19. júní - 01.11.1926, Qupperneq 8
72
19. J Ú N í
nokkurt annað mál. Hvað geta islenskar konur gert
til þess að knýja það áfram?
r
Ur ým.sum áttum.
Fríi Danmörku.
Marie Christensen.
heitir dönsk kona sem orðin er iöngu kunn um alla
Danmörku og víðar. Fyrir nálægt 20 árum stofnaði fröken
Christensen skóla, sem ætlað var að veita vinnukonu-
efnum tilsögn i þvi, sem að þeirra starfi lýtur. Skólinn
hefur vaxið og aukist ár frá ári. í fyrstu mætti hann
heldur lítilli hlýju frá sumum húsmæðrum, sem héldu að
hann mundi lítið gera annað en að ala upþ óviðeigandi
sjálfsálit og rembing í vinnukonunum, þær skólagengnu
mundu álíta sig fróðari en húsmóðurina, sem ætti að
stjórna þeim. En auðvitað litu ekki allar húsmæður þannig
á skólann. Sáu margar í honum lofsverða tilraun til þess
að hefja vinnukonustéttina og gera hana færa um að virrna
verk sín betur en áður. Þetta hefur einnig orðið svo. Fröken
Christensen hefur í þessi 20 ár ekki aðeins látið sér ant
um að menta þær ungu stúlkur, sem ætluðu sér að verða
vinnukonur. Hún hefur Iíka vakið hjá þeim stéttartilfinn-
ingu og stéttarmetnað. Starf hennar hefur orðið á þá leið
að báðum er til gagns, húsmæðrunum og stúlkunum.
Nú hefur skóli frk Christensen starfað í 20 ár og löngu
vaxið út fyrir þá umgerð, er honum í fyrstunni var sett. í
haust var lagður hornsteinn að húsi skólans, sem verður
stórhýsi mikið. Fékk skólinn lóðina ókeypis hjá bæjar-
stjórn Kaupmannahafnar. Er lóðin ein metin á 75,000 kr.
90,000 krónur hefur gamli skólinn smátt og smátt lagt til
hliðar til byggingar og 75,000 kr. hafa verið veittar af
ríkissjóði.
Uppdrætti byggingarinnar og áætlanir um kostnað gerði
húsgerðarmeistari frú Ingríð Möller Dyggve.
Um leið og forstöðukona skólans, fröken Christensen,
lagði hornstein hans sagði hún þessi orð: »í dag ætla ég
ekki að halda langa ræðu, þvi starf hefur hér meiri þýð-
ingu en ræðuhöld, og nú erum við loksins komnar svo
langt að geta tekið til starfa. Mér þykir fjarska vænt um
það. Nú getum við öruggar horft fram á þann dag, er það
verður staðreynd, sem hver maður og þjóðfélagið viður-
kennir, að hinn mikli hópur ungra kvenna, sem gerir
heimilisstörf að atvinnuvegi sínum, á heimtingu á að læra
þetta starf sitt, jafn vel og fullkomlega og hvert annað starf.
Við getum ekki neitað því að þessar stúlkur hafa verið
olnbogabörn þjóðfélagsins. En þetta heyrir nú fortíðinn til.
í dag og framvegis eru þúsundir kvenna, sem ganga að
störfum sínum, sem hjálpendur húsmæðra eða húsmæður
á sinum eigin heimilum, og eru starfi sínu vaxnar, og fá
fullkomna viðurkenningu fyrir það. Með því að reisa
þennan skóla, er því stegið föstu að þjóðfélagið viðurkenni
rétt og skyldu konunnar til þess að læra heimilisstörf, og
þarmeð verða færar um að skapa og halda við heimilunum.
Eg vona að skóli þessi verði mentastofnun, þar sem ungar
stúlkur sæki sér þekkingu og mentun í þeim störfum sem
koma fyrir á öllum heimilum, svo að þær geti með heiðri
leyst af hendi sín þýðingarmiklu störf, hvort heldur er
hjá öðrum eða sjálíum sér«.
Skólinn verður stofnun, sem á sjálfan sig, en stendur
undir stjórn nefndar, er valin er af atvinnumálaráðuneytinu.
