19. júní - 01.04.1922, Side 6
78
19. JÚNI
Rímur og gömul kvæði kann það ut-
anað, sömuleiðis þulur, sálma og
bænir, og við erum oft hissa á því, hve
stálminnugt gamalt fólk er. En orsökin
til þess hlýtur að vera sú, að það
hefur tekið með svo mikilli alúð og
feginleik á móti því sem það átti
kost á af bókmentum, að það hefur
fest svo (ljúpar rætur, að um gleymsku
hefur ekki verið að tala. Ástundan
og iðni gamla fólksins er oft framúr-
skarandi, þótt aðstæðurnar oft og
einatt hafi verið og séu þannig, að
það virðist stundum bera lítið úr
býtum.
Með linum þessutn vil ég engan
vegin gefa það i skyn, að eg álíti
gamla fólkið (er við köllum svo),
vera gallalaust. Auðvitað hefur það
sína kosti og lesti, eins og yngra
fólkið. En eg vil að við könnumst
við kosti þess og yfirburði, þar sem
um slíkt er að ræða, höfum það í
heiðri, tökum fegins hendi við gull-
kornuin þeim, er það vill rélta okk-
ur frá liðnum tímum og gerum því
ellina eins ánægjulega og léttbæra og
auðið er. Að vísu veit eg, að sem
betur fer er þetta víða gert. En hins
eru líka sorgleg dæmi, að við gainal-
menni er breytt miður en skyldi. En
slíkt má hvergi eiga sér slað. Alstaðar
verðum við að stuðla að því eftir
mælti:
að hausthugi breytist i vorhuga,
ejli í æsku.
Jóna Kristjánsdóttir Fjalldal
á Melgraseyri.
• •
Orðugleikar.
Mönnum hættir við að einblina
um of á örðugleikana. Þegar ein-
liverju skal koma í framkvæmd sjá
margir ekkerl annað en örðugleika
og telja vandkvæði á öllu. En sem
betur fer koma oftasl fram aðrar
raddir, sem ekki telja úr, og því fer
það oft svo, að það sem ýmsum sýn-
ist óframkvæmanlegt reynist vel fram-
kvæmanlegt.
Nú eru konur að undirbúa sinn
sérstaka landskjörslista. Á þessu sjá
margar ótal vandkvæði. Og satt er
það, örðugleikarnir eru miklir. Kon-
ur hafa ekkert kosningafélag með
sér, hér er enginn sérstakur kvenna-
flokkur. þær eru óvanar að slarfa að
jafn umsvifamiklum kosningum, sem
landskosningum og vegna óvanans
verður þeim starfið örðugt.
Ef vér eigum að koma upp listan-
um okkar, ef vér eigum að geta
framkvæmt undirbúninginn undir
hann í tæka tíð, megum við ekki
einblína á örðugleikana. Vér eigum
að eins að gera oss grein fyrir þeim,
ekki til þess að láta þá hræða okkur
eða aftra, heldur til þess að átla
okkur á því, hvað það er sem á
þarf að vinna bug.
Vér verðum að gera oss Ijóst, að
hér gelum vér ekki vænst hjálpar
annara en sjálfra vor, og að vér höf-
um ábyrgð á listanum.
Erfiðleikana sem á því eru, að
koma listanum upp í læka líð og
að öllu leyli lögum samkvæml, mumt