19. júní - 01.07.1924, Page 3
1 9. JÚNÍ
51
Sólskin og hreint loft.
Hér á landi eru sumrin slutt. Voiið
cr einatl seinl í förum og vetur geng-
ur í garð fyr en flestir óska. Samt
sem áður á landið okkar marga
sólskins stund og óvíða muti loflið
hreinna og hollara en hér á landi.
Sólskin og hreint loft er besti heilsu-
gjafinn, væru þau notuð sem skyldi.
Og enginn þarf að kaupa þau gæði.
Til þess að verða þeirra aðnjótandi
þurfum við aðeins dálitla fyrirhyggju
og umhugsun.
Híbýli okkar, ofnlausu bæirnir,
voru áður fyrst og fremst bygðir
þannig að þeir héldu úti kuldanum.
Pess vegna voru gluggar af skornum
skamti og sjaldan svo gerðir að hægt
væri að opna þá. Sólarljósið og
sumaiblærinn áttu erfilt inngöngu í
göinlu lorfbæina. Byggingarlag hefir
breylsl lalsvert á siðari árum, bæirnir
eru orðnir hærri í loftinu og glugg-
arnir fleiri og stærri. En samt vantar
mikið á að menn færi sér hreina
loftið og sólskinið nægilega í nyt.
Kostið kapps um að haga herbergja-
skipun þannig, að þau herbergin, sem
mesl er verið í hafi glugga í sólar-
áltirnar. Á svefnherhergjum ætti helst
að vera austurgluggi. En í hverja átt
sem gluggarnir snúa, ættu þeir að
standa sem allra mest opnir, svo
hreina loftið geti streymt inn og leikið
um herhergin. Það er ömurlegt að
koma utan að, úr sólskini og blíð-
viðri, inn í híbýli, þar sem andrúms-
loftið er gamalt og spilt, svo að sá,
sem ekki er því samdauna, getur varla
dregið andann.
Landið okkar á bæði marga og
langa sólskinsdaga. Látum þá hjálpa
okkur í baráttunni gegn berklaveiki
og öðrum kvillum. Fyllum bæina
sólskini og sumarblæ. Rekum burtu
óloftið, með því hverfa sóttkveikjurnar
á flótta og sólarljósið drepur þær.
Hreina loftið fjörgar og gleður bæði
sál og líkarna.
Konur i ráðherrastöðu.
1. Frú Nina Bang.
Þegar þingkosningar fóru fram í
Danmörku í aprílmánuði i vor, komsl
jafnaðarmannaflokkurinn í meiri hluta,
og myndaði þar af leiðandi nýja
stjórn. í þeirri stjórn á frú Nina
Bang sæli sem kenslumálaráðherra.
Er þelta fyrsla dæmi þess að koná
verði ráðherra og eigi sæti í stjórn í
nokkru landi. Frú Nina Bang er há-
skólagengin kona og tók árið 1894
meistarapróf í sögu. Skömmu síðar
giflist hún og ásamt manni sínum,
dr. Gustav Bang, sem fyrir nokkru
er látinn, gaf hún út ýmsar bækur
bæði sögulegs og þjóðfélagslegs efnis.
Einkum fékst hún við rannsóknir á
lollöggjóf Danmerknr í fyrri tíma.
Frú Bang hefir aldrei verið nein
kvenréttindakona. í samtali við blaðið
)>PoIitiken« segist hún hafa verið alt
of hamingjusöm til þess að hugsjónir
kvenfrelsisins hafi snortið sig. Er
þetta óneitanlega undarlega til orða