19. júní - 01.04.1922, Page 7

19. júní - 01.04.1922, Page 7
í 9. JÖNÍ 79 þær koiiur, er að því vinna, verða færar um að yflrstíga. En þó listinn verði settur upp og komist til kjörstjórnar í tæka tíð og með réttri tölu meðmælenda úr hverj- um landsfjórðungi, eru ekki allir erfiðleikar á enda. Nei, stærsti erfið- leikinn er eftir, sá, að listinn fái næg atkvæði til þess að fara ekki algerða fýluferð. Og á þann örðugleika, sem á þessu er megum við ekki einblína. Engin kona, 35 ára, sem kosningar- rétt hefir, má láta hann draga úr sér kjark. Hins vegar skulum við allar gera oss Ijóst, að þessi örðugleiki er svo mikill að ekki veitir af samein- uðum kröftum okkar allra til þess að hrinda honum úr vegi. Hvert eitt atkvæði er lítið út af fyrir sig, en sé það lagt saman við aðra tölu hækkar það hana. Engin kona má þess vegna hugsa svo, að ekki muni um silt atkvæði, það verði ekki til þess að hrinda neinum örðugleika úr vegi. I’ví það sem sigur veitir hér, eru atkvæði einstaklinganna, ef nógu mnrgir leggja þau fram. Hvað má höndin ein og ein allar vinnum saman. Styðjum því allar kvenna listann. Til athugunar. Þær konur, er safna rneðmælendum að landskjörslista kvenna, eru beðnar að athuga, að séu nöfnin send skriflega, þurfa þau að vera rituð með eigin hendi með- mælenda, stöðu- og heimilisfang skal og tilgreina. Á undan undirskriftunum sé yfirlýsing á pá leið að undirritaðar styðji lista pann til landskjörs, er fröken Ingibjörg II. Bjarnason sé etst á. Séu nöfnin scnd símleiðis verður sím- skeytið með yfirlýsingunni, nöfnum, heim- ilisfangi og stöðu meðmælenda, að vera staðfest af stöðvarstjóra. Meðmælendur skulu hafa náð 35 ára aldri. Nöfn meðmælenda verða að vera komin til kosninganefndarinnar í Reykjavik eigi síðar en 10. maí. Gaman væri að fá meðmælendur úr sem allra flestum sveitum. Handavinna. Prjónað handklœði. Úr grófu bómullar- garni eða laust tvinnuðu vefjargarni, má prjóna ágæt og mjög sterk handktæði. Prjóna hæfilega laust og fitja upp eftir pví hve stórt handklæðið skal vera. Úr hómullargarní nr. 10 er hæfilegt að fitja upp 130 lykkjur. Fyrst skal prjóna 8 prjóna slétta, garðaprjón, siðan prjóna 2 lykkjur bregða um prjóninn, prjóna 2 sarnan og pannig á víxl brugðið um prjóninn og 2 saman par til tvær lykkjur eru eftir á prjóninum, pær eru prjónaðar slétlar. 10. prjónn sléttur, 11. prjónn eins og sá 9., 12. prjónn sléttur, 13. prjónn eins og 9., síðan eru aftur prjónaðir 8 prjónar sléttir. Petta er bekkur til endanna en nú tekur miðjan við og er pá prjónað á víxl 4 sléttar og 4 brugðnar, pannig að myndist sléttir og brugðnir ferhyrningar. Pegar 4 umferðir eru búnar, er skift um og prjónað brugðið pað sem áður var slétt, svo að reitirnir verði á víxl. Til beggja hliða skal jafnan prjóna 5 lykkjur sléttar. Pegar handklæðið er orðið nógu langt er bekkurinn prjónaður og síðan felt af. Kögur er dregið í á báðum endum.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.