Alþýðublaðið - 21.09.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.09.1963, Blaðsíða 8
 8 21. sept. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ::::: ■'•■*•■»»■■■•■•■■■. ■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■;•■•'—. -..■■■■■■■■ ■■■••■■■■■■■••>••■■•■■■■■■■■■■■•■•••■•■■■•■••■■■■■■■•■■■■•'»■■---- !■■■■■■■ ■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■»■( ■■■■■■ ■■(miniulliui '■■••■•■■■•■■■•■■■■■■■■■■■■■■■«■■■«■■■■■» ii ■■•■■■■*•.*••• ••.■>■■■•■ >■>■■■■•>>.■»»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■(>■■■>£■■■• >•■»... ^••■■■•••■■•■« ■■■■••■«»■» ■■•■■■MI»»>»»HU»(» MIíkík:::: ■>.■>■■■•>■■■■•• ESTA HÆTTA ISl FIIGLA, ER GUÐMUNDUR HAGALXN rit- höfundur hefur síðan 1955 verið ritstjóri Dýraverndarans, og þar eð Alþýðublaðið hefur aftur og aftur séð í því blaði, að það berst röggsamlega fyrir dýravemd- og starfsemi dýraverndunarfélaganna muni vera allumfangsmikil, fór tíðindamaður Alþýðublaðsins til Hagalíns og ræddi við hann dýra- vemdarmál. — Er starfsemin að dýravernd- armálum orðin gömul hér á landi? — Tryggvi Gunnarsson hóf sitt sjálfboðastarf fyrir 78 árum, en Dýraverndunárfélag íslands var ekki stofnað fyrr en 1913. í>að fékk svo samþykkt á Alþingi tveimur árum síðar fyrstu lögin um dýravernd, áður höfðu ein- ungis verið ákvæði um þau mál í hegningarlögunum. — En mér hefur virzt svo hljótt um félagsskapinn? — Ó-já, hann hefur ekki haft uppi mikinn áróður, en þó hef- ur honum orðið talsvert ágengt, meðal annars komið því til leið- ar, að samin var og samþykkt ný heildarlöggjöf um dýravernd, þar sem í fyrsta skipti í íslenzk- um lögum um þessi efni ríkja ekki einungis hagræn sjónarmið, heldur siðræn og menningarleg. Samkvæmt þessum lögum, sem Ármann prófessor Snævarr samdi, er hverjum og einum skylt að fara vel með^ húsdýr og koma mannsæmandi fram gagnvart villt- um dýrum. Þá er og öllum skylt að lina þjáningar særðra og meiddra dýra og láta sig það skipta, ef þeir sjá eða vita dýrum misþyrmt eða á annan hátt illa með þau farið. Allt misferli gagn vart dýrum varðar sektum og get- ur jafnvel varðað alllangri fang- elsisvist. Þá geta og foreldrar bama, sem misþyrma dýrum eða bana þeim, sætt ábyrgð vegna mis gerða barnanna. — Hefur til þess komið, að þessum ákvæðum hafi verið beitt? — Aðeins einu sinni, svo að ég viti, en erlendis er það ó- sjaldan, að menn eru dæmdir ým- ist í sektir eða fangelsi. — Og hvaða dóm fékk sá, sem dæmdur var hér? — Hann fékk sekt. Annars er síður en svo, að ekki hafi verið ástæða til að beita refsiákvæðum, minnsta kosti sektum, — já, og þvi ákvæði laganna, sem ég gleymdi að minnast á: Það er svipting réttar til að hafa skepn- ur undir höndum. — Þú ert þá meðmæltur því, að refsiákvæðum sé beitt? — Já, hiklaust sektarákvæðun- um — og hinum, þegar um mikl- ar og svívirðilegar sakir er að ræða — eða endurtekin brot. — Fleira, sem félagsskapurinn hefur til leiðar komið? — Hann átti sinn mikla þátt í því, að ísland gerðist aðili að al- þjóðlegri samþykkt rnn friðun fugla og eggja — og að Lund- únasamþykktinni frá 1954 gegn olíumengun sjávar, sem mörg ríki, þar á meðal öll Norður- löndin, Bretland. Frakkland, Pól- land, Vestur-Þýzkaland, Holland, Belgía — já, og í Ameríku Banda- ríkin, Mexíkó og XCanada — hafa gerzt aðilar að. Nú