19. júní - 01.11.1926, Síða 3

19. júní - 01.11.1926, Síða 3
19. JÚNÍ 67 Frá Flín Briem Jóusson, 70 ára. Ef spurt væri að því hvaða bók íslensk hafi átt mestan þátt í að bæta lifnaðarhætti og heimilisstjórn íslendinga, yrði svarið ótvírætt: Kvennafræðarinn. Ef húsmæður þær, er nú eru orðnar roskn- ar, og eigi áttu í upp- vextinum kost á hús- stjórnarfræðslu, væru spurðar að því, af hverjum þær hefðu auðgast mest að hag- . kvæmri þekkingu, . mundu þær svara: Af Kvennafræðaran- um hennar Elínar Briem. Ogþaðerekki ofsagt þótt sagt sé, að engin íslensk bók hefir valdið jafn mik- illi og hollri breyt- ingu á heimilunum, aukið hreinlæti, kent hagsjni og gjört við- 'urværi manna fjölbreyttara, en þessi, ég vil segja, sígilda islenska matreiðslubók. Matreiðslubók er ekki algjörlega réltnefni, því að Kvennafræðarinn fjallar um margt fleira en matreiðslu, um öll heimilisstörf, Og er sanni nær að segja, að af Kvennafræðaranum geti hver meðalgreind kona lært flest það, er að hússtjórn lítur. það er áreiðanlegt að úti um allar bygðir landsins er fjöldi kvenna, sem með þakklæti minnast þeirra ráða og bendinga, sem hún hefir sótt til höfundar þessarar litlu og yfirlætislausu bókar. Þótt frú Elín Briem Jónsson hefði eigi lagt fram annan skerf en þennan til menningar kvenna, mundi hann ærið nógur til þess að hún yrði talin meðal helstu menningarfrömuða síðari ára. En því fer fjarri að þetta sé hið eina nytsemdarstarf, sem eftir hana liggur. Hún hefir markað dýpra spor en þetta í mentun islenskra kvenna. Á ungum aldri tók hún að sér forstöðu hins nýstofnaða Ytri-Eyjarskóla og varð skólinn undir stjórn hennar brátt landskunnur. Sóttu hann stúlkur úr öllum héröðum landsins, og fluttu þær heim með sér í sveitir sínar holla menn- ingu og margvíslega híbýlabót. Varla mundi skóli þessi hafa náð jafn miklum vinsældum, né komist i þvílíkt álit, ef eigi hefði hann verið svo heppinn að njóta hinna óvenjulegu góðu kennarahæfileika og starfskrafta frú Elinar, áhuga hennar og þekkingar. Undirbúning undir það starf hafði frú Elín fengið á hinum ágæta skóla frk. Nathaliu Zahle í Kaup- mannahöfn. Lauk hún þar kennaraprófi árið 1883. Ári síðar var Ytri-Eyjarskólinn stofnaður og tók frú Elín þá þegar við stjórn hans. Áður hafði Elín staðið fyrir skóla í þrjú ár. Skólinn varð al- gerlega hennar verk og bjó hann að þvi átliti, er hann komst í, undir handleiðslu hennar, langa tíð eftir að hún lét af stjórn hans. Skólastjórastarfið mundi hafa reynst ærið nóg við- fangsefni hverjum meðalmanni, og sumarfrfið eigi oflangt til hvíldar undir næsta starfsár. En sumrin fyrstu notaði frú Elín Briem Jónsson til þess að semja Kvennafræðarann, sem kom út í fyrsta sinn árið 1888, og seldist allur — 3000 eintök — á ör- skömmum tíma. Má segja að með þessu verki hafi fræðarastarf frú Elinar færst langt út fyrir veggi skólans, og að nemendur hennar hafi nú verið jafn margir og þeir, sem bókina eignuðust, eða eiginlega langt um fleiri. Síðan hefir Kvennafræðarinn komið út þrisvar sinnum, síðustu útgáfurnar allmiklð auknar. Pá er frú Elín giftist í fyrra sinn lét hún af stjórn Ytri-Eyjarskóla, en hún hélt enn áfram að bera mentun kvenna fyrir brjósti. Hún stofn- aði Hússtjórnarskólann í Reykjavík, og rak hann af eigin rammleik í allmörg ár, þótt eigi veitti hún skólanum forstöðu. Síðar afhenti hún Búnaðarlélagi íslands skólann, ásamt miklum eignum. Var svo um samið að félagið ræki skólann framvegis og hefir frú Elín eflaust talið framtið skólans vel borgið í höndum þess. En reyndin varð önnur. Eftir að frú Elín var orðin ekkja tók hún aftur við stjórn Ytri-Eyjarskóla, og varð skólastjóratíð hennar alls um 20 ár. Allan þann tíma gegndi hún því starfi með áhuga, röggsemi og lipurð, og sér- staklega næmum skilning á hvað best hentaði is- lenskum staðháttum, og hversu nemendur gætu haft sem mest not skólavistarinnar. Enda brá svo við að hvert sinn er hún kom að skólanum jókst aðsóknin að honum stórum. Frú Elín Briem Jónsson er fædd 18. október 1856 að Espihóli í Eyjafirði. Foreldrar hennar voru Egg- ert sýslumaður Briem og frú Ingibjörg Eiríksdóttir Sverrissonar. Var Eggert Briem siðar um langan aldur sýslumaður Skagfirðinga og bjó að Reynistað við mikla rausn, og þar ólst frú Elín upp, ásamt sinum mörgu systkinum. Var hún tviburi við Pal amtmann Briem, hinn þjóðkunna ágætismann. Frú Elín giftist i fyrra sinni árið 1895 cand. theol. Sæmundi Eyjólfs- syni, en hjónaband þeirra var skammvint, því hann andaðist 18. maí 1896. Árið 1903 giftist hún í öðru sinni Stefáni Jónssyni, verslunarstjóra á Sauðárkrók, og varð ekkja öðru sinni árið 1910. Frú Elín tók þá enn um nokkur ár við stjórn Blönduósskólans (fyr- verandi Ytri-Eyjarskóla) en varð að láta af henni vegna þess að heilsan bilaði. Flutti hún þá til Reykjavíkur og hefir átt hér heima síðan. Frú Elín er áhugasöm um öll framfaramál, elsku- leg heima að sækja, fyrirmannleg í framkomu, ís- lensk höfðingskona i sjón og raun. Þótt árin hafi færst yfir og heilsan oft verið tæp, er andinn enn

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.