19. júní - 01.04.1925, Side 4

19. júní - 01.04.1925, Side 4
28 19. JÍÚNl séð sér fært að taka. Eigi er heldur á fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar veitt fé, til að hefja verkið, og eigi hefir fjárveitinganefnd neðii deildar tekið upp neina fjárveitingu til þess. Og þó liggur fyrir samþyktur vilji þingsins um að þetta skuli gert. Svör þau, er fjármálaráðherra gaf fyrir hönd rík- isstjórnar voru næsta óákveðin og af hendi fjárveitinganefndar tók enginn til máls. Próf. Guðm. Thoroddsen lýsti því mjög ýtarlega hversu mikil nauðsyn það væri að eignast landsspítalann, með honum yrði fyrst komið á bráðnauðsynlegum endurbótum á heil- brigðismálum vorum. Auk þess töluðu alþm. Jónas Jónsson, próf. G. Hann- esson, landlæknir G. Björnson og frú Bríel Bjarnhéðinsdóttir, sem kom með þá uppástungu, að alþingi yrði ekki haldið nema annaðhvort ár, en þing- kostnaðurinn hitt árið lagður í bygg- ingu spítalans. Með því myndi fljót- lega fást nóg fé. Tillaga var borin upp og sam- þykt með öllum greiddum atkvæðum. Fór tillagan á þá leið að skora á rikisstjórn og alþingi 1. að ljúka hið fyrsta við samninga við stjórn Landsspítalasjóðsins um framlag úr sjóðnum til bygging- arinnar og 2. að veita á fjárlögum 1926 eigi minni upphæð en þá, er gert er ráð fyrir í þingsályktunartillögu efri deildar frá 2. maí 1924 — eða 75,000—100,000 kr. — sem fyrsta framlag ríkissjóðs til byggingar Landsspitalans. Áður en fundi var slitið talaði for- rnaður sjóðsstjórnarinnar nokkur orð og skýrði frá því að stjórn Lands- spítalasjóðsins væri nú fús til að hækka tilboð sitt um helming, ef það mætti verða til að eyða kyrstöðu málsins og tryggja, að bráðlega yrði hafist handa. Fundurinn fór vel fram og var auðséð að fundargestum var það á- hugamál að á byggingu Landsspítal- ans yrði eigi lengri dráttur, en þeg- ar er orðinn. Gnðbjartur gamli. (Framh.). Þegar ég var átta ára gömul var ég einu sinni send austur í Varastaði. Ég gekk, eins og leið liggur, eftir ár- bakkanum. Áin var breið, en viða grunn og háir grasbakkar að benni; framan í bakkanum uxu hvannir hér og þar og þótti okkur börnunum ekki ónýtt, ef við gátum náð okkur í ótrén- aða njóla til að borða. Við litum þvi oft niður fyrir bakkann þegar við vorum send ofan að ánni. í þetta sinn kom ég auga á stóran og fall- egan hvannarunna með mörgum ljós- grænum njólum og fór að seilast eftir þeim. En er minst varði misti ég jafnvægið og steyptist fram af bakkanum og ofan í ána. Til allrar hamingju var hún ekki mjög djúp þarna, svo ég gat bjargað mér á fæt- ur, lítið meidd, en bakkinn var svo hár að engin tiltök voru fyrir mig að komast upp aftur, en ofdjúpt fyrir mig að vaða þangað, sem hann

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.