má ekki losa ! olíu í sjóinn nema utan við 100 sjómílna mörk frá ströndum ís- lands, og landstöðvar mega heldur ekki menga sjóinn með olíu, og er nú verið að semja um fram- , kvæmd málsins allvandgerða reglugerð. — Þetta eru hvort tveggja mik- jilvæg mál fyrir fuglalífið? — Já, þúsundir fugla hafa far- izt hér við strendurnar, ataðar olíu, og sem dæmi um eyðilegg- ingúná erlendís má nefna, að tal- ið er, að olía frá einum einasta aðila hafi tortímt 250 sjófuglum í Norðursjónum fyrir nokkrum árum. — Fuglafriðunarlögin, sem samþykkt voru, tryggja alfriðún fjölmargra fugla og eggja þeirra, ennfremur friðun mjög margra Guðmundur G Hagalm, rithofundur, ritstjori Dyravemdarans I segir Gul Hagatín í dýravern i nokkum tíma ársins, að vorinu og þangað til ungar þeirra eru orðnir vel sjálfbjárga. — Mesta hætta íslenzkra landfugla er sinu bruninn. Menn hafa á síðari ár- um kveikt í sinu að vorinu, og svo hafa þá brunnið hundruð eða jafnvel þúsundir varpfugla eða kafnað í reyk — og auðvitað tug- þúsundir eggja týnzt í eldi. Lög um bann við sinubrennslu eftir 1. maí er takmark, sem samtökin keppa að. Þau fengu samþykktar áskoranir til bænda á þingum Stéttarfélags hænda og Búnaðar- þingi og voru að vona, að þess- ar ákvarðanir dygðu — en nei, ó- nei. Það loguðu miklir eldar í sumum sveitum Skagafjarðar og Eyjafjarðar í vor um 20. maí! — Það birtist annars grein um þetta eftir ritara Sambands dýra- verndunarfélags íslands í næsta tölublaði Dýravemdarans. — En svo er það örninn, gæs- irnar og svartbakurinn? — Já, það er í lögum, að örn- inn sé alfriðaður, en svo eru til lög um eyðingu svartbaks og minka og refa — og þau mætti eins vel kalla lög um eyðingu arnarins. Eitrun fyrir þessi þrjú meindýr hefur drepið marga emi, en arnarstofninn er svo fáliðað- ur, að ekki eru horfur á öðru en að með sama áframhaldi takizt að gereyða erninum eins og geir- fuglinum, — ég hef ekki. heyrt þess getið, að nein arnarhjón hafi komið upp ungum í ár. Eitr- un virðist raunar ætla að verða ærið tvíeggjað vopn til útrýming- ar meindýrum. Erlendis, þar sem skordýrum liefur verið eytt irieð eitri, hafa vísindamenn komizt að raun um, að eitrunin eyði fleim en ætlað var — og jafnvel, að eyðing sumra skordýranna tmfli hið eðlilega jafnvægi ósnortinnar náttúru. — Svo er það vitað mál, þar sem um spendýr og fugla er að ræða, að eitrun stríðir beinlín- is gegn anda dýraverndunarlaga allra menningarþjóða, því eitrunin er kvalafullur dauðdagi. Loks er það, að þeir margir hverjir, sem þekkja bezt eðli refa og minka, segja, að eitrunin komi ekki að tilætluðum notum, — minkurinn líti ekki við hræi — nema þá í verstu harðindum, og veiðidýrin meðal refanna ekki heldur, en það sé úr þeirra hópi, sem dýrbítarn- ir komi. Þá hefur og einhver mesti varpbóndi á íslandi látið sér það um munn fara í útvarp, að svart- bakurinn sé fljótur að átta sig á þeirri hættu, sem honum sé bú- in með eitruðum eggjum. Hann líti ekki við þeim. nema hvað hann geri það af bölvun sinni, svo greindur sem hann er, að grípa eitruð egg í gogginn, lyfta sér síðan til flugs og láta þau detta, og svo eitrast bæði gróður og vatn, þegar eggin brotna. — Það er líka áhrifalítið, að eyða svartbak- inum með því að taka egg hans,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.