Alþýðublaðið - 21.09.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 21.09.1963, Blaðsíða 15
■5'í.fVF!® •Wn'* vinkona mín vor- . og ég þoldi það Hún horfði á mig, og allt í einu fannst mér, að Janice . . . Janice mín . . . hataði mig. Mér finnst þetta eklci fyndið, sagði hún rólega. En ég veit bara það, að ef ég elskaði ein- hvern eins og þú þykist elska Peter, þá mundi ég ekki láta kjánalegt stolt standa í vegi fyr ir hamingjunni, — og ég mundi biðja hann fyrirgefningar. — Ég ætti það nú bara eftir. Biðja Peter fyrirgefningar. Á hverju? snurði ég reið. Fyrst Peter hafði sagt henni svona mik ið, hvers vegna hafði hann þá ekki sagt henni, livers vegna við fórum að rífast? Ég býst við, að hún hafi séð, að mig langaði ekki til að deila við hana og okkur létti báðum, þegar frú Crips veif aði til okkur úr glugganum og bauð okkur inn. Árum saman liafði ég haft þá venju að koma inn með Janice eftir kirkju og þiggja heimaíb(ruggað víh lijá frú Crips og k^y og ég gat at's ekki fundið neina afsökun til að brjóta þessa viðteknu reglu nú. Við vorum að fara inn um hlið- ið, þegar ég sneri mér við og sá Peter knma á móti okkur. Hann var ekki kirkjuklæddur, en vinnufötin hans virtust sanna, að liann hefði verið að vinna á verk stæðinu. Mér fannst ég daga uppi og verða að steini eins og tröll við sólarupprás. Ef ég hefði bara verið ein, hugsaði ég, hefði ég getað gert það, sem mig lang aði mest til, ég hefði getað hlaupið til Peters, — fundið sterka arma hans um mig, fund ið, hvernig hann þrýsti mér eð sér og segði, að hann sleppti mér aldrei, aldrei . . . Það var eins og hjartað ætlaðl að springa úr brjóst.i mér, og ég bað til guðs, að Janice hyrfi á brott . . . að við Peter yrðum ein . . Auð- vitað gerðist ekkert . . . krafta verkin gerast ekki, þegar þú helzt vilt, að þau gerist. Hann kom til okkar: —. Halló, Janice, — Shirley. Hann hikaði og ég gat ekk- ert gert — ég gat ekki einu sinni útmáð stíft, óeðlilegt bros jð af vörum mér. Án þess að hafa frekari orð beygði hann út á þorpsveginn. Hann leit ekki einu sinni um öxl. Jánice lejt til mín, en ég mætti ekki augharáði hennar. Um -leið og ltún gekk inn strauk hún hönd sinni eftir handleggnum á mér, — eins og hún vildi mýkja þján- ing mína, sýna mér andúð. En það var eins og að hella olíu í eld. Ég held satt að segja, að ekkert hefði getað æst mig meira upp. Ég var aumkunarverð, hugs aði ég, bezta kenndi mér . ekki. Nú auðvitað gat eg eklci hald ið þannig áfram. Ég er ekki fyrst þeirra kvenna, sem reyna að sefa sorgir sínar með vinnu, — né heidur, að ég verði sú síð- asta. Ég býst við, að yfirhjúkr unarkonan hafi haldið, að ég væri gengin af vitinu, ’því að æv inlega, þegar hún reyndi að fá mig á sitt band gegn nýja lækn inum og hugsjónum hans tók ég upp hanzkann fyrir hann og hóf hugmyndir hans til skýjanna. Hann var kominn aftur heim frá Chantleyford og var staðfastari en nokkurn tíma I ákvörðun um að koma upp hvíldarheimili fyrir þreyttar mæður. Á við- kvæmu augnabliki hafði honum orðið á sú skyssa að trúa yfir hjúkrunarkonunni fyrir öllu sam an og hún lét móðan mása næst, þegar hún kom á bókasafnið til að fá lánaða bók handa einhverj um einkavina sinni. — Þessi maður er brjálaður, sagði liún rólega. Þér skuluð ekki halda, að ég dáist eklci að honum, — enginn kemst hjá því, sem kynnist eldmóði hans. En þetta er einum of mikið, — það virðist svo sem hann hafi séð þyrpingu af gustukahúsum á upp boði. Þér ráðið því, hvort þér trúið því eða ekki, barnið gott, en læknirinn hefur fengið á heil ann aö koma upp þessum húskof um og hann á sjálfur ekki eyris virði. Strax og fólk fær veður að þessu flokkast það hingað með fjárframlög, sagi liann við mig í gærkvöldi. Það er augljóst mál, að læknirinn okkar á mikið eft- ir að læra um mannlegan kær- leilc. Ég býst við, að þessi sé ágæt, ■—i hún tók bók niður úr hillunni og skoðaði hana gaum- gæfilega,-----kápan lofar góðu, — er það ekki. Ég lét þetta afskiptalaust og hún fór með bókina þó að ég var handviss um, að hún mundi minnsta kosti aldrei líta í hana sjálf. Ég fór niður á sjúkradeildirn- ar seinna utn daginn og þar rakst ég á Másters lækni á tali við gamla konu er hafði af einhverj um óskiljanlegum ástæðum lif- að af stóruppskurð. Hún var smá eins og barn á kafi í kodda hafi og togað andlitið var heið- gult. Hún brosti til mín með tannlausum munninum og ég fylltist meðaumkvun. Ég fór til hennar með hlaðinn bókavagn. — Hvemig lízt yður á að fá skemmtilega bók að lesa, spurði ég. Hún leit eldsnöggt á lækn- inn og svo á mig. Ef hún hefði verið á fótum er ég viss um, að hún hefði hneigt sig fyrir