Alþýðublaðið - 21.09.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.09.1963, Blaðsíða 4
GYLFI Þ. GÍSLÁSÖN SKRIFAR UM ' UM ÞESSAR mundrr hefja íslenzkir skólar starf sitt. Segja má, að' skólakerfið sé ein um- fangsmesta stofnun þjóðarinn- ar. í landinu eru um 380 skól- ar. Á næsta vetri munu yfir 40 þúsund börn og ungmenni sitja á skólabekk, eða u.þ.b. 23% þjóðarinnar allrar. Um 2600 kennarar munu kenna nemendunum. Samkvæmt fjár- iögum 1963 ver rikið um það bil 280 miiljónum króna til skóiamála, og bæjar- og sveita- félög verja og verulegum upp- hæðum til þessara þarfa. Hér er þvi um mikilvægra starfsemi að ræða, ekki fyrst og fremst vegna þcss, að liún kostar mik- ið fé, heldur vegna hins, að skólarnir íeggja grundvöll að menntun þjóðarinnar, en mennt un er ekki aðeins forsenda per sóriúlegrar farsældar, heldur einnig beinlínis skilyrði fyrir velmegun og batuandj lífskjö- um. Það skiptir þess vegna að sjálfsögðu mikln máli, hvernig skólastarfið er skipulagt, hvern- ig skólakerfið er. Við bú- um i þessum efnum við lög- gjöf, sem sett var rétt eftir heimsstyrjöldina síðari eða 1946. Ýmis atriði skólalöggjaf- arinnar hafa verið nokkuð um- deild, eins og við er að búast um jafn víðtæka lagasetningu. Árið 1958 skipaði menntamála- ráðuneytið stóra nefnd til þess að athuga grundvallaratriði lög- gjafarinnar. í henni áttu sæti bæði skólamenn og fulltrúar þingflokkanna auk fulltrúa fræðsíuyfirvaldanna. Megin nið urstaða nefndarinnar var sú, að ekki væri ástæða til breytinga á grundvallaratriðum kerfisins. Þótt of tíðar breytingar á slíkri löggjöf sem skólalöggjöfinni séu eflaust ekki æskilegar, þá er hitt einnig varhugavert, að endurskoða ekki slíka lagasetn- ingu öðru hverju, því að tim- arnir breytast, og nýir tímar gera nýjar kröfur. Mig langar til þess að minn- ast hér á atriði, sem snertir grundvallarskipulag skólakerf- isins, og ég tel mjög mikilvægt, en veit, að er umdeilt, enda yrði hér um róttæka breytingu að ræða. Það er grundvallar- regla í íslenzku skólakerfi, að börnum á sama aldri er kennt hið sama. 7 ára börnum er ætl- að ákveðið námsefni, 10 ára börnum ákveðið námsefni o. s. frv. Á skólaskyldustiginu, frá 7-15 ára aldurs, er meginreglan sú, að.börn «g unglingar á sama aldri eru í sömu bekkjardeild og er'ætlað að læra hið sama, að því frátöldu, að gagnfræða- námið greinist í bóknám og verknám, en innan hverrar déildarinnar um sig gildir þessi regla. Eg hirði ekki- aS rekja rölún fyrir því, að þessi skip- an hefur verið tekin upp. Þau eru alkunn. En nú er það kunn- ara en frá þurfi að ségja, að námsgeta barna og unglinga er mjög ólík. Sumir nema það á mjög skömmum tíma, sem aðr- ir þurfa langan tíma til að læra. Enginn vafi er á því, að nokkur hluti barna og unglinga gæti lært námsefni skyldunáms- ins á 6 eða 7 árum í stað þeirra 8, sem nú er varið til þess. Á liinn bóginn er sumum ofraun að nema þetta námsefni á þeim tíma, sem til þess er ætlaður. Nú er það svo, að fullnaðar- próf að loknu skyldunámi næg- ir ekki til inngöngu í menrita- skóla. Til undirbúnirigs menntaskólanámi er eins vetrar viðbótarnám nauðsynlegt, og lýkur því með iandsprófinu svo nefnda. Nemendurnir eru því orðnir 16 ára, þegar þeir geta komizt i menntaskóla. Hann er fjögurra ára skóli, svo að stúd- entar geta menn yfirleitt ekld orðið, fyrr en þcir eru tvítugir. Menn hafa því orðið að verja 13 ára námi til a'ð geta hafið háskólanám. Nám í flestum háskólagreinum er nú á síðari árum að lengjast og er nú sjald- an styttra en 4-5 ár og oft 7-8 ár. Margir eru því orðnir 27-28 ára, þegar þeir geta hafið ævi- starf sitt. Með hliðsjón af því, hversu verðmætir starfskraftar liáskólamenntaðir menn eru þjóðfélaginu, er hér um mikil- vægt mál að ræða. Það. væri þjóðfélaginu mjög mikils virði, ef það gæti fengið háskóla- menntaða menn einu eða tveim árum fyrr til starfa en nú á sér