19. júní - 01.07.1924, Side 1

19. júní - 01.07.1924, Side 1
19. JUNI YII. árg. Reykjavík, júlí 1924. 7. tbl. Frú Jarþr. Jónsdóttir. Frú Jarþrúður Jónsdóttir, kona þjóðskjalavarðar Hannesar Þorsteins- sonar, andaðist að heimili sínu 16. april s. 1. Frú Jar- þrúður sál. var fyrir margra hluta sakir merkiskona og telur »19. júní« sér skylt að minnast hennar með nokkrum orð- um. FrúJarþrúður var fædd 28. sept. 1851. — Foreldrar hennar voru Jón Pétursson.síðar há- yfirdómari og fyrri kona hansJóhanna, dóttir Boga Bene- diktssonar á Stað- arfelli. Frú Jarþr. misti móður sína í bernsku og ólst upp með föður sínum og stjúpu, frú Sigþrúði Friðriks- dóttur, frá Akureyjum. Frú Jarþrúður var stórgáfuð kona og naut í æsku þeirrar bestu mentunar, er konur hér á landi áttu kost. Hún þráði að mega nema bókleg fræði og var það henni mikið hrygðarefni að mega ekki ganga þann eina veg til ment- unar, er þá var til í landinu — fara í latínuskólann. — En þar voru allar dyr harðlæstar fyrir konum, hversu vel sem unga stúlkan var gefin, hversu mikið sem hana langaði, varð hún á þeim tímum að láta sér lynda að horfa á eftir bræðr- um sínum inn í þann helgidóm. Fröken Augusta Johnsen, systir frú Thoru Melsted, hélt uppi skóla fyrir ungar stúlkur hér í Reykjavík og hjá henni lærði frú Jarþrúður bæði til munns og handa. Síðar dvaldi hún við nám bæði í Danmörku og Skot- landi. Þegar heim kom, gerðist hún kennari viðkvenna- skólann í Reykjavík. Var hún fyrsta konan, er þar kendi bóklegar náms- greina. Lærisveinar hennar bregða því við, hve góður kennari hún var og ástsæl af nemendum sínum. Kendi hún og í heimahúsum tungumál; hún var vel að sér í frönsku, þýsku og ensku. Jarþrúður Jónsdóttir.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.