19. júní - 01.10.1920, Síða 6
30
19. JÖNl
um aðallega í þessum atriðum: Með-
lagið á eftir frumvarpinu að greiðast
fyrirfram, en nú verður aðeins krafið
um það eftir á. Greiðsla dvalarsveit-
ar á meðlagshluta föðursins, verður
eftir frumvarpinu aldrei talinn sveit-
arstyrkur veittur móðurinni, en það
á sér stað nú, er svo stendur á að
barnsfaðirinn er dáinn eða farinn af
landi burt, þegar meðlagið féll í gjald-
daga. Enn má geta þess, að skv. 22.
gr. frumvarpsins má skylda barns-
föður til að leggja fram aukastyrk til
hjúkrunar barninu eða lækningar eða
greftrunar, ef það sýkist eða andast
á ómagaaldri og að 23. gr. leggur
sömu skyldu á föður og móður til
að standa straum af þurfandi, óskil-
getnum börnum, eftir að þau eru
komin úr ómegð, enda lætur óskil-
getið barn hafa sömu framfærslu-
skyldu gagnvart föður og gagnvart
rnóður. Alt eru þetta nýmæli. Þá
hefir frumvarpið ennfremur að geyma
ítarleg ákvæði um faðernisjátningu,
barnsfaðernismál, forræði barnsins og
skilgerð. (Frh.)
r
Urtak af orðum
frá móðurmálsnefnd L. F. K. R.
Hér kemur þá fyrsta úrtakið af
orðasafni nefndar lestrarfélagsins. Er
því skíft í tvent: nýyrði og orð sem
áður hafa til verið en of fáir notað.
Eru í fyrra dálki þau orð sem áður
hafa alment verið notuð, en í hinum
síðari þau, er æskilegt væri að upp
yrðu tekin í þeirra stað. Berið nú
saman þessa dálk og spyrjU sjálfa
ykkur hvert fallegra sé eða fari betur
í málinu. Og notið svo eingöngu
það er ykkur þykir betra. Máske
kostar það dálitla fyrirhöfn í fyrstu,
en sú fyrirhöfn margborgar sig. Munið
að sagt hefir verið um tungu vora:
Fegurra mál á ei veröldin víð
né varðveitt betur á raunanna tíð;
og þrátt tyrir týzkur og lenzkur og
[lýzkur
það lifa skal ómengað fyr og síð.
Án þess týnist einkenni og þjóðerni
[mannsins,
án þess glatast metnaður landsins.
ballansilampi = draglampi.
dragt = gangföt.
etasjeri = syllur.
kabinet = dyngja.
krullujárn = hártengur.
mannsjettur = línstúkur.
múffa = loðstúka.
olíubehollari = olíubyða.
prufa = úrtak.
rúllugardínur = vindutjöld.
servietta = mundlína.
sjalusia = svifta.
sjemisa = serkur.
skriveunnerlag = ritfell.
tevarmer = hlúð.
tojelett = snyrting.
tojelettmubla = snyrtiborð.
að gera tojelette = að snyrta sig.
túba = skálpur.
adressa = heimilisfang.
barnapia = barnfóstra.
barómeter = loftvog.
betrek = veggfóður.
blúss = dreifir.
búket = blómvöndur.
dekketau = borðlín.
dukka = brúða.