stað. Háskólanámið er ekki hægt að stytta. Það er þvert á móti yfirleitt að lengjast. Mennta- skólanámið er og án efa ekki hægt að stytta. En þá vaknar spurningin um, hvort hægt sé að stytta undirbúningsnámið undir menntaskólana. Ekki kemur til mála að draga úr því námsefni, sem kennt er á skyldustiginu og í lands- prófsdéildum. En það er ein- dregin skoðun mín, að nokkur hluti ncmendanna gæti með hægu móti lokið þessu 9 ára námi, sem nú er nauðsynlegt til þess að komast inn í mennta skóla, á mun styttri tíma, þ. e. a. s. á 7 til 8 árum, og hér er einmitt um að ræða þann hluta nemendanna, sem stenzt lands- próf og fer i menntaskólana. Þess vegna tel ég, að í miðju skyldunáminu, t. d. við 11—12 ára aldur, ætti að taka upp bekkjardeildir þar sem náms- efnið er meira en í hinmn al- mennu bekkjardeildum og nem endum gefinn kostur á að ljúka tilskyldu námi á skemmri tírna, t. d. þannig að unglinga- próf sé tekið við 14 ára aldur og landspróf við 15 ára aldur. Með þessu móti yrðu menn stúdentar 19 ára og þeir, sem í háskólanám fara kæmu einu ári fyrr en ella til starfa sinna í þágu þjóðfélagsins. Ég er þeirrar skoðunar, að slík breyt- ing væri eitt stærsta fram- farasporið, sem nú væri hægt að stíga i íslenzkum fræðslu- málum og mundi stuðla mjög að örari framþróun í íslenzku þjóðfélagi. SAFNAÐARFUNDIR í NÝJU PRESTAKÖLLUNUM í RVÍK Safnaðarfundir, til að kjósa jfíóknarnefnd og safnáðarfulltrúa, tiaía verið auglýstu- í hinum nýju •jprestaköllum, fyrir Ásprestakall í .kvikmyndahúsi D.A.S. sunnudag kL^ 1.30 og fyrir Grensáspresta- Ikall í Golfskálanum sama dag, -sunnudag 22 þ.m. kl. 4 e.h. Til þess að auðvelda fóiki að ■vita, hverjir eigi kosningaréít í jljéssum sóknum, hefur dómpró- fdastur sent hlaðinu þessar upp- Kýsingar: Til Ásprestakalis teist þjóð- kirkjufólk, sem búsett er við þess ar götur: Ásveg, Austurbrún, Brúnaveg, Dalbraut, Dragaveg, Laugarás- blettur Dyngjuvegur, Efstasund nr. 2-64, Engjavegur (Bræðrapart- ur, Bræðrapartur A, Bræðrapart- ur B, Engjabær, Laugardalur, Laugatungp), Hjallavegur Hóls- 'vegur, Holtavegur (Enlgjabær, Langhoit), Kambsvegur, Kíeppur hjúkrunarbústaður, Kleppur, Kleppur-Prófhús Kieppur-V íði- hiið, Melstaður, Nafta, Sólvellir, i Ægissíða -braggar 5, 6, 7, 8, 9, og i 11) Langholtsvegur (stök númer i 1-69 og jöfn númer 2-84), Xaugar ásvegur, Laugamýrarbléttur, j Múlavegur (Hafrafell, Laugarás. | Reykjaborg), Selvogsgrurm, Skipa- (sund (stök númer 1-51 og jöfn númer 2-56), Sporðagrunn, Suð- urlandsbráut (Álfabrekka), Sund- laugavegur (Breiðablik, Efstahlíð (Holt), (Hringsjá), Jaðar (Mold), Reykir, (Úthlíð), Braggi-við Norð urhJíð, Braggi 12, 13, 16, 18) Sunnuvegur og Vesturbrún. Til Grensásprestakalls telst þióðkirkjufólk, sem búsett er við “þessar götur: Brekkugerði. Bústaðaveg, Soga- mýrarblett, Grensásveg jöfn núm er 24-60, Fagrahlið), Háaleitis- vf^gur (Sólhermar), Háaleitisvegur Kringiumýrarblettur, 23 og 24, Háaleitisy'egur, Sogamýrarblettur Framh. á 14. síðu 21. sept. 1963 ALÞY9UBLAÐIÐ INDLANDSBÓK AB KOMIN ÚT Lönd og þjóðir: INDLAND eftir Joe David Brown og ritstjóra tímaritsins Life. — Almenna bókafélagið, Reykja vík. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ hefur sent frá sér hvert hindið á | fætur öðru í bókaflokknum ,,Lönd ! og þjóðir", og er hann orðinn gott heimilisbókasafn á sínu sviði. Með samstarfi við erlenda aðila hefur tekizt að fá myndskreytingu gerða svo glæsilega, að hennar mundi enginn kostur, ef aðeins væri prentað fyrir markað í einu kot- ríki. Textinn er og vandaður og svo miklum upplýsingum safnað saman, að varla væri hægt að ætla einum höfundi slíkt verk. Hér eru raunar margir að verki. Nýjásta bókin í þessum floklci fjallar um Indland. Þar er rætt um „sérstætt samfélag og dular- fullt“, eins og komizt er að orði í kaflaheiti og með réttu byrjað á andlegum viðhorfum og trúar- brögðum IndveTja. Þar