19. júní - 01.11.1926, Síða 2

19. júní - 01.11.1926, Síða 2
66 19. JÚNÍ Stórfenglegasti fundurinn var þó friðarfundurinn í Trokadero, stærsta fundarsal Parísar. Konur ófríðar- þjóðanna töluðu þar um friðinn. Þetta var í fyrsta sinni eftir stríðið, að Belgía hafði fengist til að senda fulitrúa á þing sambandsins, og sátu þær þetta kvöld við hliðina á þýskum konum uppi á ræðupallinum. Þýska ræðukonan, frú Screiber Krieger, sagði smá- sögu, sem lýsti því sem mörgum bjó í brjósti: »Eftir stríðið bar það við, að ekkja ein þýsk fór til vígstöðvanna, til að leita að líki sonar síns. Hún kom þar, sem hann hafði fallið og leitaði allan dag- inn árangurslaust að leiði hans. Um kvöldið kom til hennar frönsk bóndakona. »Frú«, sagði hún, »þér eruð þreyttar og það er komið kvöld. Hér er ekkert gistihús, en ef þér viljið láta svo lítið að koma inn í litla húsið mitt, þá eruð þér velkomnar«. Þýsku konunni brá. »Viljið þér taka mig inn á yðar heim- ili, ég sem er af óvinaþjóð yðar«. »Frú«, sagði franska konan, »ég átti líka son og hann féll í stríðinu, það sem sameinar okkur er meira en það sem skilur okkur«. Undir þetta tók allur þingheimur, konurnar mintu á, að konur hefðu ekki setið í þeim þingum og stjórnum, sem hefðu samþykt stríðið, aldrei gæti það komið fyrir að mæðurnar samþyktu stríð. Á öðrum kvöldfundi, þar sem töluðu þingkonur margra landa, kom fyrir atvik, sem leiddi enn betur í ljós þessa tilhnningu. Pýska þingkonan, Dr. Báumer, var að segja frá störfum þýskra þingkvenna — alt í einu sagði hún: »Ég get ekki talað hér á þessum mikla mann- fundi án þess að finna altaf í loftinu titringinn frá þeim hræðilegu minningum, sem skilja okkur. Ég minnist orða unga franska hermannsins, um þá djúpu virðingu og hlýju, sem maður gæti borið til manns í stríði, og það þó óvinir ættu í hlut. Líkar tilfinn- ingar hugsa ég að eigi sér stað á milli kvenna, hver konan finnur til með annari, móðirin skilur hvernig hin móðirin hefir þjáðst og fórnað. Pessa samúð kvenna hverri með annari tek ég sem fyrirboða frið- arins. Af henni rís upp hugsjónin um endurfæðingu á lífi þjóðanna í trausti og von. Og ég trúi því að þetta takmark sé þess vert, að lifa eða deyja fyrir það«. Þessi orð voru töluð af fullkomnustu einlægni, sögð eins og ósjálfrátt án allrar tilraunar til mælsku. Á meðan þau voru töluð var steinhljóð, en svo brut- ust út fagnaðarópin og franska konan, sem sat við hliðina á þýsku konunni, spratt upp með tárin í aug- unum og tók í hendina á henni og sagði: »Ég þakka yður í nafni franskra kvenna, þér hafið sagt það, sem við höfum fundið«. Svo tók hún utan um háls- inn á þýsku konunni og kysti hana, en fagnaðar- ópunum ætlaði aldrei að linna. Petta var ógleyman- legt augnablik. Pað var eins og berðist eitl hjarta í öllum þessum mannfjölda, ein sameiginleg minning greip alla. Kvennasambandið vill vinna fyrir friðarhugmynd- ina með því að styrkja þjóðbandalagið, með því að vinna móti þjóðernisrembingi og nábúakrit og með að ala börnin upp til þess að vilja efla friðinn. En til þess að það verði þarf aðrar sanngjarnari og fróðlegri kenslubækur í mannkynssögu, en þær sem tíðkast hafa í skólunum, þar sem sagan hefir aðal- lega snúist um stríð. Telur sambandið mikia þörf á að þesskonar kenslubókum sé breytt. Pegar menn sitja heima, finst þeim oft, að lítið gagn muni vera að svona fundum, annað en skraf og ráðagerðir, sem ekkert verði úr. En sæki menn þingin er ómögulegt annað en að sannfærast um það, að þessi félagsskapur hefir bæði komið mörg- um sínum áhugamálum í framkvæmd og að hann á framtíð fyrir sér. Ank þess er það ómetanlega mikils virði, ekki síst fyrir konur frá fámennri og afskektri þjóð, að fá tækifæri til þess að kynnast persónulega mörgum ágætiskonum annara þjóða. Hvar sein þing þessi eru haldin er mönnum tekið með mestu gestrisni, og heimilin, sem annars eru venjulega lokaðar borgir fyrir ferðamenn, opnast fyrir þeim. Franskar konur tóku okkur með mikilli gestrisni, þrátt fyrir fall frankans og erfiðar kringumstæður. Forseti Frakka, Senatið og bæjarstjórnin tók á móti okkur auk ein- stakra manna. Altaf hafði ég heyrt, að Frakkar væru manna háttprúðastir, en ég vissi ekki fyr en ég reyndi, hvað kurteysi þeirra á sér djúpar rætur í gamalli menningu og hjartaprýði. Auðvitað eiga allar þjóðir eitthvað sérkennilegt og merkilegt. Pelta er ekki sérlega frumleg athugun, en menn gera sér það ekki altaf ljóst; á svona alþjóðafundum sjá menn þetta glögt og það er aðalgróðinn, sem menn bera þar úr býtum. L. V. Frá Vesturheirai Rúmlega 20000 konur deyja árlega af barnsförum í Bandaríkjunum, og er sú tala hærri þar í landi en í nokkru öðru landi, sem skýrslur eru til um. Er þetta 6,8 af hverju þúsundi sængurkvenna. Og hið ískyggilegasta er að talan fer hækkandi. Árið 1901 dóu 13,3 af hverjum 100,000 íbúum en árið 1921 16,9. Er nú verið að leitast við að ráða bætur á þessu, með ýmsu móti, t. d. gera meiri kröfur til kunnáttu ljósmæðra og lækna, eftirliti með sjúkrahúsum og fæðingardeildum, vörnum gegn útbreiðslu kynsjúkdóma og leiðbeiningum í heilsufræði fyrir ungar mæður. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fátækt og illur aðbúnað- ur, á mikinn þátt í því hve tala þeirra er deyja af barns- förum er há. Sú tala er og hærri meðal borgarbúa en sveitafólks, enda er fátækt meiri í bæjum en sveitum.

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.