19. júní - 01.04.1922, Síða 1
19. JUNI
arg.
Reykjavík, apríl 1922.
10. thk
+
Frú Þórunn Jónassen.
Hinn 18. J>. m. andaðisl að heimili
sinu hér í hænum, frú í’órunn Jónas-
sen, ekkja Jónasar
Jónassen landlæknis.
Hún var fædd 12.
júní 1850, dóttir Pét-
urs Hafsteins amt-
manns og konu hans
frú Guðrúnar Hann-
esdóttur Stephensen
frá Innra-Hólmi.
Frú Jónassen var
hér mestan hluta æfi
sinnar og hér starf-
aði hún um inarga
tugi ára. Hún tók
rnikinn þátt í félags-
liti og var einn af
stofnendum Thor-
valdsensfélagsins.
Varð hún þá þegar
formaður þess og hélt því starfi til
dauðadags. Frú Jónassen var lífið og
sálin í þeim félagsskap; að Thor-
valdsensfélagið varð svo öflugt, kom
svo mörgu í framkvæmd, var fyrst
og fremst hennar verk. Og þegar að
fám árum liðnum verður skráð 50
árn saga þess félags, mun nafn I*. J.
standa þar á hverju blaði. Með stofnun
þess og starfi sínu í þvf, hefir hún
reisl sér óbrotgjarnan bautastein. I
félaginu hennar störfuðu allir sem
einn maður, þaðan heyrðist aldrei
ósamróma rödd, viljinn sem stjórnaði
því var fastur en gætinn, félagskonur
í því félagi lögðu
glaðar á sig meira
slarf, en konur ella
leysa af hendi f fé-
n, þær vissu
sem var, að formað-
urinn bar sinn hluta
starfsins. Utsalan á
heimaunnum mun-
um, sem Thorvald-
sensfélagið kom á,
krafðist mikils starfs.
Frú Jónassen gal'
þessari einu grein
félagsstarfsins einn
dag í viku frá þvi
bazarinn hófst og þar
til nú fyrir nokkrum
árum, eftir það einn
dag í hverjum hálfum mánuði. Má
þó nærri geta að mörg önnur störf
félagsins hafa hvilt á henni, for-
manninum.
En þótt frú Þórunn Jónassen gæfi
Thorvaldsensfélaginu svona mikið af
starfskröflum sínum, vanst henni þó
timi til að inna mikil störf af hendi
Frú Þórunn Jónassen.