19. júní - 01.11.1926, Síða 7
19. JÚNÍ
71
Land^pít aliim.
{ alt sumar var unnið að því að steypa veggi og
gólf spítalans. Er því verki nú þvi nær lokið, og
sést nú hvílíkt stórhýsi spitalinn verður. Hefir þetta
verk gengið fljótt og er vonandi fullkomlega tryggi-
lega af hendi leyst. Að vísu komu í sumar fram
nokkrir gallar í steypunni á veggjum neðstu hæðar,
blettir sem eigi hörðnuðu. En sem betur fór varð
þeirra skemda samstundis vart, orsökin til þeirra
fundin og úr þeim bætt, þannig að nú eru fyllilega
bættar skemdir þessar, að því er þeir segja, er sér-
þekkingu hafa á þeim hlutum. Skemdin stafaði af
því, að i nokkru af sandi þeim, sem notaður var í
steypuna, voru efni er ollu því, að hún storknaði
ekki. Hafði sandurinn þó verið rannsakaður efna-
fræðislega áður. Er oss sagt að slíkir gallar komi
þráfaldlega fyrir, og að þetta hafi verið langt frá að
vera einsdæmi. En sum blöðin hér i Reykjavík
skrifuðu þegar um þetta heldur harkalega, og slíkar
fregnir sem þessar eru ekki vanar að minka í með-
förunum. Því var það að út um land barst fréttin
allmikið orðum aukin. Hefir að líkindum óhug sleg-
ið á margan þann er bar velfarnað þessarar bygg-
ingar fyrir brjósti, er hann beyrði »að nú væri ver-
ið að moka burtu veggjum landsspítalans«, eins og
fregnin sagði á einum stað.
Stjórn Landsspítalasjóðs hefir eins og allir vita,
enga sérfræðiþekkingu í byggingum, hún leggur fram
það fé, er hún hefir skuldbundið sig til, gegn þeim
skilmálum, er hún setti í upphafi, og verður að öðru
leyti að treysta því, að verkið sé í þeim höndum,
sem hér verða bestar fengnar. Það er algjörlega á
ábyrgð þess er lætur vinna verkið, ríkistjórnarinnar,
að sjá svo um, að það sé tryggilega af hendi leyst.
Vér vonum að svo sé, og að þetta óhapp, sem úr
varð bætt án mikillar tafar eða kostnaðar rýri í engu
traustleika þessarar miklu byggingar.
Landsspítalasjóður Islands hefir nú lagt fram það
fé, er hann hefir skuldbundið sig til að leggja fram
þetta ár. Kemur nú til kasta ríkisstjórnarinnar, að
sýna hvað hún vill fyrir málið gera. Það væri illa
farið ef nú yrði numið staðar við verkið og það lát-
ið bíða næsta árs. Það væri þvert ofan í þann samn-
ing er gerður var við stjórn Landsspítalasjóðsins.
Hún áskyldi sér að verkinu væri haldið áfram án
tafa þar til spítalinn væri fullgjör. Það verk sem nú
liggur næst fyrir, er að koma byggingunni undir þak.
Þessu verki er þannig háttað, að vinna má að því
eins þótt vetur sé og kuldar, en eigi geri kleyft að
vinna að steinsteypu. það væri með öllu óafsakan-
legt, ef þetta verk yröi látið óunnið vetrarlangt. Hefði
í för með sér ónauðsynlegan drátt á byggingunni og
gæti auk þess valdið skemdum á veggjum, ef þeir
ættu að standa opnir yfir veturinn í rigningum, frosti
og fjúki.
Vér vonum fastlega að ekki komi til þess. Að rík-
isstjórn sýni alvöru sína á framkvæmdum þessa stór-
máls, með því að láta halda verkinu áfram, að eigi
verði hætt nú, og það látið nægja þetta árið að koma
veggjunum upp, heldur verði þakið lagt nú i vetur.
Mun Landsspítalasjóðsstjórnin og fulltrúi sá, sem er
af sjóðsins hálfu í Landsspítalanefndinni gera silt
itrasta til þess að þetta verði að framkvæmdum.
Rafvirkjun.
í fyrsta hefti tímaritsins »Vaka«, segir prófessor
Sigmður Nordal frá binum merkilegu framkvæmd-
um Skaftfellinga í rafvirkjun. Eru þeir i þessu langt
á undan öðrum héruðum landsins, þótt emstaka
framkvæmdasamir bændur annarsstaðar hafi raflýst
bæi sina. Rað er ekki ólíklegt að margri húsmóður
verði á að öfunda konurnar á þessum bæjum í
Skaftafellssýslu, sem geta látið rafmagnið lýsa og
hita húsin sín og vinna ýmislegt til léttis heimilis-
störfunum. Og ekki ólíklegt að þær biðji bændur
sína að athuga, hvort engin leið sé til að þeir geti
látið bæjarlækinn vinna þeim sama gagn. Ráðagerð-
irnar, um rafvirkjun í stórum stíl, þar sem útlend fé-
lög miðli landsmönnum afli til ljóss og hitunar, mun
enn eiga langt i land. En við flesta íslenska bæi
bíður afl- og ljósgjafinn, bæjarlækurinn, eftir því að
miðla auði sínum. Forfeður vorir voru svo hagsýn-
ir að þeir völdu bæjarstæðin nálægt rennandi vatni,
þeir höfðu auga fyrir því sem fagurt er og hrein-
læti mátu þeir mikils. J5n þeir þektu eigi það töfra-
magn sem bundið liggur í straumi vatnsins. Við,
sem lifum á 20. öldinni þekkjum það. Nokkrir at-
orkusamir bændur hafa sýnt að eigi er ókleyft
kostnaðarins vegna að fjötra þetta afl, og að það
svarar margfaldlega kostnaði.
Á þessum háskatímum, þegar ofvöxtur hleypur í
bæi og sjóþorp, en sveitirnar eru að sama skapi
rúnar vinnuafli, og í augum alls þorra unga fólks-
ins Ijómar ljósadýrð og þægindi kaupstaðarlífsins, er
ekkert, er spyrnt geti á móti þessu öfugstreymi, jafn
liklegt til að bera árangur og það, að gera lífið í
sveitunum bjartara, heimilin vistlegri og heimilis-
störfin léttari. Raflýsing sveitabæja er þar eitt þýð-
ingarmikið atriði. Auk þess lyftir það undir ræktun
landsins. Sé rafmagn haft til hita og eldunar þarf
ekki að nota hinn dýrmæta áburð, sauðataðið, til
þeirra hluta, það getur þá unnið sitt rétta hlutverk,
að græða mela og móa.
Rafvirkjunarmálið er stórmál, sem enn er oflítill
gaumur gefinn. Löggjafar vorir þurfa að gera tvent:
Veita bændum hagkvæm lán til rafvirkjunar á bæjum
sínum, og láta þeim í té leiðbeiningar i því efni.
Petta mál snertir konurnar og heimilin meira en