19. júní - 01.04.1920, Side 1

19. júní - 01.04.1920, Side 1
19. JÚNÍ III. árg. Reykjavík, apríl 1920. 10. tbl. Guðlaug Halldórsdóttir í Suður-Vík er dóltir hins alkunna manns, Hall- dórs Jónssonar, kaupmanns og bónda í Vík í Mýrdal. Mér finst ofur- vel til fallið, að biðja »19. júní« að flytja lesend- um sínum mynd þessarar ágætu stúlku og veit eg að mörgum mun veitast ánægja við að sjá myndina, sem ekki hafa séð Guðlaugu, en bafa heyrt hennar get- ið. — Frá mínu sjón- armiði ber Guð- laug höfuð og herðar yfir flestar ógiftar konur á Suðurlandsundirlendinu og það sem gerir hana svo háa í minum augum, er fyrst og fremst hin mikla góðvild og hjálpsemi, sem hún ætíð lælur í té við alla fátæka og bágstadda. Það er ekki algengt nú á dögnm, að ríkis- manna dætur geri sér mikið ómak fyrir olbogabörnin; fátæklíngana og sjúklingana, sem betur þekkja sorg en gleði. En Guðlang í Vík hefir ekki getað orðið þeim samferða gegnum liflð, án þess að líta við þeim, heldur þvert á móli. Mér er að vízu ekki kunnugt um allar hennar velgerðir, enda munu fáir vita, hve mörgum hún liðsinnir, en eg veit, að hún hefir gefið fátæk- um, svo um heíir munað, hún hefir heimsótt sjúklinga og glatt þá með ýmsu móti og hún hefir stutt að því, að lofa sjúklingum, sem flestir hafa viljað án vera, að dvelja á hemilinu. í einu orði sagt: rétt fjöldamörg- um bágstöddum mönnum hlýja hjálparhönd. Mjög mörgum stúikum hefir Guð- laug veitt tilsögn í saumi og hann- yrðum, en jafnan án þess að taka borgun fyrir, og eins þótt þær hafi dvalið í Suður-Vík um lengri tíma. Heimili föður hennar hefir ætíð verið við brugðið fyrir risnu og höfðing- skap, en ekki hefir gestum fækkað þar, síðan Guðlaug tók við bústjórn,

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.