okkur. Einhvern veginn minnti hún mig á stífaða hvíta svuntu, bakstur og sólskin í gegnum stóra eldhús glugga . . . — Þakka yður fyrir, elskan, sagði hún, — en ég kom með bók ina mína með mér. — Mér fannst hálsinn á mér herpast saman, ég leit á Colin Masters og hann brosti. Við vissuni bæði hvað I huga hans bjó . . . við héldum, að vesalings manneskjan hefðí komið með bib líuna sína með sér ... En eitthvað til að lesa, hélt ég áfram, kannski eitthvað gott og fallegt? —. Hún hélt, að ég væri gengin af vitinu. — Ég kom með það með mér, endurtók hún góðlátlega. Ég hef það alltaf með mér. Hún kafaði undir koddana og dró fram litla bók með gullnum stöfum á káp- unni. Ég sá strax, að þetta var barnabók, sem gefin hafði verið sem verðlaun í sunnudagsskóla. Titillinn: Joe hennar, var skráð ur yfir mynd af litlum dreng, sem óð niður forugan veg með stóra regnhlíf í hendinni. — Ég hef lesið hana næstum sextíu sinnum, sagði hún á- nægjulega og spennti horaðar greipar sínar yfir skræðuna. Mér finnst stundum afþreying í því að líta í góða bók. Við héldum áfram og skildum við hana við lestur „bókarinnar“. Við vorum bæði meira en lítið hrærð yfir einfaldleika konunn- ar og mér létti einhvern veginn fyrir brjósti. Við héldum áfram ferðinni meðfram rúmunum á deildinni, stönzuðum öðru hvoru til að afhenda bækur, en héld- um síðan ferðinni áfram. Loks, þegar við vorum komin út fyrir dyrnar, sneri hann sér að mér. — Mig langar til að þér komið með mér til nýs sjúklings á einkastofu, -— ef þér hafið tíma til. Ég hef dálitlar áhyggjur af henni. Hún er rík, dekruð, skap stirð kerling, — en ég hef á- huga á því, hvernig henni reiðir af.....og ég hef þá trú, að þér gætuð veitt mér mikilsverða hjálp. Ég skal koma með yður. Læknirinn ýtti bókavagninum á undan sér eftir ganginum og það fór ekki fram hjá hjúkrun arkonunum, sem urðu á vegi okkar. Læknirinn spurði, livort ég vildi koma með honum í leik húsið eitthvað kvöldið í næstu viku. Ég neitaði strax, — ég veit ékki hvers végna. Guð veit, að leikhús og leikhúsferðir eru ekki dagiegt brauð hjá mér, þótt ég hafi sérstakt yndi af öllu, sem leikhúsið áhrærir Hann tók neitun minni með mesta jafnað argeði. — Hugsið um það, sagði hann mildilega. Þetta er gott leikrit: Maðurinn, sem þorði að tapa, — held ég að það heiti. Þér hafið ef til vill heyrt um það. Nýja stjarnan Bernard Stance kemur þarna fram. Ég er með miðana, svo að þér þurfið ekki að hafa áhyggjur af þvi. Ég sagði ekkert, en það kom meira en lítið á mig, þegar ég heyrði, að hann hefði keypt mið ana án þess svo mikið sem spyrja mig. En hvað um Janice? Þetta yrði enn til að auka á misskiln- inginn millum okkar, og það var mér þvert um geð. Ég vissi ekki, hvað ég átti að segja, svo að ég tók til bragðs að þegja. Fyrir ut an dyr á einni einkastofunni stanzaði læknirinn loks og bank aði. — Frú Merridrew, sagði liann rólega. Ég er hérna með vin- konu mína. Hún er bókavörður hérna á sjúkrahúsinu, ungfrú Martin. Við litum hvor á aðra. Ég verð að játa, að mér leizt ekkert á hana. Hún var tröllvaxin, aug- sýnilega vönust því, að fleyta rjómann ofan af því, sem lífið hafði að bjóða. Hún sat uppi við dogg, stífpúðruð og máluð með hárið snarhrokkið af permanenti Hún var í dyrlegum svanadús jakka, með demantseyrnalokka í stórum eyrunum. Henni hund- leiddist og reyndi sízt að fela það fyrir neinum. Hún var ó- ánægð á svipinn eins og veikur krakki og sá svipur fór ekki vel á feitu andlitinu. Náttúrulega, bókavörður, dæsti hún, ég er búin að vera þrjá daga hérna á spítalanum og ég hef beðið allar hjúkrunarkon- urnar, sem hafa látið' sjá sig hérna að útvega mér eitthvað að íesa, en engin þeirra hefur fært mér svo mikið sem eina bláB- síðu. En það er svo sem ekki held ur mikið á þessum bókardrusl- um að græða. Fólk er hætt að1 skrifa bækur eins og einu sinni var siður o gef þið viljið fá að vita, hvað ég tel góða bók þá skal ég. segja yður það, ungfrú hvað svo sem þér nú heitið. Þeg ar ég var ung stúlka átti faðir minn fínasta bókasafnið í Aust- ur-Englandi og ég man . . . Þannig lét hún móðan mása gagnrýnandi allt og allt, stund- um sjúkrahúsið, stundum eitt* hvað annað. Allar hjúkrunarkon urnar voru hysknar og illa vand ar, yfirhjúkrunarkonan fífl- læknarnir kærulausir, — en þótt hún virtist á engan hátt und anskilja Masters lækni tók hann ásökuninni með mestu ró, jafn' vel áhuga að því er mér virt- Breiðir og þægilegir Kvenskór Austurstræti 10. CRANNARNIR /60$ Mamma, komdu og sjáðu mig i sjópvarpinu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. sept. 1963 |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.