er að finna skýringu á mörgu því, sem út- lendingum finnst annarlegast við Indverja, enda mótast líf þeirra sennilega meira af andlegum við horfum en flestra annarra. í trú- arbi'ögðum og sögu þeirra er einn ig að finna orsakir margra verald legra fyrirbrigða, sem mikil áhrif hafa haft á sögu og líf þjóðarinn ar. Má þar nefna stéttaskipting- una, í skiptingu landsins í Indland og Pakistan dýrkun nautgripa og trúarleg áhrif á listir og bók- menntir. Kýrin er gott dæmi um víðtæk áhrif trúarbragða á líf Indverja. Hún er dýrlcuð á ýms an liátt, en fyrst og fremst látin af skiptalaus og stranglega fylgt því gamla forboði, að kýr megi aldrei drepa. Afleiðingin? Það ráfa eftir litslaust um borgargötur og sveita stígi Indlands 67 milljónir naut- gripa og éta upp mat, sem gæti annars framfleytt 9 milljónum at i vliclnuleysingja! Þetta eé næsta furðulegt ástand hjá stórþjóð, sem alltaf er á barmi hungursneyðar og hefur varla við að auka mat- vælaframleiðslu í hlutfalli við fólksfjölgun. En þetta sýnir hví- líkur máttur trúin er í indversku lifi. í bókinni er sagt vel frá hinni hálfgleymdu fortíð Indverja, svo og frá hinu brezka tímabili, sem skildi eftir sig djúp spor, bæði til ills og-góðs, og endaði xneð stofn un tveggja lýðvelda 1947, Indlands og Pakistan. Að sjálfsögðu er fjöl breytni í landslagi, lifnaðarhátt- um og- mannlifi gífurleg frá frum skógum Suður-Indlands til fjalla- róta Himalaya. Þarna voru áður 562 furðuríki og fólkið talar 845 tungumál og mállýzkur. Enskan er enn ríkismá' og mest notuð á þingi, í hæstarétti, í háskólum og víðar. Indverska útvarpið sendir út fréttir á 14 höfuðmálum lands ins, og eru þá milljónir, sem ekk- ert þeirra skilja. Mikið tungu- málastríð er háð í iandinu, og er ætlunin eðlilega að losna við ensku sem ríkismál, en taka upp hindí, sem er komið af sanskrít. Þetta eru aðeins sýnishom þeirra erfiðleika, sem Indverjar eiga við að striða í baráttu sinni fyrir sam einingu landsins og þjóðarinnar og sókn hénnar til betra lífs. í bókinni eru teknir sem dæmi nokkrir einstaklingar, bóndi í sveitaþorpi, menntamaður og em- bættismaður, og skýrt frá daglegu lífi þeirra, lífskjörum og viðhorf um. Slíkar lýsingar gefa betur en nokkuð annað innsýn í líf fjar- lægrar þjóðar, og er það einn höf uðkostur bókaflolcksins, að hann sameinar slíkar lýsingar við mergð upplýsinga um viðkomandi þjóðir. Kona stjórnar upplýsingaskrif- stofu Sí> í Alsír í FYRSTA sinn í sögu Samein- uðu þjóðanna hefur kona verið skipuð í embætti forstjóra upplýs ingaskrifstofu samtakanna. Það er frú Ma Than E Fend frá Burma sem gerð hefur verið að forstjóra upplýsingaskrifstofunnar í Alsír, sem nýlega var sett á stofn. Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar alls 45 upplýsingaskrifstofur um heim all an. Fimm þeirra hafa norræna for stjóra. Svíarnir Sixten Heppling, Jan-Gunnar Lindström og Sture Linner eru forstjórar upplýsinga- skrifstofanna í ICabul, I.undúnum og Aþenu. íslendingurinn ívar Guðmundsson stjórnar upplýsinga skrifstofunni í Karachi og Norð- maðurinn Dik Lehmkuhl skrif- stofunni í Bagdad. Upplýsinga- skrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyr ir Norðurlönd er í ICaupmanna- höfn. og forstjóri hennar er Hugh Williams frá Nýja Sjálandi. Jafnaðarkonur á alþjóðaþingi 5. Alþjóðaþing jafnaðarkvenna var haldið dagana 5.-6. septem- ber í Amsterdam í Hollandi. Þar voru mættar konur frá fjöl mörgum löndum heims, m.a. víðs vegar frá Afríku, Asíu og Suður- Ainei'íku. Én velflestar þeirra voru nýkomnar af ráðstefnu hald inni í Sviþjóð, þar sem fjallað var Um skipulagningu fræðslumála í þróunarlöndunum, það er að segja þeim löndum heims, sem skemmra eru á veg komin i menningarmál- um. Helztu mál 5. alþjóðaþings jafnaðarkvenna voru: Afskipti kvenna af alþjóðamálum. Nútíma- Framh. á 14. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.