Sophie Alberli
heitir önnur dönsk kona, sem margar islenskar konur
munu kannast við. Að minsta kosti hafa þær, sem dvalið
hafa um stundarsakir í Kaupmannahöfn og þar komist í
kynni við »Lestrafélag kvenna« heyrt getið formanns fél-
agsins. Pessi félagsskapur hófst fyrir 45 árum. Voru það
þá iáeinar konur sem komu saman til þess að lesa ný-út-
komnar bækur. Uxu þessi samtök ár frá ári og eru félags-
konur nú um 5000. Vöxt sinn á félagiö aðalega að þakka
fröken Alberti, sem lengst af hefur verir lífið og sálin í
félaginu.
Félagið hafði lengi aðsetur sitt í herbergjuni, er það
hafði tekið á leigu, en svo kom að því að byggja átti það
hús upp og var félaginu þa sagt upp húsnæðinu og átti
það að flytja burtu árið 1910. Varð þá allmikill skoðana-
munur um það meðal félagskvenna hvað gera skyldi.
Vildu flestar leitast fyrir um leigu á öðru húsnæði: En er
til formannsins kom sagði hún, »Nei. Við bygajum sjálfar
yfir félagið«. Petta þótti djörf hugsun, en fröken Alberti
sýndi í verki að heuni var alvara. Hún gaf þegar 30,000
krónur til byggingarinnar. Og niðurstaðan varð sú að hún
hafði sitt mál fram. Lóð var fengin á ágætum stað i borg-
inni. Frk. Alberti hafði sjálf umsjón með öllu verkinu frá
byrjun, réði tilhögun og stærð hússins, og leit daglega eftir
smíði þess. Smiðirnir höfðu orð á því hve nákvæmt það
eftirlit var, og að ekki væri gott að lara á bak við gömlu
konuna. Kjarkur og stórhugi frk. Alberti braut andstöðuna
á bak aftur. Húsið var tilbúið í tæka tíð og var það vígt
hátíðlega haustið 1910. Er það skrauthýsi mikið, 5 hæðir,
og er ákaflega skemtilegt. Neðst eru búðir, sem félagið
selur á leigu og ágætur veitingastaður, er félagiö rekur. Má
þar fá góðan mat og ódýran og alskonar smá-hressingar.
Á þrem næstu hæðum hefur félagið bækistóð sína, stóran
funda- og hátíðasal, bókasafn, útlán, lestrarherbergi, eilt fyrir
nýjar bækur, annað fyrir tímarit, hið þriðja fyrir blöð,
setustofu þar sem kcnur geta setið og spjallað saman, svo
að samræður glepji ekki á lesstofunum, og margt margt
fleira er þar félagskonum til þæginda Eísta hæðin er gisti-
hús fyrir konur, »Damehotellet«, og er það mjög mikiö
sótt að aðkomukonum, enda ágætur gististaður.
Allar spár um að fyrirtækið mundi setja félagið á höf-
uðið hafa að engu orðið. Félagið hefur staðið með meiri
b óma eftir en áður. Félagskonur eru nú 5000 og bókaút-
lán félagsins um 200,000 bindi árlega. 200 tímarit kaupir
félagið og 'af þeim bókum sem mest þykir um vert nægir
eigi að kaupa færri eintök en 20.
í blaðaherberginu eru um 100 dagblöð innlend og útlend.
Handbókasafnið hefur inni að halda orðabækur og heim-
ildarrit sem eru námsstúlkum til ómetanlegs gagns.
Pað má með sanni segja að alt þetta stóra fyrirtæki eigi
fröken Alberti filveru sína að þakka. Hún hefur gert það
að æfistarfi sínu og fyrir hennar dugnað er félagið orðið
alveg einstakt í sinni röð. í haust var frk. Alberti 80 ára,
og var henni þá sýndur þess mikill vottur að konur meta
og þakka starf hennar.
10. íi rg. „19. júní“
hefst með næstu áramótum. — Nýir banpendur fá sömu
kostakjörin og kaupendur síðasta árgangs. En nú eru eldri
árgangar blaðsins bráðum á þrotum. SendiO því pantanir
sem fyrst.
Utanáskrift blaðsins er:
19. júní,
Sólvellir, Reykjavík. Box 41.
Prentsmiðjan Gutenberg.