19. júní - 01.07.1924, Síða 5
19. J 0 N 1
53
Móðureðlið.
í fyrslu lcikjum og störfum stúlku-
barnanna kcmur móðureðlið í Ijós á svo
yndislegan, barnslegan hátt, að við, scm
fullorðnir erum, höfum ánægju af að
veita því cl'tirtekt og dáumst að barninu.
Brúðan litlu stúlkunnar er alla jafna það,
sem fyrst nær ástum hennar, og til eru
margar fallegar sögur um móðurást litlu
slúlkunnar til þessa ímyndaða barns síns.
»Rauða-kross«-systir, sem starfaði í
Italíu, þegar Pjóðverjar og Austurrikis-
menn gerðu harðar árásir inn í norður-
liluta landsins, segir frá lítilli stúlku, er
með öðrum flóttamönnum barst til slöðv-
ar þeirrar, er hjúkrunarkonan vann við.
Telpan grét sáran og var óhuggandi. —
Fj'rst hclt hjúkrunarkonan að hún hefði
vilst frá foreldrum sinum, en svo var
ckki. Telpan hafði mist brúðuna sina og
var nú svona lirædd um að hún liefði
fallið í hendur óvinanna. Það var móður-
cðlið, sem bjó með litlu stúlkunni, er
kom þarna í ljós. Drengur mundi hafa
tckið þessum missi alt öðruvisi.
Pessi eðlishvöt, sem af náttúrunni er
svo sterk og hrein, er ekki ákveðin til
þess að verða upprætt eða afmáð af upp-
cldinu. Hún hlýtur að vera af Guði gefin
lil varnar komandi kynslóð og leiða til
umhyggju og ástúðar gagnvart barninu,
þegar litla stúlkan vex og þroskast og
verður sjálf móðir.
En uppeldið og skólarnir gera ekkert
til þess að halda þessari eðlishvöt vak-
andi. Langt frá því. Pess vegna fer það
oft svo, að sama litla stúlkan vex upp til
að verða köld og tilfinningalítil. Pegar
hún trúlofast, hugsar hún mest um það
frjálsræði og þau þægindi, sem bíði sin
í hjónabandinu, en á meðal þeirra er
ekkert rúm fyrir barnið.
I skólanum hefir hún lært sitt af hverju,
dálítið í tungumálum, stærðfræði og
öðrum fræðnm, er nú koma henni að
harla litlu gagni. Hún hefir lært að elda
mat, halda heimilinu hreinu, klæða sig
snyrtilega og taka vcl á móti gestum.
En hún hefir alls ekki verið undir það
búin, að taka með nærfærni og ástúð
móti ungbarninu, sem samkvæmt lögmáli
náttúrunnar er ávöxtur hjónabandsins.
Ef einhver segði henni, að ekkert væri
henni nauðsynlegra en að læra að ann-
ast ungbörn, svo að þau gætu tekið bæði
líkamlegum og andlegum þroska undir
umsjón hennar, mundi henni þykja sú
kenning næsta kynleg.
Pað er gott og blessað, að slúlkur fái
jafn-fullkomna sérmentun og piltar, cf
þær eru ákveðnar í að stunda það starf,
er sú mentun opnar fyrir þeim. Og sam-
skólar, sem veita piltum og stúlkum sömu
fræðslu, eru af mörgum taldir betri en
sérskólarnir. Pó má fara of langt í sam-
eiginlegu kenslunni. Skólarnir mega ekki
gleyma þvi, að til eru þau störf, sem
konum einum er ætlað að vinna. Og þeir,
sem álita að samskólarnir geri skyldu
sína gagnvart stúlkunum með því að veita
þeim nokkra aukatilsögn í handavinnu
og laga leikfimisæfingar þeirra eftir þeirra
hæfi, hafa af kvennemendum sínum þá
fræðslu, sem þeim er nauðsynlegust, og
sýna að þeir sjá ekki niður fyrir yfir-
borðið á eðli þeirra. Pá tilfinningu, sem
dýpstar rætur á hjá stúlkubörnunum, móð-
ureðlið, mega skólarnir ekki láta sér yfir-
sjást. Peir eiga að leiðbeina henni og
þroska hana. Hvað væri eðlilegra en að
sérhver skóli léti ungum stúlkum í té
fræðslu um meðferð ungbarna? Og ekki
mundi það síður gagnlegl fyrir ungu
stúlkurnar, sem komnar eru að giftingu,
að koma sér fyrir um tíma á góðu heim-
ili, þar sem þær gætu lært af húsmóður-
inni að rækja móðurstörf sín með alúð.
Pá gætu ungu stúlkurnar einnig lært
margt af dæmum hinna bestu kvenna á
liðnum tímum. Pað ætti að vera eitt af
viðfangsefnum skólanna, áð benda nem-
endum sínum á, hve margt má læra af
æfi og starfi -ágætra manna og kvenna.
Tímarnir, sem vér lifum á, veita ungl-
ingum alt of greiðan aðgang að lélegri
þekkingu. Og þær kenningar eru auð-