19. júní - 01.07.1924, Síða 6

19. júní - 01.07.1924, Síða 6
54 19. J Ú N í lærðar. Vcr ínegum ekki láta neins ó- t'reistað, er unnið geti á móli peim áhrif- um, hvort heldur vér sækjum fræðsluna til annara cða veitum unglingunum hana i heimahúsum — með pví að vanda hcimilishætti vora pannig, að ungling- arnir sjái par aðeins fyrir sér pað sem gott er: kærleika, sannleiksásl og hrein- leik. Lirfan, sem drotning hj’llugnanna á að koma úr, cr í engu frábrugðin hinum lirfunum í býltugnabúinu, fyrst eftir að hún kemur úr egginu. Pað er næringin, scm henni er veitt, er ræður úrslitunum um pað, hvort hún verður drotning eða ekki. Vér getum gefið sál barnanna pá næringu, er geri pau að góðum og göf- ugum mönnum, eða ósérhlífnum starfs- mönnum. En pau geta einnig fengið pá næringu, cr geri pau að iðju- og auðnu- leysingjum. (pýu>. Handavinnunámsskeið. Handavinnunámsskeið héll kven- félagið »Liknarhöndin« í Borgarhrepp síðastliðin velur, frá 1. mars lil 14. aprll. Námsskeiðið sóttu 17 slúlkur. Kent var að vefa: salún, gardinur og handklæði, ,svo og fatasaumur og hannyrðir lítilsháttar. Að námsskeiðinu enduðu var haldin almenn sýning á hinum tilbúnu mun- um, og þótti þeim er sáu, vinnan smekklega og vel af hendi leyst. — En sérstaka aðdáun vöktu salúns- ábreiðurnar, gardínurnar og hand- klæðin, sem námsskeiðs-stúlkurnar höfðu ofið, og að nokkru leyti unnið í. Víst mun stúlkum sjálfum og mæðr- um þeirra hafa komið vel, að fá þessa mörgu og vel unnu muni til gagns og prýðis á heimili sín. Það sýndi sig á þessari sýningu hve miklu iðni og áhugi fær áorkað, svo ótrúlega miklu höfðu slúlkurnar koinið til leiðar á svo stultum tlma, (6 vikum) sem námsskeiðið stóð yfir, enda vantaði hvorki góða stjórn né góöa tilsögn. Kennarar voru Guðlaug og Anna, dætur Jóns Björnssonar á Ölvalds- stöðum í Borgarhrepp, sem báðar hafa lært vefnað erlendis. Pær eiga þvi ásamt félagskonum, þakkir skilið fyrir áhuga sinn á því, að halda við heimilisiðnaði í sveit sinni, sem nú er eins og víða annarsslaðar í tölu- verðri afturför, er vitanlega stafar af fólksfæðinni á heimilunum. Enginn efi er á því, að svona náms- skeið gera mikið gagn í sveitum. Og væri æskilegt, að Heimilisiðnaðar- félag íslands sæi sér fært, að styrkja sem flest slík námsskcið. Ef stúlkur í sveitunum æltu von á, þó ekki væri nema 6 til 8 vikna góðri og hagkvæmri tilsögn í handavinnu heima í sveitinni sinni, að vetrinum til, þá mundu þær færri flytja í kaupstaðina á haustin. ()g mörg húsmóðirin mundi með gleði gefa stúlkunni sinni tíma til að taka þátt i slíku námsskeiði, ef þess væri kostur, þar í héraði, enda vinnur hún þá og lærir um leið fyrir sjálfa sig og heimilið. Sunnlenskar konur þyrftu að fara meira að dæmi norðlenskra kvenna, og mynda með sér félagsskap, stofna kvenfélög. Það er viðurkent, að sá félagsskapur gerir mikið gagn, beitir sér venjulega fyrir hinum þörfustu málum sveitanna, t. d. heimilisiðn-

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.