
er pátt eiga í pingstörfum, frekar en
kjósendum til pinga, mega pó hinir síð-
ari margt af henni læra.
Neistaflug.
(Tagore'.
Guð blygðast sín pegar hann heyrir
pann, sem er hamingjusamur, stæra sig
af velgengni sinni.
Rangindin pola eigi að vera yfirunnin.
Réttlætið